Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.02.1952, Blaðsíða 12
F 1 Ó T T I Framhald aj 7. síSu. II. AÐ SEX ÁRUM LIÐNUM. Ingigerður Eydal teygði úr sér og geispaði. í dag átti hún frí. Vekjarklukkan hafði glumið, en hún hafði fljótlega þaggað nið- ur í henni og blundað að nýju. En nú var hún vöknuð aftur. Hana hafði dreymt einkennilegan draum þessa stund ,sem hún blundaði.-----Ilún þóttist vera komin heim til Islands, heim í sveitina sína. Hún var ung, mundi ekki eftir neinu, er á dag- ana hafði drifið, síðan hún var heimasæta í föðurgarði. — Það var vor og bjart yfir landinu. Hún átti að fara og ganga til kinda og var komin langt inn með fjalli. Þar hafði hún elskað hvern stein og hverja laut á uppvaxtarárunum. Hún sá lamhærnar hverja á fætur annarri og þekkti þær. Þarna var Litla-Gul, Golsa og Gullbrá. Gullbrá var með tveim- ur lömbum ljómandi fallegum. Þetta gekk allt saman vonum framar. Og þarna fann hún Flíru gömlu nýborna. Lambið var ekki komið á spenann, og hún stríddi við að fá það til að taka hann. Síðan hélt hún áfram lengra upp í Berjahvamm. — Hvað er nú að tarna! Þarna finnur hún lítið, nýfætt lamb, móðurlaust. Ilvar skyldi mamman vera? Hún flýtir sér og tekur lambið í fang sér. Það jarmar ósköp veikt og aumkunarlega, grey skinnið litla. Hún jarmar líka til þess að reyna að vita hvort móðirin renni ekki á hljóðið. Nei, þetta stoðar ekki! Hún verður að fara heim með lambið. Móðirin liggur kannski dauð einhvers staðar. Það verður að leita að henni seinna. Og eins og við manninn mælt er hún komin heim og inn 1 búr til mömmu sinnar. Hún er að taka af strokknum. — Við verðum að reyna að láta það sjúga með fjöðurstaf úr bolla — segir móðir hennar. En þá er hún allt í einu komin út á tún. Það er kominn sláttur og verið að reiða heim hey. Ilún finnur angandi töðu- ilm. Hún á að teyma hestana með heybiiggunum heim að hlöð- unni. Og þarna stendur þá Björn Eydal í hlöðudyrunum, snögg- klæddur og brosandi. — Ég ætla að leysa og hlaða úr segir hann. — En rétt í sama bili kemur heimalningurinn hlaupandi fyrir hlöðuhornið — og í sama bili vaknar Ingigerður. Ilún getur varla áttað sig fyrst. Draumurinn stendur henni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. En smátt og smátt nær veru- leikinn tökum á henni, en um leið verður hún gripin sterkri saknaðarkennd og heimþrá. — Hvers vegna er hún hér, langt fjarri frá ættlandi sínu og öllum frændum og vinum? Eitt augnablik á hún sé enga ósk heitari en að vera komin heim á æskuheimili sitt, heim í íslenzku vornóttina, í islenzku sveitina. Ilún sér i huganum fjöllin og heyrir niðinn í bæjav- læknum. Framhald. Alla staSi, illa og góSa, ‘áttu aS þckkja, lög og mál. Þannig œSstu þekking bjóSa þöglir guSir hverri sál. Faida ljósum fannahjúp fjöllin sóiuroðin. Sendir gust í sálardjúp sjálfur vetrarboðinn. Nú er sæla sumarið senn til srafar borið. ó, hve heitt éff clslca þlg yndislegra vorið. !Þegar ljósna loftin blá lyftist jafnan bráin. Alltaf finn óff að ég á eitthvað skylt við stráin. Sál mín bráir söng; og vor, sumar lang;a daga. Æ mér vaknar andlegt þor upp með rós í hag;a. Anna frá Moldnúpi. ÞaS fer í gegnum hug og hjarta — og höndin verSur gjafalind, aS finna voriS bliSa, bjarta meS blóm og líf í hverri mynd. Því ótal myndir hugann hrífa og hjarlslált lífsins bezt ég finn, er geislar sólar geiminn klýfa og gefa öllu kraftinn sinn. Og júnínóttin bjarta, breiSir blœju úr dögg um foldarskart, og saman hug og hjörtu leiSir, og hrekur burtu myrkriS svart. G. Sj. ★ tJR BRÉFI: Þeir voru heldur naumir við lcvenrithöf- undana í úthlutunarnefndinni. Það er nú meira að taka alveg styrkinn af Þórunni MagnúsdótLur, og lækka Kristínu Sigfúsdóttur. En karhnennirnir eru nógu há- ir í loftinu hjá þeim! ★ 10 M.G. 1. febr, 1945 var Reykjalundur vígSur og gefið nafn. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.