Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 4
Hver vill sitja ok sauma-----Vistm. á Beykjalundi. til frambúðar. Er því þcgar byrjað á grunni að stórri byggingu, sem ætlað er fyrst og fremst fyrir smíða- verkstæði o.fl., sem nú hefur aðsetur í bröggunum. Er ágóðanum af Cirkus Zoo meöal annars ætlað að ganga til þessara framkvæmda. Ég hef nú í örfáum dráttum rakið sögu og getið um húsakost heimilisins. Hafa á því sviði verið gjörð stór átök og miklum björgum verið velt. Hefur þetta tekizt fyrst og fremst fyrir ötula baráttu og forgöngu með- lima S.Í.B.S. og þó ekki síður fyrir hina miklu fjár- hagslegu hjálp, sem hið drengilega örlæli allra lands- manna hefur látið í té. Frá upphafi hefur málefnið átt fylgi alþjóðar og tilgangur heimilisins ált skilningi hennar að mæla, en hann er aðallega sá, í jyrsta lagi að taka á móti fólki, sem „útskrifast“ af hælunum, veita því vinnu við þess hæfi, heimilisathvarf og góða aðbúð meðan heilsa þess er að styrkjast og þar til það’ hefur náð sæmilegu vinnuþreki og getur talizt nokkurn veginn fært um að fara út í atvinnulífið, í oóru lagi öryrkjum, sem t. d. vegna breklaveiki hafa verið gerð- ar á svo miklar skurðaðgerðir, að þeir geta ekki unnið nema næsta takmarkaö, og í þri'ðja lagi croniskum berklasjúklingum, sem vegna sjúkdómsins yrðu annars að dvelja áfram á hælum, þótt starfsgeta þeirra sé tölu- verð. Fólk af öllum þessum flokkum hefur líka gjörzt vistmenn á Reykjalundi og þó flest af þeim fyrsta. enda það komið til skemmri dvalar en hinir. En fáir hafa veriö styttra en misseri, og nokkrir hafa verið frá því heimilið tók ti] starfa. Læknir og aðalforstöðumaður heimilisins hefur ver- ið frá byrjun Oddur Ólafsson og hjúkrunarkonan Val- gerður Helgadóttir. Einnig hefur sama matráðskonan verið síðan á fyrsta ári heimilisins, Snjáfríður Jóns- dóttir. Hafa þessi öll unnið frábærilega mikið og gott starf fyrir heímiliS. Áður en ég lýk við þessar línur langar mig til þess að draga örlítið nánar upp svipmynd af hinu daglega lífi Reykjalundarbúa eins og það er nú. Eins og ég hef getið um, býr nokkuð af vistfólkinu í sérstökum húsum. Standa þau í tveim röðum -—• 5 og 6 hús í hvorri — spottakorn vestur af „Stóra húsinu.“ Mun um 4 mín. gangur frá þeim yztu og inn í „hús“. )11 mega húsin heita eins að útliti, stærð og herbergja- skipan, hvert þeirra ætlað fjórum vislmönnum. Er þar eitt tvíbýlisherbergi og tvö einbýli, björt og rúmgóð sameiginleg dagstofa fyrir mannskapinn, baðklefi, lítið eldhús og geymslukompa. Þá eru ágætir fata- og geymsluskápar á ganginum fyrir framan herbergin, ætlaðir tveir hverjum manni. Stöðugur hitaveituhiti er í húsunum, og eru þau því næsta vistleg, bjjjrt, hlý og hentug sem slíkar íbúðir, og væri vel, ef allur lands- lýður ætti við svo góðan húsakost að búa. Eldhúsiö er raunar nokkuS lítið fyrir venjulegt heimilishald, en það kemur ekki að sök hér, því að allir vistmenn Reykjalundarþorps hafa sameiginlegt eldhús og mat- slofu inni í „stórahúsi.“ Ég bý í einu af smáhúsunum og fer til vinnu kl. 10 f. h. En á 9unda tímanum á morgnana heyri ég að sambýlisfólk mitt fer á kreik. Tvennt af því fer-til vinnu kl. 9 og etur þá áður morg- unskattinn inni í „húsi“. En ég kýs að eta örlítinn hafragraut og mjólk hér í lilla eldhúsinu heldur en ónáða mig út áður en minn vinnutími hefst, og þann- ig hafa margir það með morgunnskaltinn og miðdeg- iskaffið, svo aS litlu „privat“ eldhúsin með rafsuðu- plötunum koma í góðar þarfir. Ég vinn á vettlingasaumastofunni á efstu hæð, þar sem nú eru framleiddir hinir þekktu Reykjalundar vinnuvettlingar, sem eftir að „Triplonið“ hefur verið sett í þá, eiga að vera rétt óslítandi. Vonandi verður þó ekki sú reyndin, því enn megum við ekki við því hér á Reykjalundi að verða atvinnulaus. Á vettlingasauma- stofunni vinna 10—12 stúlkur, og á hinni lítið eitt fleiri. Þar eru nú sem stendur aðallega saumuð nátt- föt. Á báðum stofunum eru eingöngu hraðsaumavélar. Skermagerð er hér einnig, og vinna allmargar stúlkur á lienni. Þá vinnur og vistfólk í borðstofunni og skrif- stofunni, en flestir karlmennirnir vinna á járn- og tré- smíðaverkstæðunum. Hefur nú að undanförnu mikið verið smíðað af slólum og borðum í samkomuhús og skóla. Aftur hefur minna verið unniÖ að leikfangagerð um hríð. Nokkrir menn vinna að húsgagnabólstrun, gera einkum dívana, og fáeinir vinna að bókbandi. Á laugardögum er aöeins unnið fram að hádegi, en aðra virka daga er vinnutímanum skipt í tvo áfanga. Fyr6t er unnið til kl. 12. Þá kemur matarhléíð, og eft- ir það miðdegishvíldin. Streymir þá fólk úr vinnustof- NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.