Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.07.2009, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS Frá leikstjóranum Michael Bay ásamt stórleikurunum Shia LaBeouf, John Torturo og kynþokkafyllstu leikkonu heims Megan Fox „STÆRRI, FYNDNARI, FLOTTARI ... EF ÞÚ FÍLAÐIR FYRSTU MYNDINA, ÞÁ ÁTTU EFTIR AÐ DÝRKA ÞESSA!“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! „KRAFTMIKIL ADRENALÍNSPRAUTA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA.” „RÚSSÍBANAMYND SUMARSINS ...” S.V. SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK á allar 3D sýningar merktar með grænu850 krrSPARBÍÓ HHH „Þessi spræka og fjölskylduvæna bandaríska teikni- mynd er sú þriðja í röðinni og sú besta þeirra“ - Ó.H.T. , Rás 2 „Þetta er góð skemmtun með góð skilaboð og hentar ungum sem öldnum” - Ó.H. T., Rás 2 ATH: FYRSTA SÝNING ER KL. 13:30 Í ÁLFABAKKA / ÁLFABAKKA / KRINGLUNNI TRANSFORMERS 2 kl. 1D - 4D - 7D - 10D POWERS. KL. 10 10 DIGITAL THE HANGOVER kl. 2 - 4 - 6D - 7 - 8D - 9:10- 10:20D 12 DIGITAL CORALINE 3D m. ísl. tali kl. 23D - 43D L 3D DIGTAL TRANSFORMERS 2 kl. 2 - 5:30 - 8D - 11D - Powersýning kl. 11 10 DIGTAL THE HANGOVER LÚXUS VIP kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 TRANSFORMERS 2 kl. 8 - 11 - Powersýning kl. 11 LÚXUS VIP STAR TREK XI kl. 10:20 10 ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L STÍGV. KÖTTURINN m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 L ÍSÖLD 3 m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 L HANNAH MONTANA kl. 5:50 L THE HANGOVER kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 8:10 - 8:30 - 10:20 - 10:30 - 11 12 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FJÖLMARGAR hreyfimyndir um efnahagshamfarirnar hér á landi og meðfylgjandi Búsáhaldabyltingu eru í bígerð. Höfundar eru erlendir sem innlendir og einn þeirra er Helgi Felixson, þrautreyndur heim- ildamyndargerðarmaður, en hann hefur verið búsettur í Svíþjóð síð- ustu þrjá áratugi. Við vöknum og opnum augun „Ég var staddur á Íslandi fyrir tilviljun þegar Geir (Haarde) hélt sína frægu ræðu,“ rifjar Helgi upp. „Maður fann eins og aðrir að það var eitthvað mikið að fara að ger- ast. Og ég gat eiginlega ekki annað en gert þessa mynd. Það varð að gera þessu skil, og þetta er nú einu sinni mitt fag.“ Helgi segir ekki skrítið að fleiri myndir séu í vinnslu, þegar svona sögulegir viðburðir eigi sér stað fari allt af stað. „Það eru allir með hugann við þetta og viðbúið að til yrði fjöldi sjónvarpsþátta, kvik- mynda og bóka út frá alls konar sjónarhornum. Þegar samfélag hrynur verða hversdagslegustu hlutir dramatískir, við vöknum og opnum augun. Fólk neglist í núið.“ Helgi segist hafa nálgast þetta eins og þetta birtist honum og „venjulegt“ fólk hafi skapað hand- ritið. „Það gefur þessu öllu skýra mynd, hvernig fólk er að upplifa þetta allt saman. Það snerti mig djúpt að sjá þær kollsteypur sem líf fólks hefur tekið. Í raun er þetta eins og harmsaga fjölskyldu, því að samfélagið er svo lítið. Það tengjast allir.“ Helgi segir kímileitur að eitthvað sé þó um óvenjulegt fólk líka. „Það eru einhverjir talnafræð- ingar þarna og útrásarvíkingar. En ekki mikið. Og svo er þetta auðvit- að venjulegt fólk líka.“ Í öndvegi í þýsku sjónvarpi Helgi segist prísa sig sælan með að vera búsettur í Svíþjóð og segist efast stórlega um að hann gæti búið á Íslandi við núverandi aðstæður. „Fólk á Íslandi er orðið að ein- hverju leyti samdauna ruglinu. Ég hef fjarlægðina, glöggt er gests augað og allt það. En hef um leið djúpar rætur á Íslandi og sterk tengsl.“ Myndinni verður dreift um öll Norðurlönd og víðar. Helgi fram- leiðir í gegnum fyrirtæki sitt, Fel- ixFilm, en svo koma þýsku sjón- varpsstöðvarnar NDR og Arte að framleiðslunni og myndin verður sýnd þar í haust þegar heilt kvöld verður lagt að fullu undir umfjöllun um hrunið. Heimildarmyndin verð- ur þar í öndvegi. Bensínlaus en með árar Helgi tók upp efni í tíu lotum, frá ræðunni örlagaríku og fram að kosningum. Hann segir það ekki hafa verið erfitt að vinna myndina, en vinnan hafi hins vegar verið mikil. „Myndin kom þannig séð öll upp í hendurnar á mér. Ég sá bara um að beina efninu í farveg.“ Helgi upplýsir blaðamann í lok viðtals um að hann hafi verið á bensínlausum bát úti á miðju vatni þegar spjallið varði. „En ég er með árar hérna til að róa í land. Er þetta ekki svolítið táknrænt, með tilliti til þess sem við höfum verið að ræða?!“ segir hann og getur ekki annað en skellt upp úr. „Þetta kom allt upp í hendurnar á mér“  Fyrsta myndin í fullri lengd um íslenska efnahagshrunið verður sýnd 6. október, ári eftir hrun  „Ég gat eiginlega ekki annað en gert þessa mynd,“ segir höfundurinn, Helgi Felixson Kollsteypur „Það snerti mig djúpt að sjá þær kollsteypur sem líf fólks hefur tekið,“ segir Helgi Felixson, höfundur Guð blessi Ísland. Myndin verður frumsýnd hér á landi 6. október. Það er Græna ljósið sem stendur að sýningunni. Stiklur úr myndinni má sjá á youtube.com/GraenaLjosid.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.