Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.09.1946, Blaðsíða 11
kyrrláta líf í litla húsinu þeirra, „Bjargi", inn á bökkunum í Flatey, orðið bjartasta tímabil í æfi þeirra beggja, um það votta margar stökur er hún kastaði lram á þeim árum. Mann sinn missti Kristín 10. apríl 1935. 111 ár bjó svo Kristín í liúsinu sínu, sem hún var ófáanleg til að flytja úr þó aldurinn færð- ist yfir hana og gerði henni erfitt um að sinna sér. Eg sagði oft við hana: „Leiðist þér ekki að vera hérna ein?“ En svarið var alltaf hið sama: „Eg er aldrei ein“. Hún trúði því að góðar ver- ur væru sér nálægar, og ég efa það ekki, að góðir hugir þeirra, lífs og liðinna, sem hún hafði hjálpað um æfina, hafi vitjað hennar og um- vafið kærleiksþeli. Ef til vill lrefur hún á stund- um fundið návist manna fyrir handan. — Hver veit. Og nú ertu dáin, Ijósa mín. — Við sem eft- ir stöndum á ströndinni eigum ekkert til að gefa þér nema fátækleg orð. En lengi munum við minnast þín með þakklátum hug fyrir líf þitt og störf, og við biðjum guð að' hann lýsi þér leiðina. Að andi þinn mætti umvefjast ljós- inu mikla, og þú iengir þar að mæta honum og hjala þinn ástaróð við vininn þinn, sem þú elskaðir svo heitt. Drottinn umbuni þér verk þín eins og þú hef- ur verðskuldað, því það sem maðurinn sáir, það mun liann og uppskera". Þú sáðir með hjálp- .senti og fórnfýsi meðan kraftarnir entust, því trúi ég að þú uppskerir nú á landi lifanda kær- leikann eilífa. Flatey í marz 1940. Jónina Hermannsdóttir. Athugasemd við fundarhöld Reykvíkinga sunnud?ginn 21. sept. Það gleymist að við erum ein þjóð. Flokk- arnir boða til funda, hver í sínu lagi í stað þess að halda borgarafund. Þegar svo viðkvæmt þjóð- mál er annars vegar, sem alla varðar jafnt, eins og samningsumleitun Bandaríkjanna, er þetta ó- fært og goðgá. — Að gera það að flokksmáli eingöngu. Það er ekki hægt. — Samningurinn bíður upp á, að Bandaríkin skuli efna lieit sitt við okkur, ef við segjum jd. Nýtt kvennablað vill ekki kaupa neinn til að efna sín eigin heit. ]>að verður lieldur að dragast að Bandaríkin verði við óskum okkar og uppfylli loforð sín um brottflutning. : : NÍNA TRYGGVADÓTTiR l is tmd l ari sýnir þessa daga, 27. sept. til 8. okt., um 80 mál- verk og ljölda af teikningum eftir sig í Lista- mannaskálanunt við Alþingishúsið. Nína er fædd og uppalin hér í bænum og hefur frá bernsku fengist við að mála. Fyrir fjórum árum hélt hún sína fyrstu mál- verkasýningu í Garðastræti 17, og vakti sú sýn- ing þegar allmikla eftirtekt á listakonunni. Síð- an hefur hún um þriggja ára skeið dvalið í New York, og ferðast fram og aftur um Banda- ríkin, skoðað þar listasöfn, málað og teiknað. f fyrravetur liélt hún sýningu á verkum sínum í sölum New Art'Cirkle, í New York, en þar fá þeir einir að sýna, sem taldir eru góðir lista- menn. Eftir það var henni falið að teikna leik- sviðsútbúnað og búningsteinkingar að upp- Jfærslu fyrir ballet eftir Stavensky „The Soldiers Tale“. Þessi leiksýning, var flutt af Inter- national Society for Contemporary Music. Þótti þetta nrikill vegsauki fyrir listakonuna. Skiss- urnar að þessari balletsýningu eru í Listamanna- skálanum, og bera þær, ekki hvað sízt, vott um hennar miklu teiknfimi og lífrænu list. — Sér- hver maður hefur gott af því að líta öðru hvoru inn til þeirra, sem vilja skapa eitthvað nýtt fyr- ir samtíð og framtíð, og Nína Tryggvadóttir er meðal þeirra. M. flvers vegna ekki? Eg get ekki lútið undir höfu'ð leggjast að taka mér penna í liönd eftir að hafa lesið grein í síðasta útkomnu „Nýtt kvennahlað", sem heitir, Konum sýnt ofheldi. Ég er greinar- liöfundi mjög ósammála, þar sem lnin segir konuna ekki þurfa að vinna. Og lnin eigi ekki að vinna i riku þjóðfélagi. Hvers vegna ekki? Við þurfum aldrei að húast við jafn- rétti við karlmenn, ef við viljum vera sem „lúxusvara“ eftir að við erum giftar. Mér finnst konan eigi að vinna sambæri- lega viS karlmanninn. HúsmóSir. „Smátletursklausa undir fyrirsögninni, Konum sýnt ofbeldi“. Á fundi K. R. F. í. 13. sept. 1946 var stjórn féiagsins falið að lýsa óánægju Kvennréttindafélagsins yfir því, að klausa. sem ber með sér svo algjört skilningsleysi á ábyrgð, skyldum, réttindum og þjóðfélagslegri stöðu konunnar skuli vera hirt athugasemdalaust. Stjórn K. li. F. I. NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.