Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.03.1952, Blaðsíða 12
JIARGRÉT JÓNSDÓTTIR: FLÓTTI FR AMH ALDSSAGAN Ingigerður rís upp í rúminu og fer að klæða sig. Herbergið, sem nú er heimili hennar er vistlegt, hjart og snoturt. Fyrir uG an gluggan hennar gnæfa tvö geysihá popeltré, og á milli þeirra sést út á sjóinn. Þetta er yndislegt útsýni. Eyrarsund hlasir við og sænska ströndin, Ingigerður á nú heima í dönskum smáhæ og hefur starfað |iar í nærfellt þrjú ár. Hún er aðstoðarstúlka, eða einskonar hjúkrunarkona á hressingarhæli einu, er, Lindi- gerði nefnist. Það yrði of langt mál, að segja frá því, með hverjum hætti hún er hingað komin. Full sex ár eru liðin frá því að við skild- um við hana i gistihúsi í London, einmana og ráðþrota. Sex ár hefur hún verið útlagi. Fyrstu þrjú árin kom hún víða við, var oftast eirðarlítil og ó- ráðin. Draumur hennar um að verða listakona hafði sináin saman orðið að engu. Hún hafði að vísu fengið nokkra tilsögn um tíma, og hafði fengizt allmikið við að teikna og mála, en svo skall heimsstyrjöldin á. Ilún fékk ekki lengur peninga frá ís- landi og litlar fréttir. Hún var þá stödd i Danmörku — og loks hafði hún fengið þennan starfa fyrir atbeina kunningjakonu sinnar — og hún undi lionum'all vel. Systur tvær, háðar lærðar hjúkrunarkonur, ráku þetta hæli. Hér voru saman komnar margar gamlar konur — og áttu þær heimili að Lindigerði allan ársins hring, því að þetta var jafn- framt elliheimili fyrir konur. En hingað komu einnig konur sér til hressingar, til lengri eða skeinmri dvalar. Voru það aðal- lega sjúklingar nýsloppnir út af sjúkrahúsum — og stundum taugabilaðar konur. Systurnar, sem hælið ráku, áttu einn hróður, er verið liafði garðyrkjumaður, ógiftur eins og þær. Hann hafði fyrir nokkr- um árum fengið slagtilfelli ,og var hálflamaður síðan. Syst- urnar höfðu hann hjá sér. Og eitt af aðalstörfum Iniggerðar var í því fólgið að hjálpa þessum manni, rölta með honum úti í garði, þegar veður leyfði — svo og að hjálpa sumum gömlu konunum, sem voru ósjálfhjarga, svo að varð að greiða þeim og þvo, o.s.frv. Einnig átti hún að lita eftir þvotti hælisins og gera við ýmislegt. Hún fann, að hér var hennar þörf — og henni hafði tekizt að all miklu leyti að gleyma fyrri árunum og öllu sínu hugarstriði, að minnsta kosti, þegar hún var að sinna sinum daglegu störfum. Úti fyrir var hlýtt og hjart. Skógurinn kominn í vorskrúð sitt, og blóma-ilm lagði að vitum Ingigerðar, er hún kom út á tröppurnar. Gullregn og sýrenur stóðu í blóma. Allt var þetta svo ólikt því, sem hún var með hugann við. Hún var enn að nokkru leyti á valdi draumsins og hugsaði um, hvað hann mundi eiga að þýða. Sjálfsagt var hann markleysa ein. Ingigerður hélt á tösku i hendi, liafði tekið með sér sundfölin sín. Hun ætlaði að ganga gegnum skóginn niður að ströndinni og fá sér hress- andi sjóbað fyrir hádegisverð, og nota þannig frídag sinn. Á gangstéttinni fyrir utan húsið mætti hún tingfrú Hansen, annarri systurinni og húsmóður sinni. — Nei, góðan daginn frú Eydal. Það var sannarlega gott, að ég hitti yður! Vitið þér nú bara hvað? Það var hringt til mín frá borginni í gærkvöldi, eftir að þér fóruð í háttinn, og ég var' beðin fyrir íslenzka konu, sem er nýkomin til Danmerkur — og hefur víst verið veik. Nú held ég, að þér verðið glöð! Það vildi svo vel til, að herhergið, sem gamla frú Lund var í, stend- ur autt, svo að við getum tekið á móti konunni samstundis. Hún kemur núna með lestinni kl. 11,25. Mér datt í hug, þegar ég sá yður, að hiðja yður að fara niður á stöð og taka á móti henni — en auðvitað eigið þér frí — og ætlið kannski eitthvað sér- stakt. — Hvað heitir hún, þessi íslenzka kona? spurði Ingigerður. — Ja, ég gat nú hara ekki betur heyrt en að hún héti sama nafni og þér, frú Öjdal. — Ungfrú Hansen gat aldrei borið nafnið fram öðru vísi. — Hún er kannski skyld yður. — Það held ég varla — svaraði Ingigerður og hrá litum. — Er það ef til vill Eva Eydal? — Jú, einmitt, alveg rétt. Þér þekkið hana þá. Það var þó gaman. — Já, máske! — svaraði Ingigerður. Ungfrú Hansen horfði á Ingigerði eitt andartak og sá víst, að henni var eitthvað brugðið. — Er nokkuð að, frú Eydal? madti hún síðan. — Viljið þér síður gera þetta fyrir mig? — Nei, nei! Það er ekki nema sjálfsagt, að ég taki á móti henni Evu Eydal! sagði hún, og ofurlítilli glettni hrá fyrir í svipnum. Hún hafði náð valdi yfir sér og hugsaði sem svo: — Nú er þó um að gera að duga eða drepast. Nú hýðst mér tækifæri til þess að reyna, luersu haldgóð sálarró mín er — og hvort ég hef öðlast þrek til að hjóða örlögunum hirginn. Hún flýtti sér upp í herbergið sitt aftur, snyrti sig sem hezt hún kunni og klæddist mosagrænni dragt, sem fór lienni eink- ar vel og setti upp Ijósan sumarhatt. Það veitti ekki af að líla sem bezt út hið ytra. Þegar hún var að leggja af stað í þenna bardaga — og klæðnaður og ytra útljt er vissulega mikils virði, þegar um það er að ræða að sigrast á smæðarkennd — og ótrúlegt er, hve slíkir hlutir, sem í fljótu hragði verður að telja til smámuna, geta haft mikla þýðingu og aukið sjálfstraustið, enda segir inálta:kið, að fötin skapi manninn. Ingigerður heið á stöðvarpallinuin, þegar lestin rann þar að og staðnæmdist. — Hún Eva Páls hefði nú líklega ekki orðið í miklum vand- ræðum, þótt enginn staiði þar til þess að leiðbeina henni, svo veraldarvön sem hún var. En það var ekki nema gott og hlessað, að hún fengi sem fyrst að vita um landann, sem hún hlaut að sjá við og við og umgangast nokkuð, meðan hún dveld- ist í Lindigerði. Jú, viti menn! Þarna steig hún út úr eimlestinni, há, tígu- leg og spengileg og vel húin, eins og vænta mátti. Ingigerður gekk strax til móts við hana. — Sæl, Eva! sagði hún á móðurmáli sínu. Mér var falið að taka á móti þér og vísa þér veg að Lindigerði. Það kom auðsjáanlega dálítið fát eða einskonar hik á Evu. Hún var fölari en Ingigerður mundi. eftir henni og orðin dá- lítið hörkuleg til munnsins. En hikið í svipnum varaði ekki nema örstutta slund. — Ja, hérna! Ert þú liérna, Inga? Ert þú hér kannski til heilsubótar þarna í þessu Lindigerði? — Nei, svaraði Ingigerður. — Ég er starfskona þar. — Eigum við að taka bíl — eða ganga í gegnum skóginn? Það er varla meira en 7 mínútna 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.