Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Blaðsíða 7
— ÆtliS þér hér í land, var sagt viS hliSina á mér, þaS var Jón kennari. — Já, svaraði ég. — Við verðum þá samferða; hér er ég kominn á æskustöSvarnar, og hann tók að sýna mér ýmis örnefni í þorpinu. Báturinn lagSist aS skip- inu og Jón hjálpaSi mér meS dót mitt niSur í bátinn, það var auðséð að þorpsbúar þekktu Jón að öllu góSu, svo innilegar voru kveSjur hans og gömlu mannanna, sem á bátnum voru. Veðrið var dásamlega fagurt og þegar við stigum á land stakk Jón upp á því, að ég gengi með sér út fjöruna, að stórum steini, þar sem hann hafði leikið sér lítill drengur. Mennirnir, sem með bátinn voru, fóru með farangur okkar upp á gisti- hús. ViS gengum hliS viS hliS út fjöruna. Jón talaði í sífellu og ég hafði þaS á meSvitundinni, að hann væi i búinn aS gleyma mér. Æskuminningarnar komu hver af annarri bundnar viS hvert leiti og hvern stein — allt í einu steinþagnaSi Jón og snarstanzaSi. Mér var litið fram fyrir mig á stóra steininn, sem viS vorum nærri því komin aS, bak viS steininn í fjörunni sat kona og horfSi út á sjóinn. Hún var tötralega klædd og ótal rúnir, þjáninga, voru ristar á andlitiS, sem auðsjáan- lega hafði einu sinni veriS frítt. Mér var IitiS framan í Jón, hann stóð þarna náfölur eitt andartak, svo snéri hann á hæl og gekk í áttina til gistihússins. Hann stamaði fram nokkrum afsökunarorðum, en var annars þögull og gerbreyttur. Hann kvaðst ekki mega vera að eyða tímanum svona, og líklega væri beSiS eftir okkur báðum. Þegar á gistihúsiS kom var enginn kominn til aS sækja mig og ákvað ég þá að skoða mig um eins og ég gæti. Fyrst gekk ég upp brekkuna aS smiSju, sem ég sá þar og gægSist forvitnislega inn um dyrnar. Smiðurinn, gamall maður og góðlegur með mikið grátt skegg, hætti að berja járnið, þegar ég kom að dyrunum. Ég heilsaSi, hann tók kveSju minni vel og spurði, hvort ég hefði komið með skipinu og hvert ferðinni væri heitiS. Ég leysti úr spurningunum og þegar hann heyrði hvert ég ætlaSi varð hann glaður við. Þetta var hans vinafólk og sjálfsagt að greiða götu mína eins og hægt væri, og ef ég þyrfti aS gista skyldi ég koma heim til hans, og hann benti mér á húsið þar, sem hann bjó. Eg þakkaði fyrir, en sagðist ætla að skoða mig betur um. Eg gekk innar í þorpið, lítill og hrörlegur kofi stóð sér, dálítinn spöl frá öðrum híisum, sem flest voru smá. Rétt hjá kofanum rann lækur, mér var heitt og ég var þyrst, ég gekk því að læknum og hugSist aS fá mér aS drekka. Sá ég þá konu koma út úr kofanum og ganga til mín. Þekki ég aS þar var komin konan, sem mér virtist Jóni verða svo mikiS um aS sjá, fyrr um daginn. — Komdu sæl, geturðu lánað mér eitthvert NÝTT KVENNABLAÐ ilát, svo ég geti fengið mér aS drekka, sagði ég, en varla hafði ég sleppt orðinu, þegar ég sá að þessi kona mundi vera geðbiluð. Hún starði á mig andartak, svo tók hún til máls. og það var eins og röddin væri nærri brostin. — Komstu með skipinu? spurði hún. Já, svaraSi ég. Ég átti von á manni meS skipinu, frá útlöndum, ég sá þig meS honum. — ÞaS getur ekki veriS, svaraSi ég. Ég endurnýjaSi bón mína um ílát til aS drekka úr. Konan fór og kom út aftur með skál, sem hún þvoSi vandlega úr læknum ,fyllti af vatni og bauS mér aS drekka. — Þér er óhætt aS drekka þetta, ég gef engum eit- ur, mér var gefiS eitur, þessvegna er ég svona. Ég flýtti mér aS drekka, en hún vildi ekki láta mig fara strax, og áður en ég kvaddi hana ,gaf ég henni tvær krónur fyrir svaladrykkinn. Hún horfði ýmist á mig eða aur- ana og allt í einu beigði hún af og tárin runnu niður hrukkótta vangana og með sinni hásu sérkennilegu rödd, bað hún guð að blessa mig. Ég varð að lofa henni því aS koma við hjá henni, þegar ég kæmi aftur úr kaupavinnunni. Ég flýtti mér heim á gistihúsið. GuS- rún vinkona mín var þar komin meS þrjá til reiSar aS sækja mig. Við bjuggum upp á hestana í snatri. Jón var líka að leggja af stað út í sveit, þó í aðra átt. Mér fannst hann hafa elzt mikið. Raunasvipur var á and- litinu og gleðihreimurinn var horfinn úr röddinni. Við drukkum saman kaffið, þökkuðum hvort öðru fyrir samveruna og við stöllur settumst á hestana og þeystum ¦ af stað. Við áttum nokkuð langa leið fyrir höndum og það var tekið að kvölda. Náttþokan huldi jörðina og bæirnir voru eins og þúfur upp úr þokunni. Við hægðum ferðina þegar við vorum komnar góðan spöl upp úr þorpinu og þá fyrst gátum við fariS að spjalla saman. Eilt af því fyrsta, sem Guðrún spurði mig um var, hver hann .hefði veriS þessi myndarlegi maSur, sem ég hafði kvatt svo vinalega. Ég sagði henni sem var. Guðrún varð skrítinn á svipinn. — Jæja, svo þetta er Jón kennari. Hann hefur mig alltaf langað til að sjá, ég hef aldrei séð hann fyrr, en því meir heyrt hans getið. Hann á sína sögu eins og fleiri. Ég baS GuSrúnu að segja mér viS hvað hún ætti meS þessum orðum, og hún svaraði mér blátt á- fram: — Ég get svo sem vel sagt þér hvað ég á við. Jón ólst hér upp í þorpinu hjá læknishjónunum, þau tóku hann munaðarlausan. Hann var mesti efnispilt- ur og öllum þótti vænt um hann. Eitt haust kom ung stúlka á heimilið, ættuð hér úr sveitinni. Hún var elzt margra systkina og það mun hafa verið fátæktin, sem rak foreldrana til að láta hana í vist. Sólveig var fall- eg stúlka, elskuleg í framkomu og myndarleg í verk- um sínum. Húsbændum hennar féll vel við hana og

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.