Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 8
1951, farin að heilsu og kröftum og var hún jarðsett í Fossvogskirkjugarði við hlið yngsta sonar síns, Iler- manns Gunnarssonar prests á Skútustöðum, sem Iézt af slysförum 10. okt. 1951. Því verður ekki neitað, að við, sem höfðum haft kynni af Ragnheiði um langt árabil urðum fyrir von- brigðum, þegar við settumst við hljóðnemann og ætl- uðum að hlýða á síðustu kveðjuna, þá færði hljóð- bylgjan eyranu ekki neitt, og síðasta stundin varð öm- urlegri en hugurinn hafði kosið. En þá var ég óðar horfin 30 ár aftur í tímann. Þá var það um haust- tíma, að ég var næturgestur að Fossvöllum ásamt fleiri gestum. Þá kynntist ég í fyrsta sinn þessari starfs sömu konu. Það kvöld verður mér ógleymanlegt. Það hefði svo vel mátt nefna eldhúsið hennar Ragnheiðar einhvers konar iðjuver, og hún sjálf aðaliðjuhöldur- inn. Þar logaði ljós á tveimur stórum olíulöm])um og fyrir öðrum stafni stóð eldavél og á henni var matreitt í 20 manns fyrir utan alla gesti. Við rokkinn sat hún sjálf, elzta dóttirin kenndi yngri systkinum og saum- aði, önnur vann ýmsa smásnúninga. Öldruð vinnu- kona hirti plögg næturgesta. Elztu bræðurnir rökuðu gærur og húðir, börnin háttprúð og mjög hreinleg léku sér þarna einnig, og húsbóndinn ræddi við gesti sína. f öllu þessu var hún lífið og sálin. En nú er hún horfin okkur og við, sem kynntumst henni þökkum henni öll störfin. Hlýjar minningar hópast að og ein- hver viðkvæmur strengur hvíslar því í eyra, að er við flytjumst á bak við tjaldið mikla, verði gott að mega þá finna hlýja og fórnfúsa hönd Ragnheiðar Stefáns- dóttur. Þökk fyrir kynning glciða og góða, gafst ei slík á minni lei'ö. Blessi þig fáöir lífs og IjóÖa, lyfti þér hœst á þroska slceiö. Anna Ölafsdóltir. Ætli þaö séu ekki fáir, sem rœgja börn. Það heyrðist á samtal tveggja manna, þeir töluðu um Kiljan. Hallmælti annar honum mjög fyrir hvað hann skapaði fáránlegar persónur, en hinn lofaði skáldið ákaft fyrir hvað honum segðis't vel um börn. Var þá svarið hjá þeim fyrrnefnda: — Já, en ætli það séu nú ekki fáir, sem rægja börn. Gamli maöurinn kvartaöi yfir réttarfarinu. Það er ekki gott að ná rétti sínum núna, það var betra hér áður fyrr. Það var aldrei nema í Landréttum, þá létu þeir þá bara fljúgast á. Lappabörnin. Fyrstu vikuna eftir að börn Lappanna fæðast, er þeim þvegið þrisvar á dag. Aðra vikuna, tvisvar á dag. Þriðju vikuna einu sinni á dag. En svo aldrei meir. Ilver var fallegri? Ungu stúlkurnar voru nýbúnar að fá sér kápur, önnur rauða, en hin bláa. Þegar yngispilturinn kom héngu kápurnar á herðatrjám í anddyrinu, og spurði sú, sem tók á móti gestinum, hvor kápan honum þætti fallegri? En hann svaraði: — Það er eftir því hver er í þeim. tJr dagbók námsmeyjunnar: Himnesk. eru haustkvöldin hérna í Reykjavík. En afskapleg eru útgjöldin og engu lík. Annars endurgreitt. Nú eru sjúkrasamlagsgjöldin 25 kr. mánaðarlega. Kona, sem vildi vera varkár í greiðslum, en ekki gera sér of margar ferðir til að borga, greiddi til næstu áramáta með þeim ummælum, að hún vonaði að hún lifði svo lengi. Afgreiðslustúlkan sýndi henni fyllstu kurteisi og sagði, að annars fengi hún það endurgreitt. NtTT KVENNABLAÐ 6

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.