Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Qupperneq 4

Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Qupperneq 4
INGVELDUR EINARSDÓTTIR: Gamlaárskvöld á Þíngvöllum 1890—91 Ég var hjá móður minni í Vatnskoti. Það var viku fyrir jól, að pabbi, sem var vinnumaður á Kárastöðum, kom með þá frétt til okkar að bróð- ir minn lægi fyrir dauðanum, en hann Atti heima hjá afa og ömmu fyrir vestan heiði. Mamma var skjót til ferðar, og vorum við þar öll jólin, en bærinn okkar mannlaus heima. Mamma hlynnti að drengnum sínum eftir föngum, og á Gaml- árskvöld var hann orðinn það hress, að við héld- um heim. Þegar við komuin austur fyrir lieið- ina, fréttum við nýjungar: Presturinn á Þingvöll- um, séra Jón Thorstensen, boðaði kvöldsöng og barnaskennntun með jólatré á eftir, þangað voru boðin öll stálpuð börn í sveitinni, er líkleg voru að geta gengið til kirkjunnar. — Séra Jón Thorstensen iiafði yndi af að gleðja börn og fátæklinga'. Hann var þá ókvæntur, en ráðskona hjá honum var Guðrún Vigfúsdóttir, frænka lians, er hafði með sér yngstu dóttur sína á ferm- ingaraldri. Munu þau öli hafa hjálpast að með undirbúning allan. Eftir kvöldsönginn var öll- um kirkjugestum veitt kaffi með kökum. Svo mátti eldra fólkið koma að jólatrénu með börn- unum, ef það gat og vildi. Eitthvað af kvenfólk- inu varð eftir og fylgdist með leikjunum. Jólatré! Hvíiík undur og fádæmi. Þarna stóð það á miðju gólfi skreytt sortulyngi, og festum af rauðum berjum þess. Jólastjörnu í toppi, og mislit kerti á greinum, þar að auki ýmislegt pappírsskraut, og hangandi sælgætispoka á hverri grein, sem brugðnir voru úr mislitum pappírs- ræmum. Ofan á hverjum poka lá hvítur miði með tölustöfum á. Nú gengum við kringum tréð, eitthvað fallegt var sungið, að því búnu iét presturinn okkur börnin draga samanvafða miða úr lítilli körfu. Hvað skyldi nú þetta þýða? Jú, það kom brátt í 1 jós, innan í hverjum miða var tala, sem vísaði á þann sælgætispokann, sem liafði sömu tölu. í hverjum poka voru peningar, frá 25 aurum upp í krónu. Ég stóð ráðalaus með pokann minn, í honum var króna. Spegilfögur króna. Á ég hana alveg? spurði ég, og prestur- inn játaði því brosandi. Ekki varð ég vör við neina öfund hiá hinum börnunum, þvert á móti var almenn gleði yfir þessu happi mínu. Við gæddum okkur nú á innihaldi pokanna, og jóla- 2 tréð með útbrunnu kertunum var fært út í horn, og farið í ýmsa leiki, sem okkur voru nýstárlegir, og sem við reyndum að endurtaka á eftir heima, líka var reynt að dansa. Presturinn og unga frændstúlkan hans voru óþreytandi í að koma unglingunum út á gólfið. En ég átti mér áhugamál óskylt öllu þessu. Eg hafði heyrt þjóðsögu á þá leið, að hvert Gamlárskvöld, nákvæmlega á miðnætti, er gamla og nýja árið mætast, breyttist vatnið í Öxará í vín nokkur augnablik, en því næst í blóð, og eftir svipstund aftur í samt lag. Nú var ég stödd á Þingvöllum, og nú var tækifæri til að ganga úr skugga um hvort þetta væri satt. Auð- vitað væri þetta tilbúningur, en þó? Bara að ég vissi nú hvað klukkan væri. Ef stundin væri einmitt nú að líða Iijá, og enginn sæi þó áin breyttist. Presturinn lítur á úrið sitt, klukkuna vantar nú 15 mínútur í tólf. — Við skulum syngja gamla árið úr garði. Leikir hættu og al- vara færðist á hvert andlit. Fólkið, sem sungið gat, fylkti sér öðrum megin í salinn og snéri baki að dyrum. Mamma og aðrar konur sátu á bekkjum hinum megin. Ég hélt mig bak við söngfólkið og læddist út í miðjum sálminum: Nú árið er liðið í aldanna skaut. Sú undursam- lega, þráða stund! Þarna sat ég við ána og jós vatninu með lófa mínum. Ekkert vínbragð, eng- inn blóðlitur. Við joessu mátti búast, allt var Joetta vitleysa. Þó var ekki laust við vonbrigði, Jregar ég sneri heim að bænum Jressa yndislegu stjörnubjörtu nótt. Söngurinn var á enda, allir bjuggust heim, óskandi hver öðrum gleðilegt ár, og Jrakkandi hver öðrum kvöldið. Gott var að enginn vissi um erindi mitt út, á meðan sungið var. Við mamma géngum einar saman, slitrótta hraungötuna austur að Vatnskoti. Jörð var al- auð, en aðeins stirnuð, svo gott var að ganga; alstirndur himinn, nýtt tungl. Við töluðum fátt. Þakklæti og tilbeiðsla gagntók mömmu, ég sá það, fann, og skildi, og hreifst með. Hún hafði son sinn úr helju heimt í þetta sinn. Hátíð og helgi umvafði allt. En ofurlítill broddur sat inni í hugskoti mínu. Einhver hafði minnst á fátcekt í sambandi við krónuna mína, á þá leið, að ég NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.