Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 8
Það er næsta táknrænt, að eitt af því helzta, sem fundið var að Reykjavík sem höfuðborg, var það, að mótak væri ekki nóg fyrir þann fólksfjölda, sem setj- ast myndi hér að. Og vissulega hefur það verið stór ókostur að þeirra tíma mælikvarða. Stjórnin ákvað nú samt sem áður að öndvegissúlur landsins skyldu standa hér í Reykjavík. Heill fylgdi þeirri ákvörðun. Borgin reis upp, og óx með árum að vexti og veraldargæðum. Og þó að mórinn væri ekki nógur, þá höfum við nú Reykvíkingar fengið það sem öllum mó er betra, og gerir allan mó óþarfan. — Heita vatnið. En Ingólfur Arnarson, hinn fyrsti landnámsmaður, kom ekki einsamall hingað til landsins. Konan hans Hallveig Fróðadóttir kom einnig yfir hafið lil þe"s að setjast að hér í landinu lengst í norðri. Ingólfi hefur verið reist minnismerki hér í Reykjavík, og minningu hans haldið á lofti sem verðugt er. En fyrsta konan, sem stofnsetti heimilið sitt hér, fyrsta húsmóð- ir landsins, liggur enn óbætt hjá garði. Og hér eigum við íslenzkar konur verk að vinna. Hér í Reykjavík á að reisa henni veglegt minnismerki. — Hallvtigarstaðir eiga að rísa af grunni. Hinni tiginbornu landnámskonu og fyrstu íslenzku móður, verður ekki reistur veglegri né tilhlýðilegri minnisvarði, en með því að reisa myndarlegt og glæsi- Iegt kvennaheimili, á einhverjum hinum fegursta stað í borginni. Heimili, sem á að verða öllum bornum og óbornum dætrum íslands, til gagns og gleði. — En þó að „margt hafi breylzt síðan byggð var reist,“ — og framvinda tímans hafi gjört Reykjavík að höf- uðborg hins unga íslenzka ríkis, og stórborg á marga vísu, þá er eitt, sem ekki hefur breytzt, og aldrei breyt- ist, það er umhverfi borgarinnar. Hinn dásamlega fagri fjallahringur, eyjarnar og hin bláu sund. Og ekki sízt hinn undursamlegi sólsetursljómi yfir Reykja- vík, sem gerir hana svo sérstæða, fagra og gulli roðna, að í raun og veru verðskuldaði hún að heita „Ljós- björt, Sólbjört, eða einhverju slíku silfurskæru gælu- nafni. Að síðustu vil ég bera fram þá ósk, að Reykjavík verði áfram um aldaraðir hin „gullna borg, við sund- in blá“ og að hún blessist og blómgist um ókomin ár. Kristín L. Sigurdardóttir. Áfengisvarnarnefnd kvenna í Reykjavík og HafnarfirSi stendur saman af 26 kvenfélögum. í stjórn eru: Victoría Iijarnadóttir, form., Jóhanna Egilsdóttir, varaform., Guðný Gilsdóttir og Guölaug Narfadóttir. Húsmæðrafélag Reykjavíkur á þakkir skilið fyrir matreiðslunámskeið, sem haldin hafa verið á vegum þess síðastliðin vetur. Ilafa þessi námskeið verið 4 og 12 nemendur hverju sinni. Matreiðslukennari er frk. Aðal- björg Hólmsteinsdóttir. Með kalkjör- pappír náið þið rósinni á hvaða efni sem er. Gott að taka hana fyrst á lausan miða til að hlífa blaðinu. Saumuð í krag-ahorn og- vasa á einlita kjóla, líka er hún prýðis falleff í bakka- servíettu. JRós í hvert horn. Off sauma má liana með fljótlegum saum neðan til í sumarkjól litlu stúlk- unnar allt í kring;, vitan- lega með löngu milli- bili. I»essi prýðisfallegi prjónabekkur á að vera í drenffjapcysu, ofan við snúning að neðan og eins á ermunum. Peysan annars ljós„ einlit. Aðallitur □ g;rátt #Rblátt x rautt • o ífult eða hvítt. Nýtt kvennab'lað óskar höf. Dalalífs til hamingju, að hafa nú lokið hinu mikla verki, sem halda mun nafni hennar á lofti um ókomin ár. Lesandi 5. bind- isins lét svo ummælt að hún hefði viknað er hún lagði það frá sér, og vita að hún fengi ekki oftar að heyra frá neinu af þessu fólki. Þetta væri eins og að kveðja nánustu vini sína í síðasta sinn. ÞUNGLYNDI l Falla tár við raunarök, reynslan: jár og mœSa. Ein er báran ekki slök, alltaf sárin blæSa. Lilja Björnsdóttir. 6 NÝTT KVENNABI.Af)

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.