Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 9
HENNl ER ÞAÐ SVO EÐLI LEGT AÐ SYNG.IA. Héi' tjáiö þið viC hljóðnemann sjálfa sönpkonuna, Elsu Sigfúss. Hún hefui lilotið miklar vinsældir iyrir söng sinn í danska útvarpið, en heíur sungið víöa um lönd, í Svíþjóð, Noregi, Þýzkalandi og víð- ar, viö mikla aðdáun áheyrenda. Einnig á grammófóplötur. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, dótt- ir Sigfúsar Einarssonar tónskálds og konu hans, Valhorgar Einars- ron, söngkonu og píanóleikara. Nú húsett í Kaupmannahöfn. þessa daga setn við dvöldum í Stokkhólmi. Stendur ]jað við Vasagötuna, er miðbæjar, svo það var mjög hentugur staður fyrir okkur. Fleiri landar dvöldu þar þessa daga sem mótið stóð. Vinkona okkar, frk. Guðrún Jónasdóttir, vefn- aðarkennari, sem stundaði nám í Stokkhólmi síð- astliðinn vetur, hafði boðist til að leiðbeina okkur Ólöfu þarna í höfuðstaðnum. Hún kom til okkar strax um kvcildið, og reyndist hún okk-. ur hinn drengilegasti félagi og ráðgjafi á lerða- laginu. I>. 4. júlí var 5. norræna iðnfræðsluþingið sett í Konserthuset. Mikið fjölmenni var þar saman komið frá Norðurlöndunum 5. Eru húsakynni þar hin glæsilegustu og lék stór hljómsveit inn- gangslag eftir Söderman meðan gestirnir komu sér fyrir í sætum og kyrrð varð á í húsinu. Því næst setti Statsradd Erlendar mótið og þá tóku til máls, hver á eftir öðrum, fulltrúar hinna 5 Nofðurlandaþjóða, einn frá hverri þjóð. Halði Helgi H. Eiríksson skólastjóri orð fyrir okkur íslendingunum, en þjóðsöngvar voru sungnir milli ræðanna. Var frekar dauft yfir þjóðsöngn- um okkar íslendinganna, bar tvennt til, við vor- um langfæst, og erlitt var að fylgjast með hljóm- sveitinni, sem spilaði, O, guð vors lands, eins og hvern annan jazz, nreð alls konar ringjum og sveiflum. Þrátt fyrir það snart liann svo hugi tveggja Norðmanna, sem sátu á næsta bekk fyr- ir aftan okkur, að þeir gátu ekki orða bundizt, Þcgar lagiðvar áenda, þökkuðu okkur fyrir söng- inn og sögðust aldrei fyrr hafa heyrt þjóðsöng- inn íslenzka sunginn, og dáðust mjög að fegurð hans. Konurnar höfðu sérstaka dagskrá. Gafst þar tækifæri til að hlusta á helztu forystukonur Svía tala um uppeldis- og skólamál. Þótti sjálfsagt að beina athyglinni að þeim lið dagskrárinnar. — Þar var líka um auðugan garð að gresja. En sökum þess, að mörg snjöll erindi voru flutt á sama tíma, skiptum við þeim á milli okkar. Fyrsta erindið, sem ég hlustaði á var hjá Eol- mer Dam, rektor frá Ankerhus í Danmörku. Hann • talaði um manneldisfræði almennt og kennslu í þeirri grein í unglinga- og húsmæðra- skólum. Taldi hann þessa námsgrein mjög mik- ilsverða og yrði að leggja ríka áherzlu á að vand- að væri til kennslu í þeirri grein, þannig að ungl- ingarnir fengju strax áhuga fyrir henni og fyndu nauðsyn þeirrar þekkingar. En þá þyrfti kenn- arinn að vera fullur af áhuga og með lífi og sál \ ið kennsluna. — Minntist hann þess hve baga- legt það væri, að skortur væri nú mjög mikill á góðum kennslumyndum til skýringar. En rek- tor Dam dó ekki ráðalaus, hann dró upp úr vasa sínurn allavega litar bréfræmur, svo manni .datt ósjálfrátt í hug jólatrésskraut, voru þær felldar saman, hver ræma í jafn stór brot, nældi liann því næst ræmurnar upp á töflu og bjó þannig til kennslumyndir, liverja á eftir annarri. Stundum var bláa rærnan lengist og stundum sú gula eð gulbrúna, fór það eftir því, hvað taflan átti að sýna. En jafnframt lagði hann mikla á- herzlu á, að fylgst væri með kostnaðarhliðinni, það væri ekki nóg að vita, hvers við neyttum — það yrði að gæta þess vandlega að flevgja ekki krónunni þá eyririnn væri sparaður. Framhald. NÝTT KVENNABLAÐ 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.