Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 13
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
AFDALABARN
Hljóðin í drengnum vöktu hana til meðvitundar um, að
þetta var ekki draumur, því ver. Hún hrökk saman og fékk
titring fyrir hjartað í hvert skipti, sem hann lét til sín heyra.
Drottinn minn! Var það kannske ekki nóg, að taka hana frá
okkur, þó við fengjum ekki ómaga til að sjá um. Ljósmóðirin
var hjá henni og hugsaði um barnið meðan verið var að smíða
kistuna, og koma móður þess í gröfina. Aldrei hafði þeim gömlu
hjónunum getað dottið í hug að mennirnir gætu verið eins
góðir og hjálpsamir og þeir reyndust þeim á þessum sorgar-
dögum þeirra. Allir voru hoðnir og húnir til að rétta hjálp-
arhönd. Fáir reyndust þó eins og hiin Sigríður á Hofi, hrepp-
stjórakonan. Hún saumaði Hkhjúpinn, og kom sjálf uppeftir,
alla þá löngu leið, þegar kistulagt var. Atti hún þó fimm
vikna gamla dóttur heima. Þórunn tók ástahréfið, sem komið
hafði um göngurnar, og lét það ofan á hrjóstið á likinu. Þar
hafði hún alltaf geymt það og lesið það á hverju kvöldi, og
kannske oftar. Þess vegna var sjálfsagt að það fylgdi henni
hlessuninni. Það kom engum öðrum við. Svo var lokið skrúfað
á kistuna, og henni ekið burtu, eftir að fólkið hafði þegið
kaffi sér til hressingar. Gamla konan stóð grátandi í hæjar-
dyrunum, þegar siðasta barnið hennar var flutt hurtu. Bara
að hún hefði mátt verða samferða. Hvað átti hún svo til að
lifa fyrir hér eftir. Þá heyrðist til ungbarnsins innan úr bað-
stofunni. Þórunn flýtti sér inn. Var hann kannske að minna
hana á, að hún þyrfti eitthvað að hugsa um hann, blessaðan
nvunaðarleysingjann? Elsku drengurinn minn, andvarpaði hún.
Bara að ég gæti gengíð þér í móður stað, en ég finn, að ég
get það ekki. Hún var orSin of stirðhent til að handleika svona
lítið barn, henni fórst óhönduglega að skipta á honum, og
hún grét aðeins og andavarpaði: Hvað eigum við að gera
með smábarn? Mér finnst ég ekki einu sinni geta snert á t
honum, hann er svo lítill. Það hefði verið betra að hann hefði
fengið að deyja með henni.
— Hann stækkar eins og önnur börn með timanum, sagði
maður hennar, hann hafði verið fáorður þennan tíma; en
aldrei talaS æSruorS. Þegar ljósmóSirin fór tók þó við það
erfiðasta. Þórunn gat ekki sofnað fyrr en eftir langan tima
i hvert sinn þegar þurfti að vakna til barnsins á nóttunni. Það
kom því stundum fyrir, að gamli maðurinn var að reyna að
hugsa um hann svo aS hún gæti sofið. Það gekk ekkert mjög
illa. Lítið bætti þaS, þegar Beta gamla, systir Þórunnar, kom
einn daginn kjagandi upp eftir. Þórunni þótti samt gott að fá
hana á heimilið. — Ég er nú búin að labba alla þessa leið,
bara til að sjá þig, og vita hvort ég gæti ekki eitthvað létt
undir með þér, blessuS manneskjan, sagSi hún þegar hún var
setzt niSur. — Já, ég segi nú ekki margt, þvílíkar fréttir, sem
ég fékk héSan, alveg finnst mér þetta óskaplegt, aS þiS fariS
að taka að ykkur barnið, komin á grafarbakkann. Hvernig
getur nokkur maður ætlast til þess. Ég segi nú fyrir mig,
að ég get nú tæplega verið í sömu baðstofu og ungbarn. —
Þú hefur nú líka komizt blessunarlega hjá því, sagði Hannes
gamli, dálítjð meinfýsinn, því að Beta var piparmey. — Bless-
uS reyndu aS stinga upp í strákinn, svo að hann þegi, sagSi
hún í hvert skipti, sem heyrSist í drengnum, og svo rausaSi
hún og barmaði sér fyrir hönd systur sinnar. — En hver er
faðir barnsins? Getur hann eða hans fólk ekki alveg eins
Iiugsað um það og þið. Það er víst jafnskylt honum? spurði
NÝTT KVENNABLAÐ f
hún svo allt í einu, upp úr öllum raunalestrinum. Þórunn
leit kvíðafull til Hannesar. Hún gat ekki svarað slíkum spurn-
ingum. Beta spurði aftur. Þá svaraði Hannes: — Ætli það
vilji margir viðurkenna frændsemi hans. Þær eru lokaðar
þær einu varir, sem gátu sannað það. •— Já, drottinn minn
sæll og góður. Hvað er nú að heyra þetta. Þarna er unga
fólkinu rétt lýst. Svona eru déskotans karlmennirnir, liggur
mér við að segja. — Mér heyrðist þú segja það, sagði Hannes
gamli hálf gramur. Beta var vandræða manneskja alltaf þegar
hún kom á hans heimili. Hann hefði helst kosið að vera laus við
heimsóknir hennar. Þórunn var síóánægð eftir hennar komur.
Hún var lítilsigld í verunni, og mótlætið og ástvinamissirinn
hafði gert hana ennþá veiklaðri, svo fjasið úr Betu féll í
frjósaman jarSveg. Daginn eftir var Hannes mikið úti við.
Þegar hann loksins kom, þóttist hann sjá, að eitthvað væri á
seiði, fyrir þeim systrunum. Hann heyrði Betu hvísla að Þór-
unni: — Láttu mig færa það í tal við hann, við skulum nú sjá
hvort hann tekur ekki sönsum. Hún settist beint á móti hon-
um, þar sem hann sat yfir Ijúffengri ketsúpu, og sló öðrum
hnefanum, krepptum ofan á hinn, meðan hún rausaði: —
Ég hef nú séð ráð, skal ég segja þér, Hannes, en þú verður
að hlusta á mig, og fara eftir því sem ég segi, og vera nú
einu sinni ráSþæginn. Þú verður að koma barninu í fóstur,
annað dugar ekki. Hún heldur það ekki út, að vaka yfir barn-
inu svona, hálfar og heilar næturnar. Það brá fyrir kergju-
svip á Hannesi — Mér finnst hann nú sofa lengst af, anginn
litli, svaraði hann þurrlega. — Sá gerir það nú, þetta er ó-
spektar angi, og verður líklega fullerfiður ykkur ef honum
vex fiskur um hrygg. Og svo allt þetta þvottavesen. Hún er
engin manneskja til þess, hún Þóunn, ofan á allt sitt dé-
skotans mæðubasl. Þú skalt nú bara fara og reyna við hana
Önnu á Læk, hún hefur stundum tekið krakka. Hún lætur
bjálfann sinn gæta að þeim þegar þau komast á fót. —
Bjálfann sinn, át Hannes eftir, hálfvitann, eða hvaS? Þau
geta víst fariS sér að voða fyrir þeirri fóstru. — Ellegar þá
hana Siggu í Króki, hún tók krakka í fyrra. Hún lætur þau
nú hara liggja og góla, og þeytir rokkinn. — Nú, það eru
aldrei staðir, sem þú telur upp, sagði Hannes þegar Beta var
búin að koma með margar tillögur, sem hún felldi þó að
mestu leyti sjálf, jafnharðan.
Þórunn lagði ekkert til málanna. Það hafði eins og svolítið
birt til í hugskoti hennar; þegar hún hugsaði til þess að losna
viS barnið, og heimilið yrði jafn þögult og það var áður.
— Ég get nú sagt þér það, sagði Hannes þó loksins er hann
komst að, — að ég hef aldrei hugsað mér að láta hann fara
héðan meðan viS lifum. María mín hefSi sjálfsagt ekki viljað
Mta hann flækjast, og líklega ekki trúað bðrum betur fyrir
honum en okkur. — O sei, sei, þú getur svo sem verið dig-
urmæltur, þú þarft ekki að hugsa um hann. En það get ég
sagt þér, að Þórunn þolir þetta ekki, það máttu vita. Þú
leggur hana í gröfina líka, með þessu hattalagi. Og nú
barði hnefinn svo vel útilátið högg, að small í. — Og ég
býst við að hún nái sér, sagði bóndi kæruleysislega. Hún hef-
ur heyrt til ungbarns fyrri. Ég hef hugsaS mér að útvega
henni hjálp, þó þaS hafi dregist vegna alls þessa umstangs,
og svo er nú stutt síSan yfirsetukonan fór. — ÞaS er nú sem
ég sjái, að þú fáir manneskju hér upp í afdali, og svo þarf
nú eitthvað að borga þeirri manneskju, sagði Beta. — Ég
býst nú við að það þyrfti líka eitthvað að gefa með barninu,
ef því væri komið í fóstur, svaraði hann, um leið og hann
gekk fram. Það er víst nær að fara að gefa kúnum, en aS
jagast viS kerlingarfjandann. Beta kinkaði kolli hughreystandi
framan í systur sína. — ViS skulum nú sjá, hvort hann reynir
ekki að' koma stráknum í dvól. Framhald.