Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 13
hjartarúm er, vantar aldrei húsrúm, sagði Alison Weinfýsin. — Sé pláss fyrir eina mömmu, þá geta Þ®r eins verið tvær. Við setjum annað rúm í gesta- herbergið. — Þær geta ekki umborið hvor aðra, sagði Bill. — Við getum náttúrlega hagað því öðruvísi, stakk Alíson upp á, stríðin. — Mamma þín fær gestaher- tergið, mamma og ég verðum í okkar svefnherbergi • • • • og svo getur þú sofið í baðkerinu. —- Þú getur látið mig sofa í baðkerinu eða upp á þaki, mér stendur það á sama, en ég halla mér hvergi utaf án þín. Alison hló. Það fór henni vel og Bill rök- studdi tíuþú|Sund sinnum, að það væri ómögulegt að lýsa því hve yndisleg hún væri. Vitanlega var hægt a® romsa upp, hvað hún hefði sólgyllt hár, augun v*ru eins og gleymérei og munnurinn sem angandi fðsarblað, en það náði ekki að lýsa hennar ósegjanlega yndisleika, hennar töfrafegurð, sem breyttist eins og vorveður, frá því að vera ertin ástleitni til bljúgs yndisþokka. Það var líka af því hann stóðet ekki alla þessa eiginleika, að hann með tilhliðrunarsemi í huga °g blíðasta brosi, sagðist með ánægju taka á móti báðum tengdamömmunum. — Það verður kannski alls ekki eins slæmt eins °g við gerum okkur í hugarlund, sagði hann hug- hreystandi. — Nei, umlaði í Alison, — en við gelum átt á hættu að það verði verra. Móðir Alisons kom á undan. Þegar silfurgrái sport- Vagninn flautaði, þekkti Alison flautið og hljóp fagn- andi út, til að bjóða móður 9Ína velkomna. —• Georginurnar þínar dafna, Alison, sagði frú Adams með aðdáun, er þær gengu gegnum vel hirt- an garðinn. Alison hló ánægjulega. Hún fór með móður sína upp í gestaherbergið, hreint og fágað. —■ Afbragð! sagði frú Adams og leit í kringum sig —~ en — tvö rúm! Þau taka of mikið pláss, mætti ekki Gytja annað upp á loft? Alison fór hjá sér og roðn- aði. -— Jú — víst, en mamma! Við eigum von á móðir Bills til að vera hér tvo-—þrjá daga. —- Alison, segirðu satt! kveinaði frú Adams. —• Kemur frú Bryant .... sú kvensa .... '— Hún er tengdamóðir mín! sagði Alison. Þegar frú Bryant kom, sagði hún ekki „kvensa,“ en hafði orð um, að hún hefði ekki haft hugmynd um að frú Adams væri komin .... Hún sagði það ekki beint, að þá hefði hún ekki komið, en það var hægt að renna grun í það af tónfallinu. Ge9tunum var frekar skapþungt um kvöldið, þó aHt væri nokkurnveginn á yfirborðinu, og ekki batn- NÝTT KVENNABLAÐ aði það næsta dag. Það varð þó ekki opinber fjand- skapur milli tengdamæðranna, en kalt undir niðri. Og ekki var það skemmtilegt fyrir ungu hjónin að vera vitni að smjaðurmæli og uppgerðarsvip þeirra. Móðir Bills prédikaði skynsemi og hagfræði, hún fór eldsnemma á fætur til að elda hafragraut og lét Bill borða með sér, og Bill gleypti hann mótþróalaust, þó hann mætti annars ekki heyra hafragraut nefnd- an. Frú Bryant fullyrti að hann væri undirstaða góðr- ar heilsu. Frú Adams drakk öl á undan morgunverði .... fékk sér til hressingar glas af „Cherry“ í staðinn fyrir te seinnipart dags, „cocktail“ á undan miðdagsmatn- um, og á kvöldin varð hún að fá veikt „\vhizky.“ Frú Bryant sagði blíðlega, að hún drykki aldrei spiritus bversdagslega .... á áherzlu orðanna mátti heyra, að hún meinti, að hún væri elcki eims og sumir, forfallin í drykkjuskap. Þau fóru öll í kvikmyndahús um kvöldið. Það var Bill, sem stakk upp á því. Hann hafði sem sé ekki löngun til að hlusta á tengdamæðurnar skiptast á háðglósum og móðgandi ummælum. Eftir að þau komu úr kvikmyndahúsinu, lét móðir hans í ljósi, að þannig strembnar myndir féllu sér ekki í geð, en móðir Alisons lýsti yfir með duldri hæðni, að sér hefði þótt myndin allgamaldags og fremur volgursleg. BiII og Alison horfðu með skelfingu á það sem fram- undan var. Þar sem aðeins var eitt kvikmyndahús á staðnum, var ekki hægt að eyða næsta kvöldi með nýrri kvik- mynd. Er þau sátu öll fjögur eftir matinn í dagstof- unni, fannst Alison hún vera að missa móðinn. Hún óskaði eins og drukknandi maður eftir hálmstrái .... eftir einhverju, sem gæti frelsað þau öll, úr þeissu ósamræmi. — Bill! sagði hún, og fann hugarléttir. — Skyldi móðir þín nokkurn tíma hafa flett myndaalbúminu, þar sem við settum allar gömlu fjölskyldu- og kunn- ingja myndirnar? — Guð sé oss næstur! sagði móðir hennar, þú ætlar þó ekki að fara að draga upp úr djúpinu gamlar myndir? Eins og maður lítur hræðilega út tíu árum efitir að þær eru teknar. — Því mótmæli ég, sagði Bill, Isem hafði með hrifningu gripið í hálmstráið. — Sjáðu bara myndina af þér með Alison þriggja ára í kjöltu þinni .... Þið eruð yndislegar. Frú Adams blíðkaðist og brosti: — Þá voru í tízku þessir barðastóru hattar. Hún gleymdi sér, í minningunni um hve „flott“ hún hafði verið og borið vel þessa geysistóru hatta. — Já .... og mannstu þá, sagði frú Bryant, og

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.