Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 12
p (Sheila Sibley) Alison ýtti diskinum frá sér og andvarpaði, en svo laut hún lítið eitt niður og sá J>á spegilmynd sína í hinum gljáandi tepotti. Ávalar hliðar hans „flatter- uðu“, gerðu andlitið minna, og hárið sýndist sem tunglskinsgeislar. — Ég nýt þess að spegla mig í tepottinum, sagði hún. — Þá get ég ímyndað mér, að ég sé fegurðar drottning. — Það ertu líka, ástin mín, sagði Bill og leit upp úr dagblaðalestrinum. Alison hristi höfuðið og stóð upp. — Þú ert rugluskrjóður, Bill. Hversvegna seg- irðu ekki það, sem þig raunverulega langar til að segja: Alison, ætlar þú að fara fram og vita hvort pósturinn er kominn? — Já, þá bæti ég því við, ástin mín, sagði Bill. Hann leit brosandi á eftir henni, þegar hún livarf út úr dyrunum, rösk í snúningum eins og venjulega. Það var þetta létta og óútreiknanlega, sem einkenndi allar hennar hreyfingar. Rökfræði eða skynsemisgrufl lá heldur ekki fyrir Alison. Hún fór eftir eðlisgáfu meira en heilabrotum, og komst oft eins langt með því móti eins og heimppekingurinn, sem alltaf snýr á ný itil upphafsins. Hún kom aftur með bréf í hendinni. — Er það ekki undarlegt? sagði Alison. — Tvö bréf .... annað til mín og annað til þín. Þetta er rélt- læti. Þau opnuðu bréfin samlímis og sögðu í einu: —- Það er frá mömmu! Hvað skrifar mamma þín, spurði Alison — leslu hátt fyrir mig .... — Nei, nei, andmælti Bill — flýttu þér heldur fram og útbúðu brauðpakkann minn til morgunsins. Ég lets bréfið á meðan. Alison sendi honum fingurkoss og fór fram í eldhús. Þegar hún kom aftur sagði Bill, vandræðalega, og leit upp úr brófinu og á bréfið aftur: — Alison! — Ja . . ha . . á. byrjaði hann hikandi. Þú kannast við Júlíu .... svo þagnaði hann. Alison leit til hans með ertnislegu brosi: Meinarðu Rómeós? spurði hún. — Nei, vissulega ekki, Júlíu systur mína. — Nú, systur þína, hvað er um hana ... ? — Mamma segir, að Júlía hafi fengið vinnu í Man- chester .... og hún hefur fengið þar litla, hentuga íbúð, þó ekki láti sennilega í eyra. En skilurðu, þá finnst mömmu íbúðin í Kensington of stór handa henni einni, og hún hefur sagt henni lausri. Datt henni þá í hug, þangað til hún nær í aðra minni, sem hentar henni .... já, svo ég komist að efninu. Hún spyr hvort við munum hafa nokkuð á móti því að .... Hann þagnaði aftur. — Hvort við hefðum nokkuð á móti, að hún byggi á meðan hjá okkur, í gestaher- berginu, lauk Alison við setninguna, og beit á jaxl- inn. — Já, mamma segir, að það mundi aðeins vera henni til ánægju, að hjálpa þér við húshaldið, svo þú gætir helgað þig ritstörfum. — Já, takk. Ég vil helzt vera laus við gesti í eldhúsinu, tók Alison fram í fyr- ir honum. — Það er ekki gestur, Alison, sagði Bill særður. — Það er móðir mín. Ó, Alison, bætti hann við með biðjandi augnaráði, mamma er æfinlega eins og við á, og þú veizt hve fáa vini hún hefur eignast í London. Alison mildaðist, er hann var svona bljúgur. — Jæja þá, stundi hún og gaf eftir, — en ekki kannski mjög lengi? Bill? Móðir þín er indæl, en ég vil samt heldur vera ein með þér. — Það getur þú ímyndað þér, að ég vil helzt líka....búa einn með þér. Hvað skrifar móðir þín, Alison? .... — Ekki neitit sérlegt, sagði Alison og byrjaði að lesa bréfið yfir aftur. — Ilenni líður vel .... Hún skrifar mörg góð ráð . . . .og jú, Bill! Hér stendur svei mér nokk- uð! Hlustaðu á: Mér líður sjálfri mjög vel, en ég er smámsaman orðin þreytt á verzluninni. Hún hefur líka gefið svo góðan arð síðustu 10 árin, að ég get leyft mér að láta undan síga. Ég vil segja y.kkur það eins og það er, kæru börn, að ég hef selt verzlunina. Ég hef fengið mikla útborgun og tryggingu fyrir af- ganginum. Nú er bara spurningin, hvernig ég á að koma mér fyrir í framtíðinni. íbúðina varð ég vitan- lega að láta af hendi til nýju eigendanna ásamt verzl- uninni. Ég hef enn ekki ákveðið mig, hvort ég leigi litla hæð í húsi, lielzt þá einhversstaðar í námunda við ykkur, eða hvort ég á að kaupa lítið lyslihús. Kæra Alison, hvernig heldurðu, að Bill tæki því, ef ég kæmi og byggi hjá ykkur, þangað til ég hef tekið endanlega ákvörðun .... Alison leit á Bill. Ef hann hefði ekki verið hennar elskulegi eiginmaður, hefði hún kannski sagt, að hann væri illa súr á svipinn. — Því er nú verr, að við höf- um aðeins eitt gestaherbergi, sagði hann. — Þar sern NÝTT KVENNABLAÐ 10

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.