Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.10.1952, Blaðsíða 14
benti á mynd af sér, þar sem hún var með hatt eins og jurtapott, klemmdan niður á eyrun. — Þeir voru alltaf „penir“ þeir hattar, þeir túlkuðu velsæmi og viðkvæmni. Alison teygði sig yfir axlirnar á þeim. — Finnst ykkur þessir hattar fallegir! spurði hún skellihlæjandi. Sjáið þið! Þessi flati og barðastóri er í laginu eins og stór lagkaka! Og hvað segið þið, svo um þessa blússu? með stífum flibba og slaufu! — Ó, manni getur orðið illt af hlátri .... Frú Bryant leit ásakandi til hennar, en sagði ekk- ert. Það var móðir hennar, sem lét í Ijósi gremju þeirra beggja. — Það er sannarlega ekkert til að hlæja að, Alison! isagði hún, móðguð. Hvernig ætli iþér lí'ki, eftir tuttugu ár, þegar dóttur þinni, finnst myndir frá 'þessum tíma svona skringilegar.........? — Dóttur minni o! ...? endurtók Alison, dálítið hvumsa, en áttaði sig strax og benti á næstu mynd: — Nei, viljið þið nú bara sjá! sagði hún og hló dátt. — Þessi tekur út yfir allt! Almáttugur, hvernig hann lítur út! Ó, nei, ég gefst upp! Ilún henti sér niður á stól með hláturskrampa. Bill fór að sjá myr.d- iiia, sem varð orsök að þessari miklu kæti, og hann skellti upp úr, þegar hann sá hinn grannvaxna ungl- ing með glyðrulegt yfirskegg og kolllágan stráhatt, ka:ruleysislegan, halla sér upp að bergfléttuvafinni súlu með vígmannlegu augnaráði. '<— Hann var indæll! .... sagði frú Adams i há- tíðlegum róm. — Hver er þessi fallegi maður? spurði Bill. (Það varð ekki frú Adams, sem svaraði, heldur móðir Bi'Ils, sem með dálítið fjarrænu augnatilliti sagði: — Það er Alfreð Rothbone, Bill! — En, góða mamma .... þekkir þú hann, sagði Bill og reyndi að halda niðri í eér hlátrinum. — Hvort ég þekki hann! sagði móðir hans, móðguð ylfir hvað þeim þótti myndin hlægileg, — hann bað mín, þegar ég var átján ára .... og hann ætlaði alveg að tapa sér, þegar ég tók honum ekki. — Og hvað varð svo um hann? — Svo fór hann til Afníku .... á ljónaveiðar. — Já, en .... mamma! greip Alison fram í, að- framkomin. Þessi mynd er heimanað frá okkur. Síð- an hvenær, þekkir þú hann? — — Síðan hann bað mín, svaraði frú Adams, og fór hjá sér. BiH og Alison voru svo gáskafull að frúnum þótti nóg um, þær litu hver á aðra og hristu höfuðið. i— Og hvert fór hann, þegar þú hryggbraust hann. mamma! skaut Alison inn. 12 — Til Afríku .... á ljónaveiðar! — Ó, Bill .... itókstu eftir? Mömmu Alfreð fór líka til Afríku á ljónaveiðar! >— Já, samþyikkti Bill, kominn að niðurlotum. Þar, einhverestaðar í skógarþykkni, mættust svo þessir tveir Alfreðar eins og Livingstone og Stanley .... og mömmu aðdáandi ávarpaði biðil mömmu þinnar: Hr. Alfreð Rothone! Heyrðu ástin mín, ættum við nú ekki að draga okk- ur út úr félagsskapnum .... Ég býst við að þær tvær, sem Alíreð þráði heitast, eigi eitthvað sameiginlegt að tala um. Hvorki frú Bryant eða frú Adams nefndu Alfreð á nafn fyrr en klukkutíma eftir að þær höfðu af- klæðst og lagað sig til í háttinn og lágu liver í sínu rúmi í gestaherberginu. Frú Adams lá með hendurnar aftur á hnakka og honfði hugsandi upp í loftið. -— Þá .... þá eruð þér Molly? sagði hún spyrj- andi. — Já, Molly Ratford hét ég ung stúlka, samþykkti frú Bryant, — og þér eruð, Janet Marzh ... . ? — Já, heyrðíst hljóðlátlega sagt frá hinu rúminu. — Þér getið ímyndað yður, að ég heyrði margt um yður á þeim árum . .. . ? — Já, góða mín, ég líka um yður .... — Ó, andvarpaði frú Adams, ég man það svo vel enn .... hann leit upp lil yðar .... þér voruð næt- urgalinn hans og prinsessan hans, sagði hann. Þér voruð svo kvenleg og svo blíð .... allt, sem ég var ekki! — Sagði hann það virkilega? muldraði móðir Bills, næstum angurvær. — En ég man líka hve bálskotinn hann var í yður. Hann sagði, að þér vær- uð svo afburða dugleg og framtakssöm, og þér vær- uð stórlynd eins og tigríisdýr .. . .Frú Adams lá þegjandi nokkur augnablik og naut þessarra orða, svo snéri hún sér skyndilega við í rúminu og leit yfir til frú Bryant: — Þér megið ekki misskilja mig, frú Bryant, byrj- aði hún hægt, — ég vil ógjarnan særa yður, en þegar ég hugsa nánar um það, þá .... hann var heimskur náungi. Það var ékki reynt að forsvara Alfreð í hinu rúm- inu, þvert á móti! — Já, þar er ég yður innilega sammála! sagði frú Bryant. — Voruð þér nokkurn tíma með honum úti í skóg- inum? Hann dró mann með sér upp á hæðir, bað- aði út höndunum, sem áhrifaríkast, og sagði: Eg legg allan heiminn fyrir fætur þínar, Molly! NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.