Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 6
EDWABD C. ASM'ELL: Cliloe frænka, eins og hún var kölluð, var negrakona. Því er ver, að hjú eins og hún, finnast varla lengur. llún var svört eins og nóttin og orðin fjörgömul. Góðlyndið skein af feita, gljáandi andlitinu, og allur stóri, þungi likaminn hristist, þeg- ar hún hló, og til þess þurfti oft lítið. En hún var ströng og hikaði aldrei við að láta hvern af fjölskyldunni sem var standa fyrir máli sínu. Ifún hafði alið Carterana upp hvern fram af öðrum og kennt þeim að hera virðingu fyrir sér. Öllu Cartersfólkinu fannst hún vera ein af fjölskyldunni. En Chloe frænka leit öðru vísi á það — það var fjölskyldan HENNAR. Chloe frænka hafði gott kaup, en hvað liún gerði við pen- ingana, vissi enginn. Ekki vissu menn til, að hún ætti ættingja, og hún fór sjaldan út. Það litla, sem hún þurfti sér til lífsupp- eldis, hafði hún á heimilinu. Dag nokkurn, þegar frú Carter fór upp á háaloft einhverra erinda, nam hún staðar fyrir framan herbergisdyr Cldoe frænku og gægðist inn af forvitni. Herhergið var helgidómur Chloe, og það var orðið þegjandi samþykki fjölskyldunnar, að enginn stigi þar fæti inn. En þegar unga konan sá, hvað það var óvist- legt, fátæklegt og þægindasnautt, fékk hún samvizkubit. Herbergið var undir súð og sýndist því minna en það var í raun og veru. Veg_girnir voru ómálaðir og farnir víða að springa, og gömlum dagblöðum troðið í rifurnar. Enginn á- breiða var á gólfinu. Yfir gömlu skrifborði með brotinni marm- araplötu hékk spegill, sem var svo skellóttur og máður, að ó- mögulegt var að sjá sig í honum. Einn stólgarmur var inni og rúm í einu horninu, en ryðgaðar fjaðrirnar voru fyrir löngu búnar að gefast upp í hinni ójöfnu baráttu við þungan likama Chloe og voru næstum komnar niður að gólfi. Dýnan var úr hálmi, öll götótt og það brakaði í henni, hvað lítið, sem komið var við hana. í henni miðri var djúp lægð. Ekki voru önnur húsgögu inni en þetta skran, en af því að Chloe hafði aldrei kvartað né beðið um neitt fyrir sjálfa sig, hafði ekkert verið lagfært i herberginu. Jæja, það var sann- arlega kominn lími til þess að dubba upp á það, hugsaði unga frúin. upp bráðlega aðrir hliðstæðir .,Reykjalundar“, sem feta í fótspor hans; því að hversu margir eru ekki til, sem ýmsir aðrir sjúkdómar en berklaveikin hefur herj- að, og sem er því ekki sí3ur þörf á að rétta hönd og „styðja til sjálfsbjargar.“ Okkar tími er lími félags- starfs- og samtaka. Reynslan er alltaf að sýna okkur betur og betur að einstök og sundruð getum við of’t sáralítið gert okkur til bjargar. — En sameinuð og sam- taka með hina sönnu þegnskapurlund og mannvirðis- lmgsjón lifandi í brjóstinu eigum við nógan þjóðar- auð og styrk til merkilegra afreka og mannsæmandi lífs fyrir alla. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Eftir miklar fortölur var Chloe frænka fengin til þess að fara í frí. Uin leið og hún var farin, kom fornsali ,en hann vildi meira að segja ekki kaupa nema lítið af húsgagnaruslinu, hitt var borið út og brennt. Siðan komu málarar, og máluðu þeir herbergið hátt og lágt’. Rósótt ábreiða var látin á gólfið, ljós sirstjöld hengd fyrir gluggann og ný húsgögn fengin, stórt snyrtiborð með spegli, hægindastóll, borð með leslampa og útvarpstæki, en þó tók nýja rúmið öllu fram búið fjaðradýnu af beztu tegund. Að lokum var allt tilbúið til þess að taka á móti Chloe frænku. Frú Carter hauð hana velkomna. og sagði henni, að dálítið óvænt biði hennar. Öll fjölskyldan gekk upp á loft. Chloe frænka Ijómaði af ánægju. Ifún opnaði herbergið og ætlaði að ganga inn, en þegar hún sá umskiptin, nam hún staðar höggdofa. Allt í einu rak hún upp óp, þaut að nýja rúminu og svipti burt ábreiðunni. Andartak stóð hún sem negld niður, svo stundi hún lágt. Loks sncri luin sér að frú Carter, hvessti á hana augum og heimtaði að fá gamla fletið sitt aftur. Frú Carter hélt, að gamla konan væri ckki búin að átta sig á hinni óvæntu breytingu á herberginu, þar sem hún hafði búið svo lengi og reyndi að sefa hana. En það var árangurslaust. Að síðustu komst upp, hvernig í öllu lá . Chloe frænka hafði falið allt, sem hún liafði nurlað saman um ævina i gömlu hálmdýnunni. GIJSTAV VIGELAND: DÖBN r 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.