Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 10
SVIPIR EFTIR JÖRGEN EDSBERG Allir íbúarnir í Portofino vissu, að Pietro og kona hans bjuggu saman eins og hundur og köttur. Þvilíkt glapræði hjá Pietro er hann vígðist Sigettu fyrir altarinu í gömlu kirkjunni. Síðan hafði hann ekki litið glaðan dag. Ekki í 32 ár. Þegar ég fyrir nokkrum vikum kom til Portofinos, sem er yndislegt fiskiþorp við baðströnd Riviera, fór ég strax niður að höfn- inni, mig langaði út á hið bláa, lygna Miðjarðarhaí. Grá- hærður sjómaöur með góðlátleg en döpur, þjáð augu undir loðnum brúnum, kom eftir bendingu minni og hjálpaði mér niður í bátinn sinn. Það var Pietro. Þegar báturinn með jöfnu skvampi fór út úr höfninni, fyrir oddann, og til San-Fruttuoso, sagði hann mér frá ógæfu sinni. — Það var Sigetta. Allt þorpið vissi það, og talaði ekki um annað. Hann þurrkaði sjóskvett- urnar framan úr sér, en líkaminn allur vitnaði um þrælkun og kvalir. Hann hristi höfuðið. — Sigettu hryllti við honum, sagoi hann, hún gaf honum bara hálfkaldan, geymdan mat, þegar hann, eftir erfiða fiskiróðra, kom heim með morgnin- um, en hafði verið að alla nóttina. Hún þvoði ekki skyrturnar hans, það varð systir hans gamla að annast. En hún tók alltaf leiguna af þýzku sumargestunum, sem bjuggu í tveim beztu herbergjunum í húsi hans. Hún leyfði honum ekki að reykja, og að bragða vín var hans bráður bani. Einu sinni hafði hún lóðrungað hann fyrir að líta örlítið útundan sér til dökkeygðrar fiskistúlku frá Piazzen. — Hvort ég gæti gef- ið honum ráð? Hann hafði reynt að tala við prestinn. Sigetta var mjög trúrækin og skriftaði oft. En ætíð, ef presturinn leiddi samtalið að Pietro, til að milda hans kjör, reis hún úr sæti, féll á kné fyrir altarinu, signdi sig og fór út úr kirkjunni. Þegar við vorum komnir til San Truttuoso skenkti ég Pietro barmafullt glas af víni. Hann brosti þakklátlega, hér náði drottnunargirni Sigettu þó ekki til hans. Klukkutíma síðar sigldi hann svo einn heim, en ég fór með jarnbrautarlest til Genua. Að sex dögum liðnum kom ég til baka. Leitaði ég þá strax uppi vin minn. Allt andlitið ljómaði nú af gleði og hann hafði ekki fyrr heilsað en hann dró stórt vindlaveski upp úr vasa sínum — og svo skulum við fá okkur staup, sagði hann. — Sigetta! viltu koma með flóskuna! hrópaði hann út í eld- húsið. Sigetta kom með tveggja lítra flösku, þurrkaði af henni á ullarsokk og setti hana á borðið. með innilegu og um- hyggjufullu augnaráði til manns síns, en Pietro vísaði henni á brott með hvössu tilliti. Ég var forvitinn eftir skýringunni á þessum hamskiptum, og sá í svip Pietros ærslafulla gleði og þrá, eftir að segja frá. — Hún deyr, hvíslaði hann frá sér numinn. — Guð komi til, hvað ertu að segja Pietro; er hún hættulega veik? Pietro laut niður með ánægjulegu brosi og hélt áfram: — Hún deyr á þessu ári, sérðu ekki að hún veit það sjálf. Hún er öll önnur. Hún er á leiðinni að verða dýrlingur. Ég get drukk- ið og reykt. Ég fæ almennilegan mat. Ég fæ skyrturnar mín- ar þvegnar og strauaðar. Nú innheimti ég húsaleiguna sjálfur. Ég stóð eins og þvara. Pietro vissi að hann þurfti að skýra þessa frásógn betur, og er hann hafði skellt eldhúshurðinni í Ms, hélt hann áfram: — Meðan þú vant burtu, höfum við haldið Giorgis-hátíð- ina til heiðurs Giorgis, verndarherra Portofinos, það er alda- gömul erfðavenja. Skrúðganga er farin á næturþeli, með jarð- neskar leyfar dýrðlingsins í tröllauknu gylltu skríni. Það er borið frá kirkjunni upp til Giorgiusar kapellunnar. Þeir, sem álíta sig hafa syndgað of mikið á árinu, bera blýþungan kross, svo þeir óttast að falla við hvert fótmál. Þessi skrúð- ganga fer hægt gegnum þorpið eins og lýsandi slanga, en fyrir gengur presturinn í fylgd kórdrengja, sem bera logandi kerti og reykelsisker, Pietro saup góðan teyg. — Eftir skrúðgönguna, þegar komið var svarta myrkur, fór ég upp í kirkjugarðinn, sem liggur bak við San Giorgios kapelluna. Því veiztu! ef maður óskar að viss manneskja deyi, á maður, nóttina eftir San Giorgio-hátíðina að fara inn í kirkju- garðinn og óska þess af heitu hjarta að sjá persónuna, sem maður óskar dauða. Ef hann eða hún sýnir sig, verður ósk- in uppíyllt. — Þú telur þér ekki trú um að þú hafir séð Sigettu? hvísl- aði ég, ónotalegur innanbrjósts, og mundi cftir hinum dulrænu frásögnum Edgar Poes. — Þetta er morð, bætti ég við, ásak- andi. Pietro skellti skollaeyrum við ásókun minni og hélt áfram hinn brattasti: •— Skilurðu ekki, nú er éj» hamingjusamur. Ég er eins og fuglinn frjáls, og með sínum grófu vinnuhöndum líkti hann cftir hinu glæsilega flugi máfsins. — Hefurðu sagt Sigettu frá þeim örlögum er biði hennar? — Nei, nei, sagði hann fljótt, og leit eldhúsdyrnar horn- auga. Hana hlýtur að gruna að hverju stefnir, og hann kink- aði kolli varúðarfullur. — Það er orsökin til þess aS hún svo skyndilega hefur breytzt, úr ljóni, í lamb, Hún vill að ég eigi góðar minningar um litlu Sigettu mína þegar hún er horfin. Hann spýtti fyrir- litlega. Við áttum samleið niður að höfninni. Pietro gekk glaðlega, raulandi að batnum sinum. Það var kaffitími hjá mér. Svipir! árið 1936. Þvaður! Ég bað um lútsterkt kaffi, en hvorki sykur né rjóma. A heimleiðinn hitti ég Sigettu. Hún kom frá kirkjunni. Hún hafði skriftað. Hún var raunamædd og óhamingjusöm, og neri tár úr augnakróknum þegar hún sá mig. — Þér eruð góður vinur Pietros, sagði hún hátíðlega og klappaði á hcrðar mér. — Þér verðið að kveðja hann. — Já, enn? — Ég hef litið á hann sem andstyggilegasta mann sem guð hefur skapað, ærulausan og huglausan. Hann elskaði ekki þá konu, sem var honum allt í lífinu. Ég var þreytt á honum, uppgefin, búin að fá meira en nóg af honum. Ég var reið, örvita, og tók hræðilega ákvörðun, og ég framfylgdi henni. — Og nú iðrast ég. Hann er þó minn eiginn Pietro minn eiginn elsku Pietro. Hún grét hátt. — Nóttina eftir San Giorgis-há- tíðina læddist ég upp í kirkjugarðinn og óskaði Pietro dauða. En strax eftir þennan fordæðuskap iðraðist ég og ætlaði að flýta mér út úr garðinum, en þá sat Pietro á brotnu súlunni í mánaskininu og einblíndi á mig með stórum ógnandi augum í litverpu andlitinu. — Ó, guðsmóSir! hvaS a ég aS gera? snökkti hún, hjálpaðu mér! Ég brýndi fyrir Sigettu, að til hegningar, fyrir aS hafa kall- aS bölvun af himnum yfir mann sinn, yrði hún aS létta hon- um síSustu stundirnar: Gefa honum uppáhalds mat sinn og láta hann reykja beztu vindla, sem hægt væri að fá. Hin yfirbugaða ásýnd Sigettu hvarf milli trjánna. — Pietro! aumingja Pietro! andvarpaði hún. Ég mætti prestinum, sem kom beint frá skriftastólnum, hann brosti kankvíslega, sem greinilega þýddi: ViS erum einir til frásagna. (Þýtt og endursagt. 8 NYTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.