Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 13
MABGBÉT JÓNSDÖTTIB: FLÓTTI FRAMHALDSSAGAN Dagarnir liðu, hver á fætur öðrum. Ingigerður reyndi að gleyma návist Evu, við sín daglegu störf. En það var hægra sagt en gert. Hún sá hana við og við, og ávallt við máltíðir. Eva ávann sér brátt hylli ýmsra. Hún var vel klædd og glæsi- leg eins og áður, talaði dönsku reiprennandi j)g gat tekið þátt i samræðum um ýmislegt, menn og málefni. Ingigerður reyndi að forðast Jiana eftir megni, án þess þó að sýna af sér fálæti. En samt var ekki trútt um, að fólk á hæl- inu furðaði sig á því, að þessar tvær samlendu konur skyldu ekki hafa meira samneyti. Eva hresstist við og fékk eilítinn roða í vangana og sællegra yfirhragð, svo að eftir þriggja vikna dvöl í hælinu hafði hún ráðið þaðan brottför sína til Kaupmannahafnar — og síðan til íslands. Ingigerði grunaði, að það stæði til, að Björn kæmi til Danmerkur á fund konu sinnar, en hún vonaði, að Eva mundi sýna þann manndóm að láta hann ekki sækja sig til Lindi- gerðis. Sennilega hafði hún skrifað honum og sagt honum frá þessum óvæntu samfundum þeirra eiginkvenna hans beggja. Eitt sinn hafði hún af tilviljun rekizt á bréf til Evu í forstofu hælisins, einn morguninn, og þekkti á því rithönd Björns. Þann dag var hún talsvert utan við sig og var sem henni félli allur ketill í eld. Öðru sinni var það, er Ingigerður átti frídag og ætlaði niður að sjó til þess að baða sig, að hún gekk fram á Evu. Hún sat á bekk inni í skógi, skammt frá veginum .Ingigerður ætlaði að halda áfram hiklaust. En Eva kallaði til hennar. — Komdu hérna, Inga, og rabbaðu við mig! Ingigerður var á báðum áttum, en nam þó staðar. — Ég veit ekki, hvort við eigu,m nokkuð vantalað — sagði hún. — O, jú, það ibýst ég nú við, sagði Eva þá. Hún var ekki lík sjálfri sér, virtist Ingigerði, bljúgari og þýðari en hún átti vanda til. Ingigerður settist á bekksendann. Eva hélt á dálítilli ljósmynd. inn langi,“ og fer um hann lofsorðum. Ég get tekið undir það. Ekki vegna þess aS trúaratriði eru ekki nefnd, heldur þrátt fyrir það. En ég fyrir mitt leyti sé nú ekki annað en að hann játi guðdóm Krists í niðurlagi sálmsins: „Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós.“ Ég veit ekki hvernig á að skilja þetta öðruvísi, því þetta er ekki hægt að segja um nokkurn mann. Það er aðeins hægt að segja um Guð. Frúin minnist , að lokum, á lestur Passísálmanna í útvarpinu. Það ætti ég að geta leitt hjá mér því það kemur þessu máli ekki við. En fallega hafa þeir verið lesnir í vetur, og það svo, að þessi bóndi tekur fram öllum þeim sem lesið hafa þá í útvarpið. Það er auð- heyrt, að hann hefur iðkað þennan lestur. Hann er skemmti- lega ljóst dæmi þess, hvernig íslenzk alþýða hefur kunnað að fara með sín dýrustu ljóð. (í apríl 1952) — Á. Th. — Þetta er drengurinn minn — sagði hún og rétti mynd- ina til Ingigerðar. Myndin var af fallegum, broshýrum drenghnokka. Hann bar svip beggja foreldra sinna, en líktist þó föðurnum meira. — Jæja — svo að þetta var þá erindið, að skaprauna mér, hugsaði Ingigerður. — Þetta er efnisdrengur — sagði hún upphátt. — Ég hef oft hugsað um þig, Inga, sagði Eva. — Ég hef vist verið óttalega vond — gert þér mjög mikið illt. — Ó, já, svaraði Ingigerður. — En þú hafðir sjálfsagt rétt fyrir þér. Veilurnar liggja í manns eigin skapgerð. Þú gazt kannski ekki breytt öðru vísi. Ég er þér ekkert reið lengur. Þú hefur sjálfsagt verið Birni betur að skapi, og fætt honum þenna fallega dreng. — Æ, ég veit ekki, hvað segja skal .En mér þykir vænt um, að þú hatar mig ekki. Ég hef verið veik. Ef til vill er ég ekki jafn vond og tilfinninglaus og við mætti búast. Ingigerður stóð upp. — Jæja! Vertu sæl Eva, og gangi þér vel. Ingigerði var óvenjulega létt fyrir brjósti þegar liún gekk áfram leiðar sinnar niður að baðstaðnum. Innri friður gagntók huga hennar. Hún hafði unnið sigur nú — og komið vel og drengilega fram við konuna, sem hún hafði fulla ástæðu til að hata. — Nú var hún á förum. Þessum spenningi var senn lok- ið. Það þyngdi aftur yfir. Fram undan þóttist Ingigerður sjá marga gráa hversdagslega daga. Ekki gat hún verið hér í Lindigerði um aldur og ævi. En allt fór öðru vísi en til stóð. Örlögin eru undarlega óút- reiknanleg, og virðast á stundum nokkuð duttlungafull. Eva veiktist hastarlega eina nóttina, án þess að hægt væri að gera sér grein fyrir nokkurri orsök. Læknir sa, er hafði eftirlit með fólkinu að Lindigerði var þegar sóttur og lét hann tafar- laust flytja hana á sjúkrahús í borginni, og þar dó hún eftir mjög skamma legu. Það lá ekki alveg ljóst fyrir, hvert banamein hennar var, cn talað var um blóðtappa, en það gat vist ekki verið. T.iklega hafði það verið einhver hjartasjúkdómur. Þetta gerðist jllt með svo skjótri svipan, að örðugt var að atta sig á þvi. Tiirni var auðvitað gert aðvart, en um seinan, svo að hann hitti hana ekki lifandi. Skömmu áður en Eva dó, komu boð til Ingigerðar, og var hún beðin að koma til viðtals við Evu í sjúkrahúsinu. Hún 'hlýddi því kalli, og þó hálf nauðug. Enginn neitar bæn deyj- andi manns, ef annars er kostur. — Ég veit, að ég á að deyja — mælti Eva, þegar Ingigerður var sezt á stól við höfðalagið hennar. Hún var með fullri rænu. — Þú fiírðar þig sjálfsagt á því, að ég skuli vilja tala við þig. Æ, það er sárt að þurfa uð deyja svona ungur. Þú hlýtur að skilja það, Inga, og fyrirgefa mér. Það er ekki víst, að ég sé eins hjartalaus og þú heldur. — — Ég sagði þér það um daginn, er við töluðum saman, svar- aði Ingigerður. — Það er víst ekkert að fyrirgefa. Maður ber örlögin í sjálfum sér — eins og þú sagðir einu sinni — eða meintir að minnsta kosti. — Ég hef unnið að því markvisst í sex ár, að fæla burt allar gremjuhugsanir og yeyna að óska öllum góðs. Það var vitur maður, sem ég var samvistum örlítinn tima, af tilviljun, sem opnaði augu mín fyrir þeim sannindum, að sá sem ber kala og hatur í brjósti getur aldrei notið neinnar sannrar gleði. Eva rétti fram böndina. NÝTT KVÉNNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.