Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1952, Blaðsíða 13
vitleysa og misskilningur. Hún sem liafði hlakkað svo til þess, að hann kæmi heim. Ó, nú mundi hún hvers vegna! Hann hlaut aS skilja, að þetta gat ekki orðið, þegar hún var búin að segja honum frá iþví, að hún væri barnshafandi. Björn var alltof góður drengur og samvizkusamur til þess að vilja láta harnið sitt fara á mis við uppeldi í foreldrahúsum. Það náð'i blátt áfra.m ekki nokkurri átt. Ingigerður var orðin alveg róleg aftur. Líklega væri bezt, að hún skrifaði honum strax, — og segði allt af létta. En þá staðnæmdist hún við eina setningu í bréfinu: — Ég hef fengið ást á annarri konn! — Og á sama augna- bliki var sem eldingu slægi niður í huga hennar . — Eva Páls! Gat það átt sér stað? Jú, náttúrlega var það engin önnur! Eva var komin aftur til íslands, það vissi Ingigerður. Hún hafði tvö siðustu árin átt heima í Reykjavík. Einstöku sinnum hafði hún séð henni bregða fyrir, hárri og glæsilegri í nýtízku klæðnaði. Hún vissi, að hún hafði vellaunaða stöðu við skrif- stofustörf hjá opinberri stofnun. Það var likast því, að eitthvert æði gripi Ingigerði. Hún varð að fá að vita þetta! Ilún gat ekki beðiö, helzt ekki mínútunni lengur. Gamla gremjan, sársaukinn og hatrið logaði upp og svall í brjósti hennar. Og nú gerði hún nokkuð, seni hún átti eftir að iðrasl eftir alla æfi. Hún kla'ddi sig upp og fór á fund Evu, svo fljótt sem hún gat vænzt þess að hitta hana heima. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að þetta kynni að ganga yel allt saman. Ifún þekkti Evu frá fornu fari. Það var svo sem vandalítið að gera sér upp eitthvert erindi. Hún hlaut strax að sjá og heyra það á henni, hvort ótti hennar var ástæðu- laus eða hafði við rök að styðjast. Eva kom sjálf til dyra, þegar Ingigerður hringdi dyrabjöll- unni. Alltaf hafði hún verið frið og glæsileg stúlka. En þó aldrei eins og nú. Ilún stóð þarna í fallegum kjól, sem klæddi hana einkar vel, grannvaxin og spengileg, snyrt eftir nýjustu tízku. Ingigerður sá og fann, að þetta var tíguleg og veraldarvön kona, sem stóð fyrir framan hana. Mógrænu augun hennar skutu gneistum. — Nýr gestur, þykir mér vera! Gerðu svo vel, hvað er þér á höndum? Ingigerður hafði gengið inn í skrautlega stofu og litið í kringum sig. Ilún varð að játa, að hér var ákaflega smekklegt uin að litast — persónulegir töfrar yfir öllu. llún sat þegjandi og starði á Evu og kom ekki upp nokkru orði. — Þú horfir á mig eins og naut á nývirki, mælti Eva. — Ilvað viltu mér eiginlega? Ingigerði varð svarafátt. — Ef þú ert komin til þess að tala um Björn við mig, þá er það þýðingarlaust — milli okkar er allt klappað og klárt. Ég hef lofað að giftast honum, undir eins og það er mögulegt, þeg- ar hann liefur fengið skilnaðinn. — Bölvuð ófreskjan þín! Ingigerður hafði alveg sleppt sér. Hún vissi hvorki, hvað hún sagði eða gerði. Hún rauk á fætur, gekk til Evu og sló hana vænan löðrung í andlitið. — Ég hagta þig — hata þig! — Framh. Kvenróttindafélag íslands hélt upp i 45 ára utunrli sitt 24. Ji. m. Sóiardagur og Sólarituffi lefirðinga er 25. jan. ÚR BRÉFI SKÓLASTJÓRANS Á LÖNGUMÝRI. Vegna þess, að þér hafið áhuga fyrir trjárækt, eins og ég, vil ég að gamni segja yður, að hér er byrjað að gróðursetja „Nemendaskóg“. Hafa tveir síðustu ár- gangar byrjað með því að gróðursetja ca. 1000 trjá- plöntur á vori, og munum við halda þessu starfi áfram, ef alh gengur að óskum. Nemendurnir hafa haft sam- komu einhvernlíma á skólaárinu og varið ágóðanum til trjáplöntukaupa að vorinu. Þær láta nú fremur lít- ið yfir sér ennþá þessar trjáplöntur, en þær eru hraust- leg hörn og mér finnst þau lofa góðu. Mér þykir vænt um allar þessar trjáplöntur, eins og mér þykir líka innilega vænt um mína gömlu, góðu nemendur. — Vona ég að ég fái að sjá þá sem flesta hér á Löngu- mýri, þegar 10 ára afmæli skólans verður. Verður það haldið hér hátíðlegt vorið 1954, ef Guð lofar. Hér varð allur námskostnaður í fyrra ca. 5000—6000 kr., þ. e. með fæði húsn. ljósi og hita og öllu handavinnu- efni. Má telja, að þetta séu ekki allt eyddir peningar, þar eð handavinna nemenda frá svona skólum er mjög mikils virði, ef hún væri verðlögð og nú er sauma- kennslunni þannig háttað í öllum húsmæðraskólum, að nemendurnir læra að taka mál og sníða og eiga þann- ig að vera færir um að sníða og sauma sjálfstætt eða upp á eigin spýtur flíkur utan á sig og börn sín. Er það í rauninni mikilsvirði eins og aðkeyptur sauma- skajuir og tilbúin föt, sem keypt eru í verzlunum eru orðin dýr. Til Ijósu minnar Orðin sjötug; olsku Ijósa mín, ennþá Ijóma björtu aug;un þín, þykka bárið þitt cr orðið hvítt, það skín tign úr svip og; brosið hlýtt. Iúnaði þrautir mumíin mjúka þín. Marg;þœtt starfið, tryg;g;Iynd vina mín! Allar lieillir hjá þcr eig;i völd, hug;ljúft vcrði œvi þinnar kvöld. U. S. ★ Minninganna úr dökku djúpi dreg ég sjaldan vænan jeng. Flest er gleymsku huliS hjúpi, hitt Ml snerta raUnastreng. Ingveldur Einarsdóttir. 11 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.