Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Blaðsíða 4
) Skúldkonnn Viffdís frá Fitjum, á áð- ur kvæði í blaðinu; höf. framhalds- sögunnur Villtir fuglar. Skáldkonan Margrét Jónsdóttir á kvæði ok marfft annað í blaðinu; m. a. höf. framhaldssÖKunnar Flótti. Gunnliórunn Halldórsdóttir, leikkona. Afrek hafa konur vissulega sýnt á náms-íþrótta-listasviði og bókmennta, en móðirin unga „vegur upp björg á sinn veika arm.“ Þolir vökur og áhyggjur. Hennar þætti má enginn gleyma. Hún fékk ekki húsaskjól eða gist- ingu á gistihúsi forðum austur í Betle- hem. Hún fær enn ekki það rúm í þjóð- lífinu, sem henni ber. Stjórnmálin fjalla um annað meira en bæta hennar aðstæður og litla harnsins hennar, þó peningalega hafi rætzt úr, það ekki nóg, ef húsrúm, hjúkrun og hjálp vantar í nauð. Ennþá heyrist hún í angist og stríði hrópa: „Eilífi guðssonur hjálpaðu mér.“ Samtök ísl. kvenna í tilefni af fengnurn kosningar- rétti, voru þau að safna fé til spítalabyggingar, þær höfðu trú á læknunum að bjarga hinum sjúku, og sú þrá lá dýpst í sál þeirra að hjálpa. Enn vantar sjúkra- húsrúm og sængurföt, svo viðhlítandi sé. Teppin á sjúkrahúsunum eru ekki hlý. Heilbrigðir vefja sig í dúnsængur, því skyldum við ekki kappkosta að sjúkl- ingarnir njóti þeirra einu gæða á móts við heilbrigða, sem auðnan annars leyfir þeim. Því ekki að halda áfram að safna fé til hjálpar sjúklingum, í tilefni af fengnu jafnrétti. 19. júní eigum við að helga því kæra máli. Umhyggj- an fyrir hinum sjúku var á heimilunum og er enn á heimilunum, þó sjúklingurinn fari á spítala, okkur er Ijúft að leggja fram hjálparhönd á okkar sameigin- lega heiðursdegi. Þó Kvenréttindafélagið hafi efnt til „kaffikvölds fyr- Skáldkonan lngveldur Einarsdóttir. ir félagskonur og gesti þeirra 19. júní, og útvarpsdagskráin hafi minnzt Kvennadagsins er þetta hvorttveggja ekki nógu almenn þátttaka. Eftir nýaf- staðinn gleðidag, Þjóðhátíðardaginn, 17. júní, á einkar vel við að beina hug- anum til hinna rúmliggjandi næsta há- tíðisdag. Og við konurnar, sem höfum haft aðhlynninguna á hendi, vitum öll- um öðrum hetur, að sjúklingarnir þurfa betri aðhlynningu. Fórnum 19. júní til fjáröflunar fyrir sjúkramálin. Stuðlum þannig að heilsubót og heilbrigði. Hættum að syngja: „Komdu sæll, þegar þú vilt.“ Tökum heldur undir með klerkinum, sem þrumaði yfir okkur á Nýársdag: „Á- fram með sólinni.“ Ilún er gæfuhnoðinn. Áfram með hækkandi sól! Gleðilegt ár! Guðbjörng Jónsdóltir, Broddanesi, hinn vinsæli höf- undur, hefur skrifað tvær framhaldssögur í Nýtt kvennablað, fyrir nokkrum órum: Herborg á Heiði og Svalviðri. ísafoldarprentsmiðja gaf þær út í haust á 80 ára afmæli höfundarins. Hittum við þá aftur gamla vini og óskum frú Guðbjörgu á Broddapesi, til hamingju í tilefni af afmælinu og útgáfunni. 2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.