Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Qupperneq 12

Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Qupperneq 12
MABGKÉT JÓNSDÓTTIR: FLÓTTI N Ý FRAMHALDSSAGA Framh. Hann hafði gengið eftir henni með grasið í skónum. Nú skildi hún — og hafði reyndar skilið það fyrir löngu, að BJörn var óh'kt meiri maður en Þorsteinn .En þó hafði hún tregað hann. svo óendanlega sárt — og ekki getað orðið hón- um afhuga. Um þessax mundir var Eva horfin af vettvanginum og farin til útlanda. Ingigerður hafði frétt, að hún væri þar i hús- stjórnarskóla, og síðar var sagt, að hún væri komin á eitthvert ríkismannsheimili — stofustúlka, eða eitthvað þess liáttar. Síðan vissi hún ekki, hvað henni leið — en hún hataði hana jnnilega — og vonaði, að hún þyrfti aldrei framar að mæta henni á lífsleiðinni. Það fór svo, að Ingigerður iét undan þrábeiðni Björns og’ giftust þau siðan. Reyndist Björn hinn nýtasti inaður í hví- vetna. Iíann sneri sér að verzlunarstörfum og komst vel áfram, sem kallað er. — Faðir hans hafði verið allvel efnum búinn og látið honum eftir talsverðan arf. Það var því hægara fyrir hann að koma fótum undir sig. Þau Ingigerður og Björn eignuðust brátt snoturt heimili, og allt gekk sæmilega. Það skorti aðeins á, að hún var manni sínum lítt unnandi en hélt áfram að syrgja annan mann. Hún vissi það ná vel, að þetta hafði verið ímyndun ein. En hún uppgötvaði það aðeins helzt til seina. Þeim hjónum varð heldur eigi barna auðið — og skyggði það á, einkum virtist Björn þrá það mjög að eignast afkvæmi. Ilann var konu sinni góður og umhyggjusamur og unni henni hugástum, að minnsta kosti fyrstu árin. Þau ferðuðust til útlanda, áttu fallegt hús og snoturt innbú, og allt sýndist leika í lyndi að ytra útliti. Og smátt og smátt breyttist einnig viðhorf Ingigerðar til bónda síns. Hún skildi, að hann var mannkostamaður, mesti dugnaðar- og framfaramaður og mikils metinn af öllum, sem komust í kynni við liann. Hún fann og viðurkenndi með sjálfri sér, að hún var vel gift og hafði komizt í góða stöðu. Tíminn græddi smám saman sárið, er hún hlaut forðum á leiðinni til hins forna, fraiga þingstaðar. Ifún var nú farin að óska þess heitt og innilega, að eign- ast barn, lielzt dreng. Það mundi gleðja Björn svo óumræði- lega — og þá hefði hún einnig meira til þess að lifa fyrir og annast um. Og svo eitt vorið, er þau höfðu verið gift í tæplega sex ár, virtist óskin ætla að rætast. Ingigerður trúði því tæpast, fyrst í stað. En svo hafði hún tal af lækni og fékk að vita vissu sína. Nú beið hún aðeins eftir tækifæri, sem væri nógu hentugt, til þess að segja Birni gleðitíðindin. Satt að segja kom hún sér varla til þess. Þá dundi reiðarslagið yfir. Ingigerður var alveg grandalaus. Hún hafði ekki orðið vör við neitt óvenjulegt í fari Björns, ekki heldur hafði hún veitt því eftirtekt, að hann væri meira fjarverandi frá heimili gínu en endranær. Hann tók allmikinn þátt í félagslífi og ýmsum op- inberum málum, og hún hafði ávallt látið það afskiptalaust. Verulegt ástríki hafði heldur ekki verið með þeim hjónum — ekki frá hennar hálfu. Ifún hafði verið fálát við mann sinn framan af, innt eiginkonu skyldur sínar gleðilítið, hugsað vel um heimilið og ekki átt marga kunningja. Lífið hafði gengið sinn venjulega gang, og smám saman hafði vaninn fellt allt i skorður. — Og hina veiku og viðkvæmu spíru ástarinnar, sem á síðustu árunum hafði skotið rótum í hjarta Ingigerðar, hafði hún dulið vandlega og ekki rætt um við rnann sinn, eða látið liann verða varan við neina breytingu, hvorki í athöfnum né orðum. Björn hafði hrugðið sér að lieiman í nokkra daga, til þess að stunda laxveiðar. Það var engin nýlunda, því að hann var vanur að gera það á hverju sumri. Og einmitt þá daga sem hann var burtu liáfði Ingigerður notað tækifærið og talað við lækni sinn. Nú beið hún heimkomu hónda síns með meiri óþreyju og eftirvæntingu en hún hafði nokkru sinni áður gert. Og þá einn morguninn, er hún var að Ijúka við að þurrka af í stofunni, færði pósturinn henni bréf. Það var rithönd bónda hennar utan á því. Ifún varð alveg hissa, er hún leit á utanáskriftina. Hann var ekki vanur því að skrifa henni, þótt liann væri að heiman nokkra daga. Líklega ætlaði hann að verða einum eða tveim dögum lengur — og vanhagaði kannski um eitthvað. Hún reif bréfið upp frammi í ainddyrinu, þar sem hún liafði veitt því viðtöku. Bréfið var þó nokkuð langt, en hún kunni það samt orðrétt, hún hafði lesið það upp aftur og aftur. Það hljóðaði svona: Kæra Ingigerður! Síðastliðnar vikur og mánuði hef ég ætlað að tala við þig um alvarlegt mál, sem varðar okkur bæði. Þegar ég kvæntist þér, var ég svo bjartsýnn að trúa því, að mér mundi takast að vinna ást þína. En ég er fyrir löngu búinn að missa þá trú og von. Ég er viss um, að þú býrð yfir miklu meira ástríki en þú hefur getað auðsýnt mér. Ég gekk auðvitað ekki að því gruflandi, er við giftumst, að þú elskaðir annan mann, en ég hélt, að það hlyti að breytast. En nú er svo komið, að ég óska þess, að við slítum samvist- um fyrir fullt og allt. Ég hef fengið ást á annarri konu og ætla mér að kvænast henni, svo fljótt sem auðið verður. — Ég þykist þess fullviss, að þú ’sért s\ro þroskuð manneskja, að þú takir þessu skynsamlega ■—- og ég veit, að þú þekkir mig það vel, að þú skilur, að ég stíg ekki þetta spor nema af því, að ég álit það rétt allra hluta vegna. Þú ert ung ennþá og mörgum góðum hæfileikum gædd. Lifið getur gefið þér ýmis ta'kifæri — og boðið þér eitthvað betra en að lifa í hjónabandi með manni, sem þú getur ekki unnað. Og að lokum. — Ég vona, að þér hafi að ýinsu leyti ekki liðið svo mjög illa þessi ár, svo a/S þig þurfi ekki beinlinis að iðra þess, þó að þú giftist mér. — Nú ert þú frjáls. Eg vona að þú verðir frelsinu aðeins fegin — og gerir mér á engan hátt erfitt fyrir. Fjárhagslega skal ég sjá þér borgið — eins og mér ber skylda til. — Síðan voru kveðjur og umtal um, að ákveða allt nánar munnlega. Ingigerður fann ennþá máttleysið, sem liafði lagzt yfir hana eins og martröð. Hún gat hvorki hreyft legg né lið, til þess að hyrja með. Hún stóð frammi í forstofunni og studdi sig við vegginn og horfði fram fyrir sig sljóum augum eins og glópur. Svo áttaði hún sig það mikið, að hún komst inn í svefnherbergi þeirra hjónanna með bréfið í hendinni og lét fallast þar niður á stól — og tók að lesa það að nýju. Nei, hún vildi alls ekki sleppa Birni nú. Þetta var einhver NÝTT KVENNABLAÐ 10

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.