Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.12.1946, Blaðsíða 14
Fuglinn er saumaður með löngum sporum í þrem litum, greinin græn. Takið hann á gagnsætt blað og síðan með kalkjörpappir á dúkinn, með löngu millibili, þannig, að út- saumurinn myndi stúran hring ofan ú borðplötunni. BRONSÚPA MEtí SVÖLUHREIÐRUM. iy2 i. kjötsoð, 40 gr. smjör, 40 gr. hveiti, 3 egg. Eggin eru soðin í 10 mín., hellt á þau köldu vatni og flysjuð, skorin langs eftir. Rauðan tekin varlega úr, því að hvítan þarf að vera heil. Rauðurnar síðan hræðrar, með 15 gr. af smjöri og örlitlu salti, þar til þær eru vel jafnar og kaldar. Þá er þeim velt á miili handanna, eða með smjörspöðum í litlar kúlur, lítið eitt aflangar, svo að þær líkist sem mest eggi. Kúlurnar eru síðan settar í hvíturnar með grænkáli á milli. Smjörið er brúnað, hveitið látið saman við og þynnt út ineð soðinu. Sósulitur og salt lútið í, ef þarf. Súpunni ausið á diska og eitt egg eða hreiður sett á hvern disk. FY'LLT LÆRI. 1 dilkslæri, salt, pipar, 75 gr. smjörlíki, 20 gr. sveskjur, 1 nýtt epli eða ögn af þurrkuðum. Lærið hreinsað. Beinið tekið úr niður við leggjarlið. Hæk- illinn höggvinn af. Hinn hluti leggjarins er skilinn eftir til þess að vöðvarnir skreppi ekki saman við suðuna. Steinarnir teknir úr sveskjunum, sem legið hafa í bleyti yfir nótt og þær settar í lærið ásamt eplunum. Lærið vafið, nuddað upp úr salti og pipar, sett í smurða skúffu og smjörbitar settir ofan ú. Steikt þar til það er brúnt að ofan, þá er heitu vatni hellt yfir. Soðið 1—U/2 klst. Ausið yfir steikina öðru hvoru. Þegar kjötið er soðið er búin til uppbökuð sósa. Brúnaðar eða soðnar kartöflur bornar með. VANILLUÍS. y2 1. rjómi, 75 gr. sykur, 2 tsk. vanilludropar, 3 egg. Eggin aðskilin, sykurinn og rauðurnar hrært saman, þar 12 til sykurinn er bráðnaður. Rjóminn þeyttur, hvíturnar þeyttar. Þessu er öllu hrært varlega saman og vanilludroparnir settir í. Hellt í sykristráðan form og fryst. Ef ekki er til ísskúpur á heimilinu, mú frysta ísinn úti í snjó. Búðingurinn er þá látinn í sykristrúðan form, með góðu loki og smjörpappír á milli. Hola er gerð í snjóinn, nokkuð stærri en formið. Tveir—þrír bollar af salti eru settir í holuna, síðan er formið sett ofan í. Þú sett lag af hvoru, snjó og salti kringum formið og þjappað vel að. Snjór settur yfir, en ekki salt. Þarf að vera í 4—5 tíma í snjónum og snjó þjappað að öðru hverju. Islenzka jólamatinn, hangikjöt og laufabrauð, md þó sizt vanta á jólunum. HVERS VEGNA GIFTIST KONAN YFIRLEITT? Af því ég er vinnukona, eins og spyrjandinn, ætla ég að skrifa niður tilsvör, sem ég hef íengið við spurningunni: 1. Til að hvíla mig ú vinnumennskunni. — 2. Til að komast heimanað. — 3. Til að eignast heimili. — 4. Mér þótti til- gagnslaust að snúast alltaf um sjálfa mig. — 5. Til að forð- ast skömm, eða breiða yfir hana. — 6. Við giftumst til að tryggja okkur hvert annað. i Englahersveitirnar yjir Bctlehemsvöllum voru vœngjaöur ver- ur. En fjárhirSarnir ekki. Fyrir jólin er allt, sem viS gcrum, unniS í eftirvœntingu. ViS hlökkum til. Mætti ekki tákna þetta meS vœngjum? Þetta er áttunda og síðasta tölublað 7. árgangs. — NYTT KVENNABLAÐ þakkar kaupendum sínum, víðsvegar, og öll- um stuðningsmönnum liðveizluna ú úrinu, og árnar þeim góðs komandi árs. NÝTT KVENNBLAÐ, Fjölnisveg 7, Reykjavík, sími 2740. NYTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.