Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 6
Ingibjörg Bergsveinsdóttir var ein úr hópi þess unga fólks, sem fékk fría skólavist, síðastl. vetur, á vegum Norræna félagsins. — Hvernig líkaði þér skólavistin? spurðum við Ingibjörgu, er við hittum hana að máli. — Ágætlega. Ég vil byrja á að þakka öllum, er grciddu götu mína á þeirri leið, að mér auðnaðist að njóta skólavistar á samnorræna lýðháskólanum í Kungálv. Sjálfur bærinn, Kungálv, er vinalegur bær. Maður verður þess var, er gengið er eftir aðalgötunni, sem liggur í gegnum bæinn. Til vinstri handar rennur „Götaálv“ breið og lygn til sjávar, en til hægri hand- ar rís fjallið „Fontain“ skógi vaxið. Á smá hólma út í miðju fljótinu rísa rústir Búhúskastala, rústir, sem minna á skilnað og sátt á milli Norðurlanda. Árið 1101 hittuzt þar þrír Norðurlandakonungar til að semja frið. Við endann á þessari gömlu götu stendur svo „Nordiska Folkhögskolan“, Samnorræni lýðhá- skólinn, með hinum 6 Norðurlanda fánum fyrir fram- an. Honum hefur verið valinn hentugur staðut í svo norrænum bæ sem Kungálv er. Ekki eru margir, sem hafa hugmynd um að samnorrænn lýðháskóli sé til. Skóli þar sem ungt fólk, frá Norðurlöndum safnast saman til að kynnast hvorl öðru við nám og starf. Ég vissi ekki hvað lýðháskóli var. Ég hélt að það væri nokkurs konar framhald af gagnfræðaskóla. Skóli þar sem maður lærir almenn fræði, sæti skjálfandi á beinunum í kennslustundunum, reyndi að gægjast í skrudduna, sem liggur á borðinu í stöðugum ótta að vera næsti maður, sem kallaður yrði upp að töflunni til að þylja það, sem bókin segir. En lýðháskóli er eitthvað annað. Þar ríkir sérstakur andi skilnings, skoðanafrelsis og öryggis. Þarna eru allt áhugamann- eskjur, komnar til að læra. Við sitjum í kennslustund- um, hlustum með stöðugri eftirtekt og áhuga á fyrir- lestra sem kennararnir flytja. Skrifum niður hjá okk- ur eftirtektarverð atriði og tölur, og er kennarinn í lok tímans hefur bent okkur á bækur, sem fjalla um þetta eða hitt efni eða bækur eftir einn eða annan 4 rithöfund er nóg að gera í hókasafninu. Við viljum heyra framhald og eftir fyrirlestur um Pár Lager- kvist, nobelverðlaunaskáldið, eða einhvern annan, eru bækur hans brátt horfnar úr hillum bókasafnsins. Við höfum fengið að kynnast ofurlítið verkum hans og lífi, en viljum kynnast honum meira. Við hlustum á fyrirlestra um einveldi Dana og yfirráð jæirra yfir Noregi, fslandi og Færeyjum, og fulllrúa hverrar þjóðar lýsa ástandinu frá sínu sjónarmiði. Allt er þetta rætt í góðvild, hlutlaust án pólitískra áhrifa. Við komum fram með ólíkar skoðanir okkar, sem allar eru fyllilega teknar til greina. Við heyrum norska kennarann tala um vandamál hinna mismunandi mál- lýska í Noregi. Danski kennarinn talar um fjárhags- legt hjargræði í heiminum, eða hann les úr verkum Kaj Munks. Finnlands-sænski kennarinn talar um Álands deiluna, eða hvað er að gerast í heiminum í dag, og við nemendurnir komum með okkar álit, grein- ar úr síðustu dagblöðum og annað. Við hlustum á fyrirlestra skólastjórans um sálfræði. Um hinar mis- munandi manneskjutegundir. Við þekkjum lýsingar á okkur sjálfum og skiljum hvorl annað betur en fyrr. Eða Caren, sænska kennslukonan, lalar um íslenzkar bókmenntir og kynnir Halldór Kiljan Laxness sem einn stærsta núlifandi rithöfund Norðurlanda. Ef til vill talar hún um okkur, fólkið, sem byggir Norður- löndin, hvernig við lítum á hvort annað. Við tölum um stoltan Svía og grobbinn Norðmann o.s.frv., en allt á þetta orsök fyrri tíma. Við eigum ekki að dæma hvort annað, öll erum við frá hinum norræna stofni og lík hvort öðru, en hvert fyrir sig höfum við okkar sérkennileik, sem er einkennandi, og við eigum að virða en ekki lasta. Samnorræni lýðháskólinn er sem aðrir lýðháskólar stofnaður eftir hugmynd Grundtvigs og er til að gefa ungu fólki kjark. Hann var stofnaður árið 1947 af nokkrum áhuga mönnum og er nú rekinn með styrk frá ríkinu. Hann er fyrsti og eini samnorræni lýðhá- skólinn. Þar safnast á haustin nemendur frá Norður- löndum. í vetur voru J>ar 36 Svíar, 9 Norðmenn, 8 Danir, 3 Finnlendingar, |>ar af einn Finni. Einn Fær- eyingur og ég ein frá Islandi. Á hverju ári hefur Is- land liaft einn fulltrúa. Við komum úr ólíku um- hverfi, með ólíka '])ekkingu, á aldrinum 16—45 ára, en við urðum von bráðar sem ein fjölskylda. Allir voru jafnir, kennararnir voru með í hópnum og sam- bandið milli okkar var eins einlægt og hægt er að hugsa sér milli fólks. Hver talaði á sinni tungu, nema ég og Færeyingurinn, sem lærðum sænsku. Við lás- um bókmenntir, sem var höfuð efni skólans, á máli rithöfundanna og komumst að raun um hve mál okkar NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.