Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 10
SVAR TIL Á. TH. Lítillega langar mig til þess að minnast á „athugasemd" Á. Th. við grein minni „Presturinn". Höf. er mér ósammála um margt og sumt virðist mér hún misskilja. Henni finnst aðdáun minni og mati á Iíallgrími Péturssyni og Passiusálmunum ábótavant, að ég muni frekar líta á umbúðirnar en kjarnann, á listagildi þeirra fremur en innihaldið. Ekki skil ég hvernig hún kemst að Iþpirri niðurstöðu, þar sem ég segi, að trú og lifsspeki verði þar eigi aðgreind. Ég er óbreytt alþýðukona og hef litiö vit á list, en trúarljóð, sem ekki byggist á trú skil ég ekki að geti orðiö leiðarljós margra kynslóða hversu listrænn, sem búningurinn kynni að vera. Vitanlega er skáld- ið barn sinnar tiðar hvað trúarskoðanir snertir, en andinn er þar svo hátt hafinn yfir formið, að það veitir aðeins lög- boðna þjónustu. Og sannarlega veitir listin sitt fulltingi klædd sínum fegursta skrúða, en túlkunarþörj heitrar trúar og „al- efling andans" knýr til slíkra afreka, sem passíusálmarnir eru. Lífsviðhorf fólksins er breiði vegurinn, skilst mér á ath. Á. Th. Ég spyr. Hvar ættu prestarnir fromur að halda vörð en við þann veg? Kristindómurinn er ekki tízkufyrirbrigði, það er satt, því kjarni kristindómsins er líf og kenning Krists. En utanum þann kjarna hafa myndazt umbúðir í höndum skamm sýnna manna, stundum svo ógegnsæar, að menn hafa næstum misst sjónir á kjarnanum, en eins og fyrr segir hefur kristin trú ávallt reynzt þess megnug að sprengja af sér fjötrana og sam- ræmast lífsanda hvers tíma. Meistarinn sjálfur fullkomnaði og göfgaði trúarbrögð þjóðar sinnar, byggði á þeim grundvelli: „Ég er ekki kominn til þess að niðurbrjóta lögmálið, heldur til þess að uppfylla það.“ Þó trú Gyðinga væri háleit, einkum á tímum þeirra mestu spámanna, og menning þeirra þrosk- uð, er Jave harður og refsisamur guð, er heimtar auga fyrir auga og tönn fyrir tönn,“ og er aðeins guð ísraelsþjóðarinnar, en guð, sem Kristur boðar er kærleiksríkur faðir allra manna. Gætum við hugsað okkur, að hann heimti fórnardauða síns bezta sonar eins og Jave af Abraham. Nei, en mennirnir heimtuðu hann, samkvæmt eðli sínu, því „Oftast fyrst á þess- um þyrnikrans, þekkir fólkið tign síns bezta manns." Ég vil ógjarnan hneyksla neinn, og ekki ætti ég, fávís kona, að gera neina tilraun til að skýra persónu Krists, en mér er kærst að hugsa mér hann albróðir okkar í holdinu, þannig er lotning mín fyrir honum dýpst og þá verður, fyrir mínum sjónum, öll þjáning hans og lífsstríð mannlegra og sjálfsfórnin meiri. Vissulega er Kristur heilagur, en heilagleiki og helgihjúpur er ekki það sama. Heilagur, því að Guð gaf honum andans mátt í ríkara mæli en öðrum mönnum, og heilagur vegna líf- ernis slns, því meiri kraftaverkum og andans tign er kærleik- urinn, og sínum eigin þjáningum gleymdi Iiann af kærleika til meðbræðranna. Örmagna undir krosstrénu segir Kristur við konurnar, sem aumkuðu hann: „Grátið ekki yfir mér, heldur yfir sjálfum yður og börnum yðar.“ 1 ljósi síns djúpa skiln- ings á skammsýni mannanna biður hann föðurinn að fyrirgefa þeim, sem krossfestu hann og mitt i dauðastríðinu huggar hann píslarbróður sinn. En Iítum nú á þá skriftlærðu, þá, sem héldu hoðorðin, orðs -ins dýrkendur. Ifverju svara þeir Júdasi, þegar hann leitar til þeirra I ýtrustu neyð: „Hvað kemur oss það við? sjá þú sjálfur fyrir því.“ Ætli þetta sé ekki syndin mót heilögum anda, sem Kristur talaði um. „Öllum hafís verri er hjartnanna ís“ segir H. H. Þessi forherðing, þessi andlegi dauði er það, sem 8 meistarinn grætur yfir, það sem fyllir hann réttlátri reiði, og það sem oft hefur dregið skugga efans fyrir sálarsjónir hans. Kronin segir: Ifelviti er það ástand, sem skapast, þegar öll von er úti.“ Marga nótt hefur Kristur gist þá helju, uuz guðstraustið, bænin og trúin á mennina, þrátt fyrir allt, veittu honum hugarró og styrk. Frúin spyr. Ilvað um upprisuna? Vissulega væri það hverj- um „Tómasi" guðsblessun að eiga þá trúarvissu að andi meist- arans hafi birzt lærisveinunum eftir dauðann, hvar svo sem líkaminn hefur hlotið sama stað. Einmitt þangað stefnir leið- arljós mannsandans ákafast og spyr: Lifum við eftir dauð- ann? Enn ekki er okkur í „sjálfsvald sett“ að trúa. Það er fjarri mér að ætla að segja prestunum fyrir verk- um, en svo framarlega sem þeir lita á starf sitt sem þjón- ustu og sálgæzlu, lilýtur þeim að vera nauðsyn, og Ijúft, að fólkið segi þeim, hvar skórinn kreppir að. Hvað myndum við segja um þann lækni, er ekki vildi hlusta á sjúkling sinn lýsa því, hvar liann kenndi sér meins. Við eigum mannval innan klerkastéttarinnar, skáld og rithöfunda, já, liöfuðskáld, og er það kirkjunni mikill ávinningur, því unga kynslóðin metur mannvit og snilli og hlustar gjarnan á þann prest, er mest hefur til brunns að bera, og sannarlega er margt skáldverk vænlegra til útbreiðslu guðsríkis en ræður sumra presta. Kristur var sjálfur skáld og neytti mjög þeirrar gáfu í starfi sínu, eins og kunnugt er, og sá neisti þarf helzt að vera til staðar, ef túlkun eða boðskapur á vel að takast. Starf prest- anna er svo mikilvægt, að þar þarf að vera valinn maður í hverju rúmi. Greinarhöf. vitnar mjög í hina helgu bók, og telur þar allt óskeikult, að mér skilst. Orð meistarans eru óskeikul, því að eflaust hefur postulunum tekizt að vatjðveita þau, en að þvi undanskiidu er Biblían verk manna, sem voru mannlegum takmörkunum háðir, jafnvel þó sumir þeirra séu meðal mestu stðrmenna veraldarsögunnar, svo sem Móses, Davið og Póll postuli o. fl. Samt sem áður er hún heilög bók. Hún er saga Messíasarhugsjónarinnar, sem fæddi af sér hvert andans stór- menni á fætur öðru, göfgaði trú þjóðarinnar og hélt henni við líði. Og fyrst og fremst er hún saga Krists. í þessari bók er svo mikla speki að finna og lífssannindi að trúaðir og vantrúaðir hafa ausið og ausa enn af brunni hennar. En „heilög" máski fyrst og fremst, vegna þess að hrjáð mannkyn hefur til hennar sótt styrk og huggun á för sinni um dimman dal jarðlífsins. Sammála er ég Á. Th. í því, að það er alvarlegt umhugsun- arefni, ef foreldrar eru hættir að kenna börnum sínum „faðir vor,“ og ættu kennararnir að bæta upp þá vanrækslu svo fljótt, sem þeir fá börnin í hendur. Sumir kennarar kenna fjallræðuna utanbókar og er það ekki lítil kristindómsfræðsla. En hvað, sem trú kennaranna liður, er það alls óhæfur kenn- ari, er ekki ber virðingu fyrir kristinni trú, eða miðar starf sitt við siðfræði Krists og lifsskoðun. En hinsvegar vekur öll ofmötun óbeit, og ekki held ég að það sé hyggilegt að tala mikið um trúmál við börnin, beinlinis. Virðingu og traust, í þeim efnum, er börnum eðlilegast að drekka inn í sál sína frá foreldrunum og þeim öðrum, sem þau meta mest, og um- fram allt að þau finni samræmi i orðum og breytni þeirra fullorðnu. Einar Kvaran lætur Steina segja (Vistaskifti) „Á þeim dögum hugsaði ég mér guðhræðsluna æfinlega með svitalykt ..." Annað skáld segir: „Það verður á bók þess svo varlega að skrifa, sem veikur er fæddur og skammt á að lifa.“ Á. Th. kemst að þeirri niðurstöðu, að kristin trú hafi beðið al- varlegt tjón af straumum, sem hingað hafa borizt á síðari tímum. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.