Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.11.1946, Blaðsíða 12
a-tli það sé ekki eitthvað annað, tautaði Hannés ganrli. Svo kom María heim. Gamla konan stóð á hlaðinu og heið eftir þeim. María faðmaði móður sína, og gamla konan tarfelldi af gleði yfir því, að hún skyldi vera komin heim aftur. Svo fór hún að virða hana fyrir sér — ósköp hafði hún hreytzt mikiö. Kafrjóða, feita heimasætan var orðin grannvaxin. föl og tekin fullorðin kona. — Hefurðu verið lengi lasin, elskan mín, þú ert svo aumingjaleg, spurði móðirin áhyggjuíull. — ,ia, nei, nei, það verður víst ekki lengi að hatna hjá mömmti, svaraði Maria. Enda var ekki annað að, en hún var liúin að háliganga rneö harn sitt, cg var enginn annar en sýslumanns- ronurinn faðir að því. Því 'hvíslaði hún að mömmu sinni, iyrsta kvöldið, þegat mamma hennar sat á rúmstokknum fjarska forvitin. — En ætiar hann þá að giftast þér? spurði móðirin hálf hikandi við að spyrja um þá upphcfð, sem kynni að híða dótturinnar. Það vonaði hún að liann gerði, en hann gat það ekki strax, því nú vai hann að læra við háskólann. Hann attlaði að vcrða sýslumaðtir. En þegar hann Itafði lokið við námið þá ætlaði hann að giftast henni. Honum þótti svo fjarska vænt um hana, og henni um hann. En Itvað ætlaðist liann þá til að hún gerði meðan hann væri að læra? — Já það var nú svoleiðis, að liann hélt þetta væri hara hræðsla úr mér, að eg væri ófrísk, og sagði að það mætti helst ekki koma fyrir, fyrr en liann væri búinn að læra, en hann ætlaði að skrifa mér, og segja mér hvar hann eigi heima, svo að eg geti skrifað honum. Hann hað mig að vera viljuga að skrifa sér. En nú hef eg ekki fengið eina línu, endu flýttu þær sér. alltaf á pósthúsið systurnar, þegar þa r vissu að pósturinn var kom- inn. Eg treysti þeim ósköp vel til þess Stela bréfunum. Þær hafa verið svo andstyggilegar við mig síðan þær komust að því að okkur þótti vænl hvoru um annað. Um frúna a‘tla eg nú ekki að tala neitt. En samt talaði hún margt um hana. Þór- unn sagði manni sinum hvernig ástatt væri fyrir dóttur þeirra. — Mig grunaði þetta strax og hún kom á móli mér í kaup- staðnum. Eg á ekki von á því að hann skipti sér mikið af henni hér eftir, sagði gamli maðurinn, dauflega. Hann gat ekki látið sér detta í hug að ást inanns og konu gæti hrúað það djúp ,sem var á milli kotungs og sýsumanns. Þetta var skemmtilcgt sumar. Maria var jafn góð dóttir og hún hafði verið áður en hún fór að heiman. Hún hjálpaði til úti og inni, þó var hún alltaf lasin. En þó tók. útyfir þegar hún fór að sauma svolítil fín föt með blúndum. Þá var gamla konan yfir sig glöð. Ósköp hlyti að verða gaman að sjá lítinn harnskropp í svona fínum fötum. Ö livað Maria hlyti að verða falleg og góð móðir. Maria hafði vonast eftir bréfi allt sumarið, frá sínum góða pilti, svo nefndi hún kærastann, en það kom ekki. Þetta var ekki einleikið, þóttist hún vita. Hann skrifaði hana náttúrlega alltaf í húsi móður sinnar, og þá mvndu þær sjá fyrir bréfinu, að það færi ekki lengra. Ekki vissi hann neitt um það að hún væri norður í Hólakoti. Móðir hans hefði varla farið að segja honum að hún hefði sama sem vísað hcnni i burtu, með þvi að segja við hana einn daginn: — Við förum nú í hurtu allar mæðgurnar, og verðum í hurtu, sjálf- sagt þrjár vikur, ef ekki lengur, það er hezt fyrir yður að fara heim til foreldra yðar. Eg læt yður vita þegar þér eigið að koma aftur. Henni hafði fundist það viðkunnanlegra að hafa það svona, en að vísa henni burtu. María hafði orðið fegin, því hún var engin manneskja til að vinna húsverkin. En hún var alltaf glöð og vongóð. — Hann hregzt mér aldrei, sagði hún, þó hann fái ekki að giftast mér, veit eg að hann reynist mér og barninu vel. Svo þegar gangna-mennirnir komu um haustið, dró einn þeirra póstmerkt bréf upp úr vasa sín- um. Það var til Maríu, frá hennar góða pilti. Hann sagðist vera búinn að skrifa henni mörg bréf, en ekkert svar fá, svo sig sé nú farið að gruna að sínar góðu systur hafi eitthvað haft hönd í bagga. Ekki gæti hann trúað því, að hún bæri ekki sama hug til sín, og þegar þau hefðu skilið í vetur. Þetta bréf sagðist hann láta innan í til kuningja síns, og biðja hann að koma því til hennar. Maria tárfelldi af gleði þegar hún Ias þetta bréf. Hún fékk foreldrum sínum hréfið, og þau lásu það. Það var ekki annað sjáanlegt en liann ætlaði að reynast henni vel — Það var meira en eg gat búizt við, sagði Hannes gamli —. Það var líka óskiljanlegt að nokkrum manni gæti annað en farist vel við jafn indada stúlku og Maria væri, lagði Þórunn til málanna. Hann liafði beðið Mariu að skrifa sér og segja sér margt í fréttum. En hún sagðist ætla að láta það bíða þangað til allt væri afstaðið, þess yrði nú ekki langt að bíða. Það varð líka ekki langt að bíða eltir umskiptunum. Rétt eftir seinni göngurnar fæddist drengurinn, og var klædd- ur í fellegu fötin. En aðdáunin og gleðin varð hryggilega skammvinn. Aður en hann var sólarhringsgamall var móðir hans liðið lík. Þórum leið um bæinn eins og svefngengill. Henni fanns þetta myndi allt vera draumur, sem hún lilyti að vakna af áður langt liði, að Maria væri horfin frá henni eins og hin börnin hennar. Það var nú .orðið svo langt siðan, ao þau sár voru gróin. En þetta myndi aldj-ei gróa. Framhald. Sumarmorgunn 1946 Sjá! morgundögg sindrar i grasinu grcenu, sem glampandi stjörnur d jörd. Þad seitlar og gutlar i söoliliri sprœnu og söngfuglar halda par vörð. En blómáljar sitja bátunum i, pað er búskapur hjá peirri stétl, og vorgolan andar svo vinleg og hlý, og peir veija og klappa svo létt. —o— O, hið ilmandi gras! og sú angan af reyr! pcssi unaður fjöllunurn hjá. Eg sc Reykjanessfjallgarðsins raðir við sjá, par rikir friður, sem aldrei deyr. En hvað hafið er bjart; sjá hið heilaga sliart, sem heilluð, i fjarlœgð ég nýt. Leikur báran svo blá, hvorki brött eða há, pað er bliðheimur hvert sem ég lit. 10 Ásta Guðnadóttir. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.