Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Page 8

Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Page 8
þegar þau skömmu seinna fluttu til Reykjavíkur, fór hún með þeim. Jón og Sólveig felldu hugi saman. En fóstra hans, sem var skaphörð og dramblát, hefur sennilega ætlað fóstursyninum betra gjaforð, og þegar hún komst að samdrætti þeirra varð hún alveg æf. Jón var sendur með fyrstu ferð til Danmerkur og var reynt að sjá svo um, að hann gæli ekki kvatt Sólveigu, þó mun hann hafa getað kvatt hana og lofað að reynast henni trúr. Það segir fátt af því, sem gerðist eftir að Jón fór, en röskum mánuði seinna, sáu menn hér í sveit, tvo menn koma ríðandi, á þriðja hestinum var bundinn kvenmaður. Þetta var Sólveig. Svona var hún færð foreldrum sínum, hún var orðin brjáluð. Það þarf ekki að gefa neinar skýringar hvað hefur komið fyrir, þegar fátæklingarnir eiga í hlut, enda var Sól- veigu sleppt við túngarðinn og hafa fylgdarmenn víst ekki þótzt þurfa að fara lengra. Hún var blá og marin og særð undan böndum, um meðferð á henni veit guð einn, en hún hefur aldrei fengið lieilsu. Framan af var hún óð, en nú orðin hæg og stillt, en alltaf er hún að bíða eftir manninum frá útlöndum. Margar sögur voru á lofti, hvernig Sólveig hefði farið svona. Flestir héldu, að hún hefði tekið sér svo nærri aðskilnaðinn, en verri grunsemdir lágu í loftinu. Og þegar þýzkur læknir, mörgum árum seinna, var á ferð og var fenginn til að líta á Sólveigu í einu kastinu, sagði hann hik- laust, að brjálæðið væri eiturverkanir. Það er mælt að Jón hafi tekið sér mjög nærri veikindi Sólveigar, þegar liann frétti um þau. En Sólveig auminginn er ein í kofaræskni hér í þorpinu og lítur gömul kona eflir henni. Hverl skij)ti, sem skip kemur sezt hún á sama stað í fjörunni og segist vonast eftir manni með skip- inu. Guðrún þagnaði og við riðum hljóðar um stund. Eg vissi nú hvers vegna Jóni brá svo mikið, þegar hann sá konuna hjá steininum. Við riðum í hlaðið á.heimili Guðrúnar, sprettum af hestunum og gengum í bæinn. Ég fann strax, að hér mundi ég una mér og reyndist j)að rétt. Sumarið var gott og heimilið ágætt. Um haust- ið, þegar ég kom aftur út í j)orpið var Sólveig dáin, hún fannst örend undir stóra steininum í fjörunni, og var nýbúið að jarða hana. ílg gekk upp í kirkjugarð. í einu horninu var nýorpið leiði. Ég fann mér tinkrús, fyllti hana af vatni, tíndi fáein blóm og lét í krúsina. Þetta lét ég á leiði Sólveigar, það var fátæklegt, en það voru þó einu blómin, sem á leiðið hafði verið látin Um haustið, eftir að ég kom suður hitti ég Jón kenn- ara við og við. Við töluðum alltaf nokkur orð saman og svona liðu mörg ár. Ég fluttist burtu og vissi ekk- ert um Jón, og í huga mínum fyrntist yfir þessa at- burði. En fyrir nokkru dreymdi mig draum. Ég þóttist

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.