Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Síða 3

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Síða 3
NÝTT KVENNABLAD 13. árgangur. 7. tbl. nóvember 1952. Rakel Ólöf Pétursdóttir Ljósmóðir og brautryðjandi í línrækt hér að nýju 9. nóo. /897. L2). /0. seot. 7952. Árið 1918 brautskráðist Rakel af Ljóímæðraskóla Reykjavíkur og sigldi sama ár til framhaldsnáms við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi með 1. einkunn 1920 og var veitt um haustið ljósmóð- urstarfið á Isafirði. Eftir tvö ár giftrt hún Jóni Þorleifssvni. listmál- ara, og sigldi með honum, haustið 1922, til dvalar í Kaupmannahöfn og var þá veitt þar 1 jósmóðurstarf í einu af úthverfum borgsrinnar, unz þau hjón fluttust hingað til Revkíavíkur 1929. Eftir að bingað kom starfaði hún meðal liósmæðra og lét sér öll heirra mál miklu skinta. Hún var ein af stofnendum Ljósmæðrafélags Reykiavíkur og var for- maður hess fyrstu 9 árin. Hún samdi skipulagsskrá fyrir Líknar og menningarsióð félagsins, er stofnaður v’ar í beim tilgangi að fátækar en efnilegar liósmæður gætu fengið framhaldsmennlun og lagði fram fé í bann sjóð. Hún var hvatamaður að stofnun mæðraheimilis, er brýnust var börf hess. og að stofa var keypt fyrir þær í fvrirhuguðu Hallveigarstaðaheimili. Árið 1932 reistu þau hión sér íbúðarhús við Kanla- skjólsveg, er þau nefndu Blátún, talsvert land fylgdi og tók Rakel að rækta ýmsar nytjajurtir, |)ví hún hafði mikinn áhuga fyrir því, að fjölga tegundum þeirra jarðnytja, er hér gætu þroskast og að gagni mættu verða fyrir þióðina, og 1935 fór hún að gefa sig að Hnrækt og hélt henni áfram lil æviloka. Fornar sögur, og sum örnefni hér á landi virtust henni benda til þess að fornmenn og konur hefðu stundað línrækt hér á landnámsöld. Frá því má segja NfTT KV'ENNABLÁÐ að hún hafi tekið ástfóstri við þessa nytjajurt og sögu hennar og lífsskilyrði. Nægir til að sanna það, að benda á grein er hún skrifaði í Nýtt kvennablað, 4. tbl. 3. árg. Hún tók sér líka ferð á hendur, bæði til Svíþjóðar og Danmerkur, til þess að kynna sér ræktun og vinnslu á líni, sem þar eru viðhafðar. Eftir það vann hún heima í Blátúni, að ræktun línsins og vinnslu til fullnustu, og sýndi á Landbúnaðarsýningunni, er hér var haldin í Reykjavík sýnishorn af ræktun og vinnslu línsins, frá fræi þess til fullgerðra líndúka. Hún vakti, með þessu starfi sínu, áhuga ýmissa, þ. á. m. Klemensar á Sámsstöðum og herra Sveins Björns- sonar forseta á Bessastöðum, er báðir höfðu tekið upp línrækt á jörðum sínum með góðum árangri, þótt enn- þá vanli mikið á að hugsjón hennar sé komið á það stig, sem fyrir henni vakti, sem var, að hér á landi risi upp mikil og víðtæk línrækt og iðnaður, er gæfi þjóð- inni nýja möguleika til að klæðast af eigin framleiðslu í landinu sjálfu. Frú Rakel var mikilhæf og dáðrík kona, einbeitt og reglusöm, og sagði það er hún meinti við hvern sem var, og trygg þeim, er hún gat blandað geði við um áhugamál sín. Sönn kona og skilningsrík móðir. Þau hjón áttu þrjú börn, Kolbrúnu myndhöggvara, Berg og Jarl, öll hin mannvænlegustu. Magnús Gislason. 1

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.