Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 9
þótti einna mest til koma a£ sænsku kvenskör- ungunum. — Rauði þráðurinn í erindum kvennanna, sem öll fjölluðu að meira eða minna leyti um uppeldis- og skölamál, var sá, að allt uppeldi bæri að byggja á sögu- legum og þjóðlegum grundvelli, æskan yrði að þekkja sinn uppruna, rnikil hætta stafaði af því, ef hún yrði slitin úr tengslum við forsögu og þróun þjóðar sinnar. Ættrækni og þjóðrækni væri skylt að glæða hjá börnunum eins og hægt væri. Einstaklingarnir yrðu þá síður eins og rót- lausar plöntur er bærust fyrir vatni og vindi, yrðu síður einskonar farandlýður, sem vissi ekki hvaðan hann kæmi eða hvert ferðinni væri heit- ið. — Þá var mótinu slitið. Fór sú athöfn fram í Kon- serthuset, þar sem það hafði áður verið sett. Tóku til máls sömu fulltrúar og fyrsta daginn, þakkaði hver fyrir sig og sína landa. Hafði Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, orð fyrir okkur íslend- ingum, eins og fyrr, lauk hann máli sínu með því að tilkynna, að næsta norræna iðnfræðslu- þingið yrði að öllu forfallalausu haldið í Reykja- vík. Var gerður góður rómur að máli hans, því marga fýsti að koma til íslands, þessa dularfulla eylands, sem menn vissu almennt svo lítil deili á. Nú bauðst tækifærið að sjá með eigin augum þetta kynjaland. Um kvöldið var nokkrum útvöldum boðið til miðdegisverðar á Saltsjöbaden. Var þar ríkulega veitt og fjörugar borðræður. En það sem mér þótti á vanta í þessum mannfagnaði öllum, var það, að heyra aldrei tekið lagið. Hvar var nú Bellmann og Vennerberg? Ég, sem hafði gert mér í hugarlund að Svíarnir væru alltaf syngj- andi, þegar þeir köstuðu af sér reiðingnum og gerðu sér glaðan dag, en því fór fjarri. — Með lestinni til borgarinnar um nóttina kvað við söngur úr einum vagninum, og var sungið af lífi og sál. Ég fór að sperra eyrun og líta í kring- um mig. Það voru þá Finnarnir, sem sungu: Várt Land, Várt Land, og Fjær ^r hann ennþá frá iðgrænum dölum. — Lestin rann áfram. Tunglið skein, stjörnurnar blikuðu, og andinn sveif yfir vötnunum. A JÓLUNUM. Nonni litli (þriggja ára): Mamma, hver kom með jóliní MóSirin: Jesús Kristur. Nonni: Því léztu hann fara aftur? Ef hann hefði ekki farið, væru kannske alltaf jól. Sigurbjörg fsaksdóttir ijósmððir Þegar ég heyri góðra kvenna getið, kemur mér jafnan í hug fröken Sigurbjörg Isaksdóttir, Ijósmóðir, á Hóli í Kelduhverfi. Hún hefur við ágætan orðstír verið þar ljósmóðir í 26 ár. Auk þess, sem hún hefur haft á hendi ýms önnur mannúðarstörf. Á 25 ára ljósmóðurafmæli hennar 1. júlí 1945, komu allar konur úr sveitinni til hennar með t'eitingar, blóm og gjafir. Skemmtu síðan með söngvum, ræðum og dansi. Sérstök gleði og á- nægja hafði ríkt yfir deginum. — Ég var svo lánsöm að kynnast Sigurbjörgu, er hún var hér að læra ljósmóðurfræði, og verður mér sú við- kynning og sú fórnfýsi, er hún þá sýndi mér ókunnugri, ógleymanleg. Mér fannst þá þessi sérstaka framkoma hennar spá svo góðu urn framtíð hennar, að ef hún fengi aðstöðu til þess að greiða götu annarra, þá myndi hún gera það. Enda sýnt það í hvívetna, að hún geymir; elur og ávaxtar þann dýnnætasta arf, sem finnst hjá þjóðinni og lyftir henni á hærra og sannara menningarstig. — Fylgi henni gæfa og gengi. Vilborg Magnúsdóttir. Við fögnum þeim áhuga, innan veggja Al- þingis og utan, sem vakinn er fyrir byggða- og héraðsskjalasöfnun. Þetta eru mikil og ágæt á- hugamál, og framkvæmanleg. Við verðum öll að vinna að þeim af alhug og heilindum. Landið, víðsvegar, er rúið að hugsun og hagleik með því að öllu sé ýmist brennt, eða flutt til Reykja- víkur. Landið er byggilegra ef listræni og mennt á varanlegt uppeldi og aðsetur í hverri sveit. NÝTT KVENNABLAÐ 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.