Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 4
IðiisýiilflOin 1952 Nú á síðustu árum hefur mikið ver- ið rætt um íslenzk- an iðnað og afkomu hans, og samkvæmt því hefur hann átt harla örðugt uppdráttar, sem meðal annars hefur stafað af skorti á hráefni. En að sjálfsögðu kemur þar fleira til greina eins og svo oft vill verða um byrjun- arskeið hinna ýmsu hluta. Ekkert verður af engu gjört í mannlegum höndum, en til hlutanna þarf einnig tæknilega þekkingu og ástundun þeirra, sem við störf- in vinna. Sé það ekki fyrir hendi koma brolalamir í bygginguna, enda þó til hennar hafi verið eitt meira en nóg. En þar eð efniviðar þarf með til allra hluta, er það nokkurt öfugstreymi, að um leið og efni vant- ar til iðnaðarins flýtur inn í landið ógrynni fullunn- innar vöru, sem nóg skilyrði eru til að vinna hér. Þegar komið er inn á Iðnsýninguna ber margl fyrir auga. En það, sem fyrst vekur athygli, er látleysi hennar, þar sem ekkert útflúr umbúða um lítinn kjarna er til þess að glepja augað. Um margt af því, sem þarna er til að virða fyrir sér, hefur verið skrifað sérstaklega, en það yrði langt mál, því svo margt er að líta, sem ástæða væri til að minnast á. Sýningin sem heild gefur yfirlit yfir það ?em gerist hér, þar sem hugur og hönd skapa verðmæti til lífsins þarfa og yndisauka. Og fremur væri ástæða til þess að flytja nokkuð út af því sem þar er sýnt sem fullunna vöru, en ekki inn í landið, nema hráefni. Flestar þjóðir þurfa að flytja inn mikið af hráefni, og einkennilegt er það fyrirkomulag að láta þjóð sína sitja auðum höndum og svelta vegna efnisskorts. Iðnsýningin 1952 er Ijóst og alveg umbúðalaust dæmi um það, sem hér er nú þegar hægt að gera og gert. Og það fer varla á milli mála, að einhverstaðar liggur fiskur hulinn undir steini, sem orsakar það að íslenzkur hugur og hönd hafa ekki nóg að gera við slík verk, sem fæða mikinn hluta þjóðarinnar. Eg hef hér í huga þau ótal störf, sem liggja á bak við það, sem fyrir auga ber alveg að því slepptu, sem heyrir ekki undir Iðnsýninguna beinlínis sem slíka. Vil ég taka það fram, að það er þó ekki til þess að skemma neitt, því fleira á rétt á sér en stóriðja og lýsir sér einmitt þar vel hvað í íslenzkri þjóðarsál býr af sköpunarþrá og snilli. Og án þess væri ekkert það til, sem á sýningunni er sýnt, lægi ekki þessi glóðar- neisti fyrir, sem einmitt kemur fram í því sem við köllum iðju eða heimilisiðnað. 1 stóriðnaðinum er þetta orðið að verzlunarvöru fyrst og fremst, en það er fyrir srulli huga og handar, að svo getur öroSð. Framh. á bís. 5. Monika Helgadóttir á Merkigili Þessi mikla dugnaðar- og myndarkona, Monika Helgadóttir, sem býr á næst fremsta bæ í Austurdal í Skagafirði á sér fáheyrða búskaparsögu. Hún fæddist á Ánastöðum í Lýtingsstaðahreppi 25. nóv. 1901 og ólst þar upp við lík kjör og fjöldinn, dugnað og áhuga fyrir sveitabúskap. 1926 giftist hún Jóhannesi Bjarna- syni. Reystu þau bú á Merkigili og búnaðist vel þrátt fyrir mikla ómegð. Eftir nítján ára sambúð missti hún mann sinn frá sjö börnum og einu ófæddu. Sjálf var hún svo heilsulaus að hún bjóst við að burtkall- ast frá barnahópnum á eftir manni sínum. Segist hún hafa lofað Guð fyrir hvern dag, sem hún fékk að njóta návistar þeirra. Þar við bættist að litla stúlkan fædd- ist svo veik að enginn ætlaði henni líf fyrsta misserið. Svo erfiðar voru aðstæður hennar, að mörg kona hefði sjálfsagt látið bugast. En Monika er kjarkmikil og bjartsýn og dæturnar líkjast henni. Tvær þeirra voru komnar yfir fermingu, þegar faðirinn féll frá Þær tóku við húsbóndastörfunum, og þannig hafa þær mæðgur búið síðan, miklum blómabúskap. Heilsa Moniku fór batnandi. Þó hún hafi alltaf verið frekar heilsulítil, hafa dæturnar komist á legg, hver af ann- arri, karlmanns ígildi að dugnaði. Þær vinna öll karl- manns verk, temja hesta og járna þá, binda hey og rista heytorf. Slíkt er einsdæmi nú á dögum. Að sama skapi láta þeim vel innanhússstörf, enda hafa sum- ar þeirra notið húsmæðraskólakennslu, þó hefur ekki áhugi þeirra fyrir heimilinu horfið við það eins og oft vill þó eiga sér stað. í hittiðfyrra var ráðist í að byggja steinhús á Merki- gili. Ekki munu aðrir en tveir smiðir hafa unnið við bygginguna merj þeim systrum, og eru þó erfiðar NÝTT KVENNABÍLAf)

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.