Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Blaðsíða 6
Gömul kynni Það er haustkvöld fyrir meira en 60 árum. Veður er heiðskírt og bjart, alstirndur himinn, en tunglskins- laust. Þetta er snemma á hausti, varla farið að kveikja ljós, nema brugðið upp á lýsislampa eða steinolíu- týru, meðan matast er að kvöldi. Ein vinnukonan er beðin að skre])])a út í fjós og hreyta eina eða tvær kýr. Hinar kýrnar eru snemmbærar, og farnar að búast til burðar. Ljós jiefnir enginn, en stúlkan er myrkfælin, og þykir leiðinlegt að fara einsömul. Hún kallar því á elzta barnið á bænum, 5—6 ára gamla telpu og biður hana að koma með sér, og telpan gerir eins og hún er beðin. Það er ekki margt, sem stúlka á þrítugsaldii og 5 ára telpa geta talað um sín á milli, og vinnukonan sezt þegjandi undir kúna og fer að mjólka. En það er leiðinlegt að þegja lengi, og áður en stúlkan veit er hún farin að hafa yfir ljóð og láta telpuna hafa eftir sér. Ljóðelsk er stúlkan og sönghneigð, og kann margt eins og fleira alþýðufólk, og hennar mesta ánægja er að fara með það, sem hún kann. Að þessu sinni verð- ur það sálmur, sem hún les, einn úr nýju sálmabók- inni, auðskilinn, og vel lagaður til söngs. Verki stúlkunnar var brátt lokið, og þær gengu út, hún og telpan. Þegar þær stóðu úti á stéttinni og önd- uðu að sér hreinu, svölu kvöldloftinu byrjuðu þær aftur og lásu nú báðar. Þú guð, sem stýrir stjarna her. Barninu varð litið til lofts. Stjörnurnar tindruðu á heiðum himni, friður og ró hvíldi yfir öllu, og litlu stúlkunni fannst sem hún skynjaði örugga handleiðslu drottins, er öllti stýrði til hins bezta, og stjórnaði jafnt því stærsta sem því smæsta. Líklega hefur guðshug- mynd hennar þá runnið saman við myndina af nýlátn- um föður hennar, en sterkustu áhrifin voru öryggi og ró, eins og hún hafði svo oft fundið til í návist pabba síns. Þær gengu til bæjar og allt var sem áður. Stúlk- an hefur ef til vill sagt sem svo, að telpan mundi vera fljót að læra, en það er nú löngu gleymt. En öryggis- tilfinningin og traustið, sem vaknaði á þessu kyrrláta kvöldi hefur aldrei horfið. Margt hefur brugðizt, sem þá var talið óyggjandi sannleikur, og margt er nú tal- ið lítilsvert, sem þá þótti miklu skipla, og eftir því breytist viðhorfið til lífsins á ýmsan hátt. En ekkert hefur breytt því trausti, að bak við allt sé sterk hönd, sem stýri hverju lífsfleygi. Og ennþá geymir litla stúlkan, sem nú er öldruð orðin, með viðkvæmri þökk minningu þessa kyrrláta kvölds fyrir 60 árum. Viktoría GuSmundsdóttir. fy / lódurást eftir NÍNU SÆMUNDSSON Síðan Lækjargatan var breikkuð, sein vitanlega var þarft verk, er „Móðurást“, hinni fíngerðu, fallegu höggmynd, ekki búinn eins fagur staður og áður. — Blómabeðunum hefur fækkað í kringum hana. Væri ekki rétt að færa styttuna suður í Hljómskálagarð. Bera hana til blómanna í birtu og yl? Hún á að vera í námunda við styttu Alberts Thorvaldsens. Hvenær fáum við „Utilegumanninn,“ hans Einars Jónssonar, út? Aldrei gleymum við honurn, síðan hann var í and- dyri íslandsbanka. Hann er áreiðanlega mesta mynd- höggvara afrek vorra tíma. Stórbrotið liptaverk, ramm íslenzkt og efnið sótt beint í okkar eigin sögu. Hvar svo sem honum yrði valinn staður, fögnum við því að fá hann út. „Út vil ek“ er haft eftir Snorra. Út með Útilegumanninn! 4 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.