Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 7

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 7
Þessi mynd er úr nýjustu kvikmyndinni af Davíð konungi og Batsebu. Leikin af Gregory Peck og Susan Hayward. Enginn þarf að fara í grafgötur um efni myndar- innar. Davíð konungur í ísrael sendi Hetítann Uría í bardagann þar, sem hann var harðastur og tók liina fögru konu hans. Þetta er endalaust yrkisefni skáld- anna, en sem betur fer er farið með það á ýmsan hátt. Birtum við hér á eftir kvæði eftir Jóti Þorsteinsson á Arnarvatni: Davíð konungur og Oría og brot úr kvæði Davíðs Stefánssonar: Batseba. - Það urðu fagnaðarfundir með okkur. Þeir báðu mig að hlaupa og ná í hrossin, þau voru þar rétt hjá, svo lögðu þeir á og létu upp klyfjarnar, kvöddum við svo sjómanninn okk,ar og héldum af stað heim. Hann fór aftur til Drangeyjar. Okkur gekk vel á heimleiðinni, ekkert bar til tíðinda, sem ég man eftir annað en það, að á melunum fyrir neðan Ósland benti pabbi mér frameftir og sagði að þarna væri Hjaltadalurinn. Ég man enn eftir þokuslæðingi, sem var í fjöllunum. Við komum heim um háttatíma og höfðum þá verið rétt- an sólarhring í burtu. Ég var orðin ósköp þreytt og varð fegin að komast í rúmið. Nú er sagan á enda. Það sem ég keypti í Grafarósi er fyrir löngu komið í glatkistuna eins og við er að búast, tindátarnir voru hafðir í spengur á matarílát, þegar ég var hætt að leika mér að þeim, en hnap]>ana. sem ég fann á ég enn í dag. Það er eins og þessi einsk- isverðu gler hafi ekki getað týnzt. Ég hef oft farið í kaupstað þessi 80 ár, sem liðin eru síðan þetta gerðist, enga þá ferð man ég eins vel og þessa. Una SigurSardóttir, KálfsstöSum. NÝTT KVENNABLAÐ Davíð konungur og Úría Aldrei mundi Uría orðið hafa viðskila, hefði ekki Batseba baðað sig við lindina, Davíð með sinn kvæðaklið klifrað upp á húsþakið, litið þenna sómasið. Svona er stundum hreinlætið! Símaði Jóab heim í hlað: „Hetítinn er orðinn spað!“ Ýmsir heyrðu eftir það öðling spila margraddað. Jón Þorsteinsson. Batseba .... I kvöld þarftu ekkert að óttast, þó leiki ég á hörpuna Ijóð til þín. Batseba, Batseba mín. Loftið var áfengt af ilmi. Af hallarþakinu þig eg sá. í lindinni lékstu þér nakin, ljómandi af æsku og þrá..... Heyrir þú grátið við gluggann? — Af hamingju grætur hörpunnar sál..... Heyrir þú Uría hrópa? Harpan kallar — hlustaðu vel —: Frá í dag ertu í draumi og vöku drottning í ísrael... Heyrir þú sverðin syngja? í strengjunum dynur dauðans ljóð. Yfir ást mína rignir Urías hjartablóð..... Drottinn má dæma mig sekan; þau fyrirgefa mér, faðmlögin þín Batseba, Batseba mín. DavíS Stefánsson.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.