Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 9
r------------------------—-— ----------------- MABGBÉT JÓNSDÓTTIB: FLÓTTI FRAMHALDSSAGAN Ertu alveg gengin af göflunum, manneskja — sagði Eva ró- lega. — Koma hér inn og raðast á mig. Ég hélt, að þú værir siðuð og háttvís kona. Hypjaðu þig út á auga lifandi bragði, eða ég geri lögreglunni aðvart og læt hana taka þig. Eva sagði þetta reiðilaust að því er virtist, en það espaði Ingigerði enn meira. — Ég held, að þú hljótir að vera einhver djöfull í mannsmynd — æpti hún — Þú hefur alltaf fylgt mér eins og vondur andi — tekið ævinlega allt frá mér — og eitrað lif mitt.siðan ég var krakki! — Uss þetta er hara þvættingur — svaraði Eva, nærri því góðlátlega — og örlítið og tvírætt bros kom fram á varir henn- ar. — Ég hef aldrei tekið neitt frá þér, það er eintóm ímyndun. Hvað gat ég að þvi gert, þó að ég væri duglegri að læra en þú, og væri tekin fram yfir þig? Ekki gat ég heldur að því gert, þó að ég sé laglegri og kátari og eigi meiri hylli að fagna hjá karl- kyninu. Ekki tók ég Þorstein frá þér, hafði ekki hugmynd um, að þið væruð trúlofuð. Mér þótti hann skemmtilegur, það er satt. En ég vildi ekki sjá hann þegar ég fór að kynnast honum nánar. — Og ekki er það mér að kenna, að þú hefur verið köld og tyrtuleg við manninn þinn, svo að hann er orðinn þreyttur á þér fyrir löngu. Ég á heldur ekki sök á þvi, þó að við Bjöm eigum svo vel saman, að ég hef aldrei hitt neinn mann áður, sem ég vildi fremur eiga samleið með — og hann hefur áreið- anlega aldrei elskað neina konu áður — ekki neitt svipað. Móðurinn hafði runnið af Ingigerði á meðan Eva lét dæluna ganga. Hún fann nú aftnr lil máttleysis í hnjánum eins og hún ætlaði að hníga niður. Hún riðaði á fótunum og fór út þegjandi. — Þú hefur bara alltaf verið rómantísk og hysterisk, Inga mín, og dálitið heimsk — sagði Evo. — Viltu annars ekki, að ég hringi eftir bíl handa þér? Ingigerður leit ekki við og heyrði ekki siðustu orðin. Einhvernveginn komst hún heim til sín og fór beint i rúmið. Og nú kom timabil, sem hún mundi óglöggt eftir. Hún sveif milli heims og helju. Hún var flutt í sjúkrahús. Þar var lífi hennar hjargað með hlóðgjöf frá lifandi manni. Björn varð víst mjög hryggur, er hann vissi alla málavexti. Hann bauð henni ýms góð boð, er hún fór að hressast, en hún hafnaði þeim öllum og óskaði nú eindregið, að skilnaður þeirra hjóna færi fram sem fyrst. Almenningur hafði ekki hugmynd um, hvemig i öllu lá. Enginn utan lækna og hjúkrunarkvenna vissi eða fékk að vita, að hún hafði látið fóstri. Það var álitið, að hún væri ímyndun- arveik og vanstillt, fólk dæmdi hana og vorkenndi Birni. Hún hafði jafnvel orðið þess áskynja, að sumir álitu, að það væri liún, sem væri farin að hugsa um einhvern annan, og óskaði þess vegna eftir skilnaði. Hvílik fjarstæða! Nú sat hún hér í erlendu gistihúsi í stærstu borg heimsins. Læknarnir höfðu hjálpað henni til þess að komast utan. Hún hafði ráðgert að dveljast erlendis, að minnsta kosti eitt ár. NÝTT KVENNABLAÐ Hana hafði dreymt um að læra eitthvað og byrja svo nýtt líf, ef til vill að Iæra undirstöðuatriði til þess að verða listmálari. Hún hafði fengist ofurlítið. við það á hjónabandsárum sínum tilsagnarlaust og ekki þorað að sýna það neinum En nú var eins og öll sund hefðu lokast, allar yonir hjaðnað í einu vetfangi. Kjarkurinn var lamaður. Til hvers var fyrir hana að reyna að rétta úr sér og bera hátt höfuð og ætla að verða frjáls og sjálfstæð kona? Mundi ekki Eva fylgja henni, hvert sem hún fór, þótt hún færi á enda veraldar? Mundi hún ekki mæta henni, hvenær sem eitt- hvað rofaði til? Eða var kannski Eva ekki orsök í allri hennar ógæfu? Var það ef til vill ímyndun ein? Var það satt, sem Eva hafði sagt, að hún hefði bara alltaf verið rómantísk og barnaleg? Var það eitthvað i henni sjálfri, sem vakti smæðarkennd hennar og gerði það að verkum, að hún hlaut ávallt að fara halloka og lúta í lægra haldi — og var Eva aðeins óviljandi orsökin? — Það er ekki til neins að reyna að flýja fortíð sína ,því að hún er brot af m anninum sjálfum — bafði Indverjinn sagt við hana í gær. Þau höfðu setið í skemmtigarði einutn og talast við — og hún hafði vísvitandi sveigt talið að þessum efnum, án þess þó að segja sína eigin sögu. — Eina ráðið er að drottna yfir fortiðinfti, eða með öðrum orðum, að hafa fullkomna stjórn yfir sjálfum sér. Sá einn get- ur sigrað liðinn tíma sem hefur fullt vald á hugsun sinni, getur látið hugann lúta vilja sínum. — Indverjar voru spakir að viti — Það hafði Ingigerður oft heýrt og lesið um. Hún hafði þagað og beðið þess, að hann segði eitthvað meira. Og eftir stundarþögn bætti hann við: — Ekkert er hamingju mannsins jafn hættulegt og hatrið! Hvernig gat hann vitað, að hún bæri hatur í brjósti? ÞaS fannst henni óskiljanlegt. Ekki var þó hægt að sjá það á henni, eða hvað? Með liatri eyðir maðurinn alltaf frá sjálfum sér — og minnk- ar og minkar, en við það að elska vex hann að valdi og mann- gildi. Fyrsta skilyrði til þess að líða vel er að útrýma úr huga sínum öllum kala, öfund og hatri. — Með þessum orðum hafði samtali þeirra verið lokið. Ingigerður horfir út um gluggann. Gráköld þoka grúfir yfir stórborginni. Þetta land, sem hún nú er stödd i, er líka stundum nefnt „þokueyja." Henni finnst allt dautt og ömurlegt, þrátt fyrir bávaða og ys borgarinnar. Það er langt siðan hún hefur grátið. En nú tárast hún, og við það léttir henni dálítið. Framtíð hennar er óráðin gáta, óræð og ógagnsæ eins og þokíin úti fyrir glugganum — og fortiðinni þarf hún að læra að drottna yfir og gera hana sér undirgefna. Indverjinn hafði sjálfsagt rétt fyrir sér. En skyldi henni nokkru sinni takast að fá fullkomið vald yfir hugsun sinni, og mundi henni auðnast einhverntíma að eignast þá rósemi hugans, er hann hafði átt við, og það hug- arfar, sem aðeins fyrirgaf og elskaði. — Það hugarfar er skapaði sál hennar frið og tækifæri til þess að verða að nýrri manneskju með nýrri skapgerð, sem ekki var uppnæm fyrir ÖIIu. Hún hafði ekki þolað að horfa á eitt skrifað mannsnafn, dauða og stirðnaða pennadrætti! Það yrði vist langt þangað til, að hún væri maður til að bjóða örlögum sinum bvrginn. Til þess þnrfti hún að öðlast frelsi hugans, og hún ákvað með sjálfri sér að reyna að rétta úr sér. Hún hafði bognað, en ennþá var eitthvað í henni óbrotið. Framhald á síðu 10. 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.