Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Blaðsíða 11
Því þótt ég ynni áður fyrir gýg mín ástarheit á góðra vona dögum, ég trúi að skrefið stóra, sem ég stíg um stjörnudjúpið, breyti mínum högum. Eg treysti því, að verkið, sem ég vann í vildarhug lil allra góðra ragna, við umbun drottins öðlist hlutinn þann, sem einum kann ég raunalaust að fagna. Því hvað er allt mitt æfistunda böl hjá eilífð þeirri, er veldur slíkum raunum. Hvort villu, Drottinn, slengja slíkri kvöl á slysahrakinn þjón að verkalaunum? Ég treysti þinni mildi og minni dyggð á metaskálum þinna dómasala, j)ví aldrei sveik ég aðra sál í tryggð, og aldrei beitti ég tálsins fagurgala. Þú leggur aldrei óframkominn draum á illra verka met í ])ínum dómi. Ég get j>ó ekki gripið um þann taum. sem gerður var úr ímyndunarhjómi. Ég lagði pund míns lífs í dirfskutafl og leysti J>að með vöxtum, engum háður. Minn gæfudraumur gekk sem dularall í gegnum líf mitt, eins og rauður þráður. Nú vefur dimman láð. Minn lokaþátt ég leik á þessu dularfulla hveli: að leiða mína sigra og töp í sátt við sól og skugga á lífsins hverfiveli. Og harpan mín, af hári þínu strengd, frá hendi minni sendir kveðjulögin. Þar verður aldrei alúð mannsins rengd, sem allt er sama: ljóð og hjartaslögin. ★ Ég skráði mína sögu á brunasand með sokkinn gróður undir dökkum feldi. En slóðin, sem ég gekk, var geislaband frá gæfudraumsins rauða fórnareldi. Mig studdi engin hönd á hættuleið, en harpan mín var öllum fylgdum betri. Hver fyrirsát og fjanda eftirreið varð fyrirséð í hennar tónaletri. Mig hefur aldrei svikið hennar sögn. Ég sótti þangað styrk á raunadögum. Ég.léti falt við margra herja mögn ])að meginafl, sem býr í hennar lögum. Og það, sem varðar mestu mína för á mörkum lífs og dauða, er það að eygja við morgunljómann eilíf yndiskjör í örmum þínum, lokkafagra meyja. ★ í þessu ljósi líður burt mín önd á litla bátnum. Hörpu mína, góða, þú finnur þar, sem hafið heilsar strönd. Ég huldi þar minn ævistundagróða. En mundu þá að leika kveðjulag um látinn vin, sem fékk þér gæfu sína sem erfðahlut. Ég orti lítinn brag, sem opna mun þér dularheima mína. Ég skráði j>etta ljóð á lítið blað og lagði það við yzla hörpustrenginn. Þú verður, góða, að lesa og læra það, svo list mín verði þér í hendur fengin. Því harpan mín er hulið leyndarmál. sem hyggja Mímis fyrr í Urðarbrunni. Ég varð að leggja að veði mína sál að vinna þetta hjarta, sem ég unni. En j>etta veð ég vann þó enn á ný. Með vöxtum galt ég allar mínar skuldir. Minn heiður virðist hulinn fyrir því í heimsins augum, vegir mínir duldir. ★ Nú verður öllu böli veitt á bug. Ég bregð mér yfir lágan öldustokkinn. Við hinztu skynjun kveð ég klökkum hug j)á konu, sem að átli rauða lokkinn. 24. sept. 1939. NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.