Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 11
Ekki frjálslyndum straumum. Ekkert fljót er svo tært, að það þurfi ekki aðrennsli, annars verSur þaS fyrr eSa síSar dauSahaf. Að sjálfsögðu eru þessir straumar mishollir og mis- jafnir að gildi, en eins og Gamalíel sagði forðum fellur þaS um sjálft sig, sem fánýtt er. Frjálslyndi er nauðsyn allri menn- lngu og andlegu lifi. Ein aðal ákæran á hendur meistaranum frá Nazaret var, aS hann var svo frjálslyndur, að hann hafði að engu og dæmdi ómerkar kennisetningar, ef þær brutu í bága 'ið bróðurkærleika hans og miskunnsemi. „Hann samneytir tollheimtumönnum og umgengst bersynduga." „Blés á letrið hróðurandinn, bókstafirnir fuku til,“ segir í fögru ljóði eftir Gr. Th. um bersyndugu konuna. Að vísu er efinn þar á ferð, er nýir straumar ryðja sér til rúms, en einnig hann er heilsusamlegur, enda hafa margix andans afreksmenn gengið undir þá eldskírn, jafnvel sjálfur Kristur. Satt er iþað að vísu, að tortímingu hefur efinn valdið, en er ekki eldurinn oft notaður sem tákn þess göfugasta og háleitasta og þekkja þó allir eyðingarmátt eldsins. I Eitt skálda okkar kallar efann pílagrím sannleikans, er vökvi skilningstréð með táradögg. Ilann kemur eins og dagur eftir draumanótt, með nýja sorg og nýja þrá og nýjan þrótt. Spurnaraugum horfir hann í huga manns og leitar huldra svalalinda sannleikans.----- Á. Th. minnist á húslestra, og er það efalaust rétt, að þeir inunu víðast niður lagðir. Víst er lielgi um þá minningu í hugum okkar eldra fólksins nú, þó okkur þætti „lesturinn" stundum langur og biðum með óþreyju eftir því að pabbi segði „amen.“ En Ríkisútvarpið flytur nú messu frá kirkjum höfuðstaðarins á hverjum helgidegi, og er það sízt ómerkara, og einskonar morgunbænir á hverjum morgni. En húslestrar, bænagjörð og kirkjurækni er því áSeins guðþjónusta að það hafi mannbætandi áhrif. Enginn er betri fyrir það, út af fyrir sig, að hann trúir því, sem kirkjan kennir, breytnin er ávext- irnir. „Trúin er dauð án verkanna," segir í Biblíunni og ennfr. segir Kristur beinlínis um kirkjurækni: „Far og sætzt við bróður þinn, kom síðan og ber fram gáfu þína,“ og „Ekki munu allir þeir, sem til min segja: Hcrra, herra, koma í guðsríki, heldur þeir, sem gera vilja Föðurins." Að þverrandi kirkjusókn eru margar ástæður, margræddar og öllum kunnar, en ekki var það nú af trúrækni einni saman, að afar okkar og ömmur sóttu kirkju á hvcrjum messudegi. Kirkjuferðir voru, í þá daga, einu mannfundirnir, sem almenningur álti kost á að sækja, og fór þvi fólkið til kirkju, í og með, til þess að sýna sig og sjá aðra, og er það einkar mannlegt og gat verið mannbætandi á ýmsan hátt, en það er kunnara en frá þurfi að segja, að nú íþarf enginn að sækja kirkju af þeim ástæð- um. En víst er það prestunum raun, og anda þeirra hættulegt að messa í hálftómum kirkjum, jafnvel þó þeir viti að ástæðan er sjaldnast óvirðing á kirkjunni né starfi hans. Ég læt nú útrætt um þessi mál, og vona, að frúin geti verið mér sammála um margt. Við leitum báðar þess sama, en greinir litið eitt á um leiðir. „Leitið og þér munuð finna,“ segir meistari okkar. Merkur höfundur leggur kínverskum menntamanni þessi orð í munn: „Trúarbrögðin eru mörg, og hvert hefur sitt hlið á himnum." Mér er ekki grunlaust um að Á. Th. finnist tilvitnanimar helzt til veraldlegar, en þvi er þar til að svara, að guðsorð er víðar að finna en í Biblíunni, því guðsorð er hvert það orð, er miðar að því að bæta og göfga mannlífið. 1 júní 1952. — G.B. VERKASKIPTING ÁSur var fátækum konum meinað að hafa börn sín hjá sér, fóru þær oft í vinnumennsku með eitt barnið, ef þær misstu manninn, en hinum börnuum var skipt á bæi, sem þá vildu taka þau. Þvílík meðferð á sér ekki stað lengur. Alþýðutryggingarnar bafa breytt þessu mikið. Nú getur móðirin haft börnin hjá sér. En ekki er öll nótt úti. — Þá vilja konurnar fara frá börnunum og vinna utan heimilis. Það var kvöl, að láta taka börnin frá sér. Nú er það kvalræði að tstauta við þau, og ekkert upp úr því að hafa. Eldri konur er muna það, að fjölskyldunni var sundrað, eiga bágt með að skilja okkur. Þá eru það ekki allar konur, sem bera það traust til vöggustof- anna og dagheimilanna, að þær séu alveg ánægðar með þá ráðstöfun fyrir börn sín. En æskilegast væri, að foreldrarnir gætu sinnt börnunum á víxl. Faðirinn til jafns við móðurina. En einhvern veginn er það svo, að karlmenn, þó feð- ur séu, kæra sig ekki um að passa barnið sitt, sinna þörfum þelss að sínum hluta. Verkaskiptingin er enn svo greinileg, að mamman á að sinna börnunum en maðurinn að afla fjárins til lífs framfæris. Þarna liggur fiskur undir steini. Konur hafa af fáu meira gaman en vinna fyrir peningum, en þó því aðeins að þær geti verið alveg öruggar um barnið sitt, eða jafn öruggar og faðirinn er, sem veit, að það er betur að því hlinnt heldur en hann gerði það sjálfur. Konum- ar fyndu þessa sömu tilfinningu, ef faðirinn passaði þau hálfan daginn. Þá yrðu konurnar þar með mönn- unum jafn frjálsar. Vissulega skildar engin hjón til þess að skipta svo jafnt með sér verkum, en æskilegt væri það. Konan getur aflað tekna til jafns við manninn, þegar véla- kostur léttir undir erfiðisstörfin. Sennilega væri verst að koma þeissu við við sjósóknina. Sjómennirnir gætu ekki alltaf stokkið í land part úr degi. En stefna ætti í þessa átt sem auðið væri. Væri það réttmætara og skemmtilegra fyrir báða foreldrana. Með því móti yrði konan aldrei eims og vinnukona hjá manninum, og maðurinn yrði aldrei eins og þræll heimilisins. Börn, sem hvorugt foreldranna nennir að sinna er hætt við að verði að ýmsu leyti verri menn, þó hægt sé að koma þeim upp á barnaheimilum. Það þarf mikla stillingu til þess að sinna barni og alúð til þess að uppræta óknytti, ef þeir koma í ljós hjá barninu. Þá er ekki til neins að halda fund eða kjósa nefnd, og hæpið að nokkur lagi það nema ástúðlegir for- Framh. á 13. síSu. NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.