Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.05.1952, Blaðsíða 14
— Og svo er það nú dálítið meira — sagði hún. Þú veizt, að ég á litinn dreng — Þú sázt myndina af honum. Eyvindur heitir hann. Ég bið þig að taka hann að þér. Hvernig sem á því stendur — og þó að ég eigi það sízt skilið af þér — þá treysti ég engum eins vel til að annast hann og þér. Ingigerður hljóðnaði við og varð sein tii svars. Hún hafði tekið í hönd Evu og þrýst hana til sátta. Loks sagði hún: — Er það nú vist, Eva, að þú komist ekki til heilsu? Og þótt svo fari, að þú eigir skammt eftir ólifað, ertu þá viss um, að Björn tæki því vel, að ég, einmitt ég færi að skipta mér eitthvað af uppeldi sonar hans? — Ég veit, að ég á skammt eftir — sagði Eva í lágum hljóðum. Hún átti augsýnilega erfitt með að halda samræðun- um áfram. — Ég er viss um, að Björn hefur saknað þín. Það kemur margt til greina í samhúð karls og konu, sem ekki verður séð fyrir. Hann hefur ásakað sig mikið — og yrði glaður, ef hann gæti bætt á einhvem hátt fyrir brot sitt. —• Ingigerður þagði enn um stund, en mælti svo — og var ekki laust við, að rödd hennar titraði: — Ég get lofað þér því, að ég skal líta til með drengnum, eftir því sem ég hef bezt vit á, og fæ því viðkomið — ef — eða svo framarlega sem Björn leyfir það, ef þér er það einhver huggun. En láttu þér samt ekki detta í hug, að ég vilji hafa nema sem allra minnst saman við Björn að sælda, eftir allt, sem á undan er gengið. — Eva dó eins og áður er sagt nokkrum dögum eftir að þetta samtal fór fram. — Björn kom til þess að sækja lík hennar. En eigi bar fundum þeirra saman að því sinni, Ingigerðar og hans. En hálfu ári, eða þar um bil, eftir að þessir athurðir gerð- ust, stendur Ingigerður við borðstokkinn á skipi, sem á að flytja hana til fslands, heim úr útlegðinni, eftir nærri þvi sjö ár. Hún er ekki nema rúmlega fertug kona, en margþætt lífsreynsla hefur sett allmarga silfurþræði í jarpa hárið henn- ar. f handtöskunni, sem hún her í hendinni, er bréf frá Bimi, sem eitt sinn hafði verið eiginmaður hennar. Ingigerði er ekki vel ljóst, hvers hann óskar af henni. Hann talar um síðasta vilja Evu, og lætur í Ijósi, að hann geti varla vænzt þess, af Ingigerði, að hún taki bæn Evu til greina. Skipið nálgast land. Ingigerður hefur þegar séð fsland bregða enni upp úr djúpum bárum, eins og stendur í ljóði góðskáldsjns — og hún hefur fengið tár í augu við að horfa á hátign þá. Líklega hefur aldrei á ævinni verið jafnmikil birta og ró yfir hug hennar og nú. Hún veit að vísu ekki fremur en endra- nær, hvað framundan er. En hún stefnir að ákveðnu marki. Sjálfsagt finnst mörgum kjaftakindum heima á Fróni matur í því, ef bún tekur að sér uppeldi Eyvindar litla Eydal — og gengur honum í móðurstað. En J>u5 skiptir hana engu, og hún gengur ekki að því gruflandi. Hún vill ekki hugsa um fortíð- ina. Hún hefur sigrazt á henni — og eins og svo oft úður, bið- ur hún til guðs um styrk til þess að reynast þeim vanda vax- in, er hún hefur tekizt á hendur. Og síðan hvarflar hugurinn eins og hann hefur margsinnis gert þetta síðastliðna misseri, til draumsins, er hana dreymdi nóttina áður en Eva kom að Lindi- gerði. Hún sér í huganum sveitina sína, fjöll og hlíðar, lautir og móa, túnið og bæjarlækinn, og að síðustu staðnæmist hún við litla ósjálfbjarga lambið, sem hún fann úti í haganum, í draumnum, og heimalninginn, er seinna kom hlaupandi á móti hennL ENDIR. - TÍSKAN ★ * Falleg sumarfðt. Heilsulindir lífgrasanna — frctmh. ctf 2. síðu. hættir til að skorta. I þeim eru einnig A-fjörefni. Þá eru kartöflur mjög lútargœfar, og er það einn liöfuð- kostur þeirra. En lútarefnin eru, eins og áður er sagt, ómissandi fyrir efnaskipti líkamans. Og þeim er það að þakka, hve vel kartöflur reynast við gigt. Þær gef- ast einnig vel við magabólgum, auk þess sem þær koma í veg fyrir þe'ssa og fleiri sjúkdóma.“ Ennfremur segir Nolfi á öðrum stað í kaflanum um kartöflurnar, þar sem hún getur „um þýðingu þá, sem hráar kartöflur með hýði hafa fyrir verndun tannanna: „Nýjustu rannsóknir hafa sýnt, að rétt undir kartöfluhýðinu er flúorefnasamband. En flúor er eitt aðalefnið í tann- glerungnum. Þar er fundin skýringin á þessum tann- verndandi áhrifum kartöflunnar.“ Um grænmetið segir Nolfi læknir meðal annars: Um næringargildi grænmetis getum við dæmt af því, að í síðustu heimsstyrjöld lifðu flýjandi hermenn mánuðum saman á kartöflum og rófum, sem þeir tóku á ökrum úti. Þetta komust þeir af með gegnum alla erfiðleika og hættur flóttans, og þar að auki batnaði þeim magaveiki, sem þeir höfðu fengið af langvar- andi neyzlu niðursoðinna matvæla.“ Þetta læt ég nægja að sinni úr bók frú Nolfj „Lif- andi fæða.“ En við le,stur hennar kemur manni í hug og ekki sársaukalaust sú raunalega staðreynd, að kyn- slóð fram af kynslóð hefur þjóðin í vanþekkingu sinni og hleypidómum gengið fram hjá heilsulindum ýmisskonar lífjurta án þess að láta sér itil hugar koma að hægt væri að ausa af þeim uppsprettum. En slíkt má ekki henda okkur framvegis og fræðsla í þessum efnum þyrfti sem fyrst að verða svo almenn, að enginn gæti haft þekkingarleysið sér til afsökunar. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Vigdís Kristjánsdóttir opnaði sýningu á málverkum sínum og' gobelein-vefnaði í bogasal Þjððminjasafnsins 5. apríl s.l. Er slíkur listvefnaður fágætur og mjög fagur. NÝTT KVENNABLAÐ 12

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.