Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 5

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 5
 Fyrsía kaupsíaðar* ferðin mín Senn eru liðin 80 ár síðan ég fór fyrst í kaupstað, ttiargt hefur breytzt á þeim tíma. Þá var engin verzl- uti á Sauðárkróki, nema á sumrin, en þá lágu kaup- skip á höfninni. Litlir prammar fylgdu skipunum, voru þeir hafðir til að flytja fólkið, sem kom framan ur dölunum og héraðinu til þess að verzla. A Hofsósi var gömul, dönsk selstöðuverzlun, þar voru ævagömul verzlunarhús. Mér er í barnsminni, þegar verið var að tala um einokunina í Hofsósi. Þá l'ar verzlun í Grafarósi. Var hún stofnuð og rekin af svonefndu Grafarósfélagi; þar þótti mikið betra vöru- verð. Til Grafaróss fór ég mína fyrstu kaupstaðarferð. Æskuheimili mitt (Ytri-Hofdalir í Skagafirði) var í þjóðbraut, enda var oft gestkvæmt þar. Oft var það, Pegar menn voru aS fara í kaupstaðinn á sumrin aS aðstæður með allan aðflutning, mest megnis allt bygg- ingarefnið flutt á klökkum eins og í gamla daga. Nú er húsið komið upp og vonandi á þessi skörulega kona eftir að búa þar í mörg ár með sínum duglegu dætrum. Enn ^ru þrjú fyrir innan fermingu. Einn son a Monika, en hann er næst yngstur. Þó ekki sé hægt a,ð segja að greiðfær sé heimreiðin að Merkigili, ber oft gesti að garði, því einkennilega fagurt er þar frammi í fjöllunum. Róma allir gest- risni og myndarskap þessa afskekkta heimilis. Síðastliðið haust, á fimmtugs afmæli Moniku, heim- sottu hana margir sveitungar hennar til að gleðjast öieð henni. Flutti þá einn þeirra henni afmæliskveðju, °g fara síðustu tvö erindin hér á eftir. Kunningjakona. Þú hefur okkar sveit til sóma sigrast á búmanns þraut. Frá uppkomnum börnum leggur ljóma lífsgleði í móður skaut. Verkin þín mörgu máli tala manndóms frá þroskans ]ind. Þú ert útvörður Austurdala, annarra fyrirmynd. Gestrisna kona, hlýjum huga hylli eg þig í kvöld. Veit að þú enn munt yfirbuga útsinnings élin köld. Ég hrópa' ei upp ósk, að himinblíða 'þér hossi á örmum sér. Lízt mér fegurra að starfa og stríða, stætt meðan nokkrum er. Magnús Kr. Gíslason. NÝTT KVENNABLAÐ þeir áðu í móunum, tóku ofan klyfjarnar og lofuðu hrossunum að grípa niður á meðan þeir fóru heim og fengu hressingu. Margur þreyttur og svangur vegfar- andi fékk hvíld og saðningu hjá foreldrum mínum, þó að viðtbkurnar væru fátæklegar eftir nútíma mæli- kvarða. Aldrei var þó umferðin um þjóðveginn eins mikil og 14. maí — vinnuhjúaskildagann. Fólksstraumurinn var nær því óslitinn allan daginn. Það fór ýmist út eða suður fólkið, sem var að fara í nýju vistirnar. Sumir voru svo ríkir, að farangur þeirra komst ekki á einn hest og sumir svo fátækir, að þeir höfðu ekki annað meðferðis en lítinn fatapinkil. Sjaldan urðu breytingar á mínu heimili þann dag. Þó var það vorið 1872, að vinnumaður kom til okkar, sem Jón hét og var Guðmundsson. Dóttir hans var með honum fjögurra ára gömul, hún hét Olína Sig- ríður og var kölluð Lína. Ég var 7 ára, þegar þetta gerðist (fædd 4. janúar 1865) og hugsaði gott til að fá þarna leiksystur, því að ég var lang yngst af 11 systkinum. Okkur samdi Iíka vel og áttum marga ánægjustund saman. Þá var siður að veiða fugl og fisk við Drangey á vorin, og af því að Jón var bráð duglegur og vanur sjómaður þá datt nú pabba í hug að senda hann til Drangeyjar. Fuglinn var veiddur á fleka og smíöaði pabbi þá sjálfur um veturinn, hann hafði hefilbekkinn frammi í bæjardyrum. Einu sinni, þegar ég var að leika mér þar í kringum hann, sagðist hann ætla að heita á mig, ef vel aflaðist á flekana um vorið, skyldi hann lofa mér með sér út í Grafarós, einhverntíma, þegar hann sækti aflann. Jón fór til Drangeyjar um vorið og ég var svo heppin að vorið varð afburða gott til sjós og lands; elzta fólk sagðist varla muna eftir öSrum eins afla. Rétt fyrir fráfærurnar sagði pabbi mér að nú ætti ég að leggja upp í kaupstaðarferðina næsta föstudags- kvöld. Mér var ekki nýtt um að vaka, því ég byrjaði að vaka yfir vellinum þá um vorið, en mér gekk illa að sofa á föstudaginn. Um kvöldið fór fólkið á stekk- inn til aS stía lömbunum frá ánum, en ég var drifin upp í rúm og sagt aS reyna að sofna. Lína var látin vera heima mér til skemmtunar, en það var nú raunar ekki heppilegt. ViS fórum aS leika okkur og masa, en úr svefninum varS ekki neitt; ferSahugurinn hefSi líklega hvort sem var haldið vöku fyrir mér. Þegar fólkið kom heim af stekknum, seint um kvöldið, var komið inn með þvottavatn og spari- fötin mín og ætla ég til gamans að lýsa þeim, því mjög voru þau ólík tízkufötum nútímans. Það var rauður kjóll úr fínu vaSmáli, mittissvunta úr rauS- rósóttu lérefti, lítið, stykkjótt bómullarsjal, rautt og

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.