Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Blaðsíða 6
Gublaug Narfadóttir: lír gömlum minnisblöðum Guðlaug Naríadóttir. Það er gaman aS vera ungur, aS minnsta kosti fannst mér það, þar sem ég stóð á þilfarinu á gamla „Seris" með vaSsekk' og koffort og var að leggja af stað norður í land í kaupavinnu, enda var þetta ekk- ert smáræSisferSalag í þá daga. Veðrið var líka dá- samlega fagurt og skipið speglaði sig í haffletinum, þegar það, laust eftir hádegi þennan fagra júlídag, skreíð út úr Reykjavíkurhöfn. Þegar skipið var komið út fyrir eyjar, fór ég að líta eftir klefa á öðru farrými, en farseðill minn hljóðaði upp á rúm þar. Það voru fáir farþegar með skipinu og ekki nema tvær stúlkur auk mín á öðru farrými. Ung stúlka frá ísafirði að koma af Kvennaskólanum í Reykjavík, óvenjuleg, glæsileg stúlka, há og grönn, Ijóshærð með langar flétt ur og blá góðlátleg augu, og svo kvenmaður, sem ekki var gott að gizka á, hve gömul var. Þetta var fremur ólöguleg kona, notaði mikið af fegrunarmeðulum, hún kallaði sig frú Pick, og sagði okkur strax að hún gæti komið okkur í ágæt sambönd á skipinu, sem við af þökk- uðum, þó við gerðum ekki betur en svo aS skilja, hvað og sannasta Iífshamingja okkar mannanna er fólgin í því að öðlast til varanlegrar eignar hinn skínandi, bjarta, sjálflýsandi þráð, sem kemur ofan frá, — þráð Guðstrúarinnar og lífsgleðinnar. Sá þráður mun reyn- ast haldbeztur og hlýjastur í upj)istöðu í klæði okkar mannanna, •— í skjólklæði okkar, til varnar gegn hin- um köldu og nöpru næðingum veraldarinnar. Megi andi sannrar lífsgleði sitja aS völdum meSal okkar, —¦ andi sannrar og hreinnar gleði, er vill ekki vamm sitt vita á nokkurn hátt. Þá mun þessi námstími, sem nú er að hefjast, verSa sem björt og fögur stjarna á himni endurminninga okkar síðar meir, sem fær verður um að senda frá sér geisla inn á framtíðarland okkar. Segi ég svo hér með skólann settan og bið GuS að blessa okkur öll. hún ætti við. En þetta varð til þess aS við Magga, eins og stúlkan af ísafirði bað mig að kalla sig, héldum hópinn. Á fyrsta farrými var eitthvað af farþegum, en sérstaklega tók ég eftir miðaldra manni, myndarleg- um, sem mér fannst svo hlýlegur og aðlaðandi. Magga sagði mér að þetta væri kennari sinn, Jón Jónsson að nafni og hældi honum á hvert reipi. Jón vék líka kunn- uglega að Möggu á leiðinni og þar sem við vorum alltaf saman, varð það til þess að við Jón urðum mál- kunnug. Við Magga vorum þó oftast einar, enda hvarf frú Pick og sást ekki fyrr en við komum fyrir mynni Pat- reksfjarðar. Skipstjórinn á skipinu treysti sér ekki inn fjörðinn fyrir þoku og þar sem við Iágum, heyrðum við allt í einu skotið út úr þokunni. ÞaS var uppi fót- ur og fit, enda var þetta á fyrri heimsstyrjaldarárun- um, þetta hlaut að vera herskip, en hvort var það enskt eða þýzkt, sú spurning var efst í huga okkar allra, en brált kom bátur í augsýn, sem reyndist vera frá ensku beitiskipi. Þrír foringjar gengu upp á skipið og skoðuðu skipsskjölin. Við farþegarnir höfðum hóp- ast við borðstokkinn og horfðum undrandi á aðkomu- menn. Allt í einu tókum við eftir því, að þeir horfðu í hópinn og skellihlógu, en það var frú Pick, sem vakti kátínu þeirra. Þarna stóS hún á nærklæðunum einum, eins og fuglahræða, talsvert drukkin, og sendi koss á fingrum sér til bátverja. Einhver dró frúna frá borð- stokknum, en hún fullyrti aS þarna væri gamall kær- asti sinn og létum viS svo vera. Loks yfirgáfu foringj- arnir skipið og létti öllum farþegum. Á áttunda degi komum viS loks í höfn í þorpi einu á NorSurlandi, þar sem ég ætlaSi af skipinu. Ég fór að hugsa um, hvort allt væri eins og ráð var fyrir gert, hvort Guðrún, dóttir væntanlegra húsbænda minna, kæmi að taka á móti mér, en það var hún, sem ég kynntist veturinn áð- ur, og réði mig í kaupavinnuna. Ég fór að tína saman pjönkur mínar og beið þess, að bátur kæmi út að skip- inu og tæki farþega og póst. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.