Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 2

Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 2
Veig fegurðarinnar (tragisk komedía) Jóka, vinnukona hjá ívarsson heiltlsala stóð fyrir utan læstar dyrnar á baðherberginu, sveitt í framan, ógreidd, með rauðdropótta svuntu, sýnilega önnum kafin. Hún hélt á blárri bók, og hleraði opin- mynnt við dyrnar. Innan úr baðherberginu heyrðist skvamp í rennandi vatni, og allt í einu kvað við þaðan hávær og skær kvenrödd: Jesús minn, hvernig er nú aftur þetta síðasta í annari reglunni um böð?“ Jóka fletti bókinni og rýndi, því hún var nær.sýn. „Æ, geturðu ekki flýtt þér, manneskja, mér er að verða kalt að norpa svona.“ „Síðasta alriðið í annarri reglunni, — bíðið þér nú við, — ó, það er bara að stíga upp í baðkerið, fröken! V Eftir skvamp og busl var kallað á ný, óþolinmóð- lega: „Æ, látið þér mig snöggvast heyra þá elleftu.“ Jóka brá fyrir sig bókinni og las hægt: „Sápið, — bíðið þér nú við, — sápið og þvoið það, sem eftir er líkamans niður að hnjám.“ „Ó, guð, ég er komin miklu neðar.“ „Og skolið sápuna af,“ kallaði Jóka inn um skrá- argatið. „Og bvað er svo næsf, Jóka?“ „Það er: „Nú eruð þér hreinar. Þetta var rækilegt bað.“ „Haldið þér kiafti. Komið bér fljótt með rósa- vatnið, glusserínið og deodorantið.“ „Oar vaskið bér svo haðkerið meðan ég bvíli mig. Komið bér svo og hiálpið mér að finna tækin.“ Og ungfrú Ivarsson stikaði út. bá og tiguleg, hiúpuð liísterknm baðslono. og gekk til herbergia sinna. sem vorn stór da<rstofa með m'anói og plussmublnm. og svefnberberíri facrnrle<ra bi'iið cne<rlnm og snvrtiborði. ásamt stórn bvílurúmi. böktu bleikum, gliáandi silki- dvnnm og púðum. TTngfrújn lét fallasl niður í dún- miúka bvílnna og tewði sig með andvörpum, dauð- uppgefin eftir allt erfiði morgunsins. sem hófst á. alla- vega tevgingum og æfingum á gólfi og upp við veggi til bess að grenna miaðmirnar og lo=na við magann, og stóð vfír f klukkutíma. barnæst bað og þessháttar, sem itók iafnlangan tíma. Og nú var siálf snvrtingin eftir. Ætti hún annars ekki að láta hana bíða? Ungfrúin leit á klukkuna. Ónei, það dugði víst ekki, ætti það að hafast af fyrir hádegi. Bara að stelpan yrði samt dálítið lengi ... Ungfrú lvar,sson bagræddi sér enn, stakk silkipúða undir bakið, og kveikti sér í sígarettu. Hún hálflygndi augunum og bros færðist yfir varirnar. Þetta var nú samt tilvinnandi. Hún var sem sé í þann veginn að verða fræg leikkona, einskonar sljarna. Og svo var það hann Markús. Allir sögðu að þau ættu svo vel saman, tveir lislamenn, sem bæði hefðu fegurðina að æðsta takmarki, og hlutu þessvegna að skilja bvort annað. Og ekki vantaði það, að liann kunni að meta kvenlega fegurð á báu ítigi, bann Markús. Það sýndi hann, þegar hann valdi hana úr öllum þeim hóp, sem ætlaði að hremma hann, þegar hann kom frá útlönd- um, ævintýraprinsinn. í vor ætlaði hann að halda málverkasýningu. En ein átti sú mynd að vera, sem kórónaði allar hinar, og nú leið óðum að vori. Það var marz. Þessvegna hafði hún nú fyrir nokkrum vik- um tekið til við að athuga vax'tarlínur sínar, andlits- fall og hlutföll líkamans, ásamt húð og hrevfingum af enn meiri gaumgæfni enn vanalega, og keypti allar bækur og tímarit um fegrun og snyrlingu, sem hún komst yfir, lagði jafnvel drög fyrir slíkt, — ásamt nýjum fegrunarlyfjum, sem reynzt liöfðu vel, — alla leið vestan úr New York eða Hollywood. Árangurinn leyndi sér heldur ekki. Hún var alltaf að fríkka og öðlast fullkomnari charma. Það sagði Markús líka, og dálítið fleira . . . Já, þetta var alft tilvinnandi . . . Nú hefur stelputruntan farið að reykja frammi, það er ég viss um, heldur hún að ég megi vera að bíða svona og hanga, sem á að silja fyrir í dag, og fara á leikæfingu? Þetta pakk lieldur að maður hafi ekk- ert að gera. Það var barið. Rjótt og sakleysislegt andljt Jóku kom í gættina. „Er ungfrúin tilbúin?“ „Æ ,ertu komin strax? . .. Mikið lifandis ósköp götið hér verið lengi, manneskja. Flýttu þér að finna tækin.“ Jóka tíndi fram á synrtiborðið kvnstur af krukkum, glösum o<r burstum. unz borðíð var nærri alþakið. „Jæia. fröken, nú er það tilbúið.“ Ungfrú ívarsson reisti höfuðið frá koddanum. „Glevmdirðu ekki andlilsserviettunum eða bómull- inni?“ „Nei.“ sagði .Tóka. „Komdu há með kalt vatn,“ sagði ungfrúin, og dróst um leið framúr, settist framan við spegilinn og hóf snyrtinguna. Fyrslt smurði hún varlega andlit og háls úr þrem tegundum smyrsla. Hið fyrsta gerði húðina hreina, annað gerði hana mjúka sem silki, hið þriðja gerði hana hvíla sem mjöll og bjarta sem sól. Þessu næst sat ungfrúin grafkyrr með lokuð augu í slund- arfjórðung meðan smyrslin voru að verka. Að því Framþcdd á 3. síðu.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.