Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Síða 5

Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Síða 5
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Löngumýri, Skagafirði: Ávarp til nemenda húsmæðraskólans á Löngumýri við síðustu skólasetningu Infi-ibjörtf Jóhannsdóttir, skólastjó Góðir væntanlegir neniendur! Fyrir hönd okkar kennara húsmæðraskólans á Löngu- mýri býð ég ykkur innilega velkomnar hingað. Ég óska þess, að dvöl ykkar hér á þessu skólaheimili megi á all- an hátt verða ykkur til blessunar og að þið megið jafnan síðar á lífsleiðinni minnast þess staðar með hlý- hug og þakklæti. Allir menn, sem komnir eru lil vits og ára munu eiga það sameiginlegt að hafa átt kost á því að kynnast tveimur eða fleiri kynslóðum með allmisjöfnum sjón- armiðum og lífsreynslu. Það er jafnan talið til ein- kenna eldri kynslóðarinnar, að hún vilji gjarnan vita skil á mönnum, er hún hittir á lífsleiðinni. — Vita hver maðurinn er, — hverra manna hann sé og hvert för hans sé heitið. Ef ég nú á þessari stund væri spurð um hverjir ég héldi að þið væruð, góðir væntanlegir nemendur og hvaðan ég áliti, að þið kæmuð mundi ég svara eitthvað á þá leið, að þið væruð ungir og óreyndir ferðamenn, sem ég væri sannfærð um að kæmu frá góðum foreldr- um eða öðrum góðum vinum, sem vildu ykkur allt hið bezta, — óskuðu þess af heilum hug að J)ið mættuð verð’a aðnjótandi sannrar lífshamingju, að það væri jafnan hægt að segja, að það væru góðir og nýtir þjóð- félagsþegnar á ferð þar sem þið væruð, er sýndu að hefðu orðið fyrir góðum, og hollum uppeldisáhrifum í bernsku og á unglingsárum. Eg tel víst að útþrá unglingsáranna sé eign vkkar. Ég vona að í brjóstum ykkar búi slerk þrá eftir því að leita ykkur að andlegri þroskun og aukinni starfs- hæfni í verklegum greinum. Ég vona það og reyndar veit það, að það er einmitt þessi þrá — vaxtarþráin, sem hefur horið ykkur á vængjum sínum hingað, inn- fyrir þessa skólaveggi, og vona ég og hið þess af heil'- um hug, að þið verðið ekki fyrir neinum vonbrigðum hér. Við munum allar liafa lesið urmul af ævintýrum um unga menn og ungar stúlkur, er lögð’u af stað úr föðurgarði með misjafnlega mikinn farareyri, í leit eftir einhverju hamingjuhnossi, sem ef til vill gat stundum breytt gömlu og fátæklegu hreysi í dýrlega höll, eða ólögulegum umskipting í fagra konungsdótt- ur eða fallegan konungsson, éða eitthvað því um líkt. En við, sem ævintýrin höfum lesið, munum það líka að lífshamingja gat ekki síður fallið fátæka manninum í skaut, sem lítið bar í malnum sínum, en hinum sem lagði af stað úr föðurgarði með nægu nesti og nýjum skóm. Þið eruö allar að leggja af stað í langferð. Þegar vinir okkar leggja af stað í ferðalag erum við vön að óska þeim fararheilla. Ykkur væntanl. vinir mínir óska ég þess hins sama. Hafið það hugfast að hollasta veganestið til þeirrar ferðar sem hér er um að ræða er fólgið inni í ykkar eigin sálum. Það er inni í sálinni sem góðu eiginleikarnir húa, sem gera ungviðið að góðum og sterkum manni, sem jafnan er foreldrum sínum og æskuheimili til sóma. Við skulum minnast þess, að í ævintýrunum hlaut enginn hamingjuhnossið, sem ekki vildi hlusta með at- hygli á hinar góðu og aðvarandi raddir samvizkunnar eða laka fullt tillit til annarra manna með nærgætni og skilningi. Þessi ályktun ævintýrahöfundanna er rétl. Það er ævintýri lífsins sem alltaf er að endurtaka sig. Við skulurn því muna það kennarar og nemendur að góður námsárangur næst ekki nema hinum góðu röddum samvizkunnar sé hlýtt og að þrautseigja og þol- inmæði sé með í förinni og fullkomin nærgætni og skilningur gagnvart þeim sem maður umgengst. Ef við leggjunt út á braut liins væntanlega námstíma með því hugarfari er það voli mín, að gæfuhnoðið muni renna á undan okkur á veginum og vísa okkur á heppi- legustu leiðir að hverju takmarki. Biðjum hann, sem fær var um að stilla hinar æstu öldur Genesaretsvatnsins forðum daga að sitja við ■stjórn á lífsfari okkar á þessu skólaári og ævinlega. Biðjum hann að gefa okkur vit og vilja til þess að reyna að þroska hina góðu eiginleika sem blunda í sálum okkar. Biðjum hann að gefa okkur skilning á því að mesta NÝTT KVF.NNABLAÐ 3

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.