Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 5
Á LÆKJARTORGI „Móðurmálið mitt góða, liið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndið að veita.“ i Hvernig mundi Jónasi Hallgrímssyni láta í eyrum málið, eins og það er talað nú á götum Reykjavíkur? Mundi j)að veita honum yndi? Fyrir meira en einni öld hreinsaði hann úr jm dönskusletturnar, sem voru að kæfa j)að eins og illgresi. Nú bætast við amerísk- ar sletlur á liverjum degi. Hvernig verður „móður- málið góða“ eftir tvö liundruð ár? Getur kynslóðin þá lesið Njálu, ljóð Jónasar og Fegurð himinsins? I þessum hugleiðingum sat ég einn góðviðrisdag á bekk á Lækjartorgi ásamt vini mínum, sém var að skoða höfuðborgina. Við vorurn að híða eftir stræt- isvagni. „Af hverjum er þessi stytta þarna á hólnum?“ spyr vinur minn. „Hún er af Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnáms- manni íslands.“ ,,En af hverju situr allt þetta fólk á hólnum?“ „Það er að sóla sig.“ „En skemmir það ekki túnið?“ „Hóllinn er fyrir almenning.“ Vini mínum finnst jietta léleg röksemd. Hann er úr áveit og búmannsefni. „Uss, ekki myndi afi vilja hafa allt þetta fólk á túninu rétt áður en ætti að slá það.“ Ég gat ekki láð honum það. Tvær ungar stúlkur settust á bekkinn hjá okkur. Önnur var ljóshærð, berhöfðuð, hín var með rósóttan skýluklút. „Hvenær ferðu í sumarfríið?“ spurði sú Ijós- hærða.“ „Um helgina. Ég verð í tjaldi á Laugarvatni.“ „Ætlarðu að vera í slaks?“ „Já, það er smartast að vera í slaks, þegar maður er í tjaldi.“ „Nú er Stína búin að fá sér svo agalega smart dress.“ „Hvar sástu hana?“ „Við vorum í geimi í gærkvöldi.“ „Var Gunna þar?“ »Já, og það var nú meiri stællinn á henni. Hún er nýkomin frá Ameríku. NÝTT KVENNABLAÐ „Jónsi og Stjáni eru svaka gæjar.“ „Mér finnst Jónsi alltaf sjarmerandi, en Stjáni er alltaf að reyna að sjokkera einhvern með jæssum rosa bröndurum.“ „Mér finnst þeir alltof forseraðir til þess að hægt sé að 'hlæja að þeim.“ „Þeir passa kannski í kramið á sjoppunum.“ „Mikið agalega er alltaf krádað á Borginni.“ „Varstu þar á laugardagskvöldið?“ „Hvað heldurðu? Og veiztu hvað. Ég sem var allan frídaginn minn að setja toní í hana Guggu, og svo kemur hún á Borgina á laugardagskvöldið og er þá búin að klippa hurt allt permanentið og komin með stælklippingu. Ég held hún sé klikkuð.“ „Er hún ekki alltaf með Göja?“ „Ertu kreisí. Veiztu ekki að það er pikles á milli þeirra. Hún er alltaf með honum Dúdda.“ í þessu bili kom slrætisvagninn, sem við vorum að bíða eftir, og við flýttum okkur upp í liann. „Hvað þýðir gæi?“ spyr félagi minn. „Það þýðir strákur eða unglingspiltur." „Er það góður eða vondur strákur?“ „Það er leiðinlegur strákur. En þú jjarft ekki að nota þetta orð. Það er amerísk sletta.“ „Af hverju eru þá íslenzkir gæjar? Geta jieir ekki verið í Ameríku? Eiga þeir ekki lieima þar.“ „Nafnið er að minnsta kosti Jraðan.“ „Bara að gæjarnir komi ekki í sveitina til okkar afa.“ Strætisvagninn nam slaðar. Við stigum út. Snáðinn stakk höndinni í lófa minn, og við löbbuðum af stað heim. Báðum var svipað í liuga. „Bara að gæjarnir komi ekki í sveitina,“ eins og vinur minn komst að orði: að amerískar sletlur nái ekki að blandast máli fólksins í syeitunum, sem talar það hreinast og bezt, að þar verði enn sem fyrr haldinn vörður um íslenzkt mál og menningu. S.B. VOR EN ENGIN VÍSA — Vor, cn engin vísa., var það svo í ár, engu Ijúft að lýsa, Ijótar ve'Surspár. Alltaf var þó angan innst í minni sál, daginn drottins langan dralck eg þína skál. G. St. 3

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.