Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 12
áhrifum, sem við urðum fyrir þarna á bökkum Þjórsár, er aðeins hægt að lýsa með því, að okk- ur fannst helgur friður ríkja yzt að sjóndeildar- hring þrátt fyrir skotdrunur í fjarska, þær gátu ekki þrátt fyrir sína háreysti, yfirgnæft ómana þýðu, sem við þarna hlustuðum á. Við höfðum íengið tækifæri til að hlusta á lífsins æðaslátt og fyrir það erum við óumræðilega þakklátar. Með lotningarfullri aðdáun horfðum við að lokum til Gnúpverjahreppsfjallanna. í skjóli þeirra dvöldum við báðar okkar bernsku- og æskuár, og sem margt fleira er okkur {rað sameiginlegt, að minningarnar þaðan eru allar ljúfar. Það er „röm sú taug, er rekka dregur föðurtúna til“. Við snúum heimleiðis, stígum yfir götur hinna liorfnu vegfarenda, sem liáðu sína lífsbaráttu með því að leggja fram sína virkilegu starfsorku, að mestu án nokkurs vélaafls. Ályktunin verður óhjákvæmilega sú, að þessir horfnu vegfarendur liafi notað betur kraftana en vélamenningin ger- ir í dag.---Á heimleiðinni er líka alltaf eitt- hvað nýtt að sjá, þó er allur gróður í dvala enn sem komið er, þó vorið sé í nánd, fénaður allur í húsum inni enda þó snjólaust sé alls staðar hér um láglendið, en hin langvarandi frost hafa valdið, miklum klaka í jörðu, en skýlaus lífstrú færir okkur vitneskju um það að vorið er að koma og gróðurmagn jarðarinnar fer að sýna sig. Náttúran sjálf lætur ekki að sér liæða, hversu mikla háreisti og skarkala, sem mennirnir reyna að gera öllu mannkyni til tjóns. Við förum aðr- ar götur heim, skoðum fjárliús og nýgræðslu, að lokum stígum við á túnið, þar sem sonarsynir Helgu eru að leika með heimiliskrökkum mín- urn. Þeir fagna ömmu sinni, Helgu, sem með sinni eiginlegu móðurumhyggju býður þeim faðm sinn. Ef til vill var þetta fegursta sýnin sem ég sá. — Að göngunni lokinni setjumst við að kaffidrykkju. í tvo tíma hafði staðið yfir þessi ferð. Okkur vinkonu minni fannst, að við hefð-® um notið óumræðilegs unaðar. Jafnvel minn lamaði fótur hafði notið hvíldar. Það eykur á líkam'ega vellíðan ef sálin fær enduróm þess, sem hún í eðli sínu þráir. Við höfðum fundið lifið sjálft., livor við annarar hlið. Það er hæg- ara og eðlilegra að finna það á þennan hátt, lieldur en í hárreistum gleðisölum sem menn- irnir liafa reist. (Skrifað í ferðalok sama dag). ÞaS dregst a'S jólaeplin komi, það eru bara þrœtuepli, sem viS höjum alltaf nóg af. Drottning Blanka. Ég sneri mér til frú Júlíönu M. Jónsdóttur, Sólavallagötu 59, því Drottning Blanka er ein af vinsælustu fyrirmyndum, sem saumaðar eru í hannyrðaskóla hennar. — Hún kennir eingöngu listsaum (Kunstbrodering). Orðrétt eftir henni: „Ég tek listsauminn fram yfir alla aðra handa- vinnu kvenna, og ég kalla hannyrðagrein þá, bæði í gamni og fullri alvöru: drottningu allra hannyrða". Nemendur hennar fá þessa mynd, og hvaða mynd sem er, stækkaða og teiknaða á veggteppi. oorid kemur Já, þegar vorið kemur, og kallar djarft þig á að koma út í fjallsbrekkuna grœna, þá mundu það að Guð hefur gengið hljótt þar hjá, og gert hana svo dýrðlega og vœna. Þá sumarið er framundan með fuglasöng og blóm og fegurðina í allavega myndum. Og draumamir þá rœtast við fossins háa hljóm, um heiðrík kvöd, hjá tœrum fjallalindum. Svo þegar haustið kemur og kuldinn lœðist inn, þú kannske hefur á því litlar mœtur. — En ávallt mun þó hlýja þér endurminningin, sem áttu um JÓL og STJÖRNUBJARTAR nœtur. G. S. 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.