Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Side 10

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Side 10
Af ávöxtunum skuluö þér þekkja p Það er mikið talað um styrjaldarundirbúning, og víst er um það að mikið virðist standa til. Það lýsir því, hversu mikið er af íllsku í mannirium, sökum þe6s að hafnað hefur verið hin- um sanna grundvelli friðarins, en þess í stað gengið á mála við annað en Guð himinsins. Mikla vizku hefur þó Guð lagt manninum til, og sem betur fer er ekki öll vizka notuð til illra verka. Hin sanna vizka er þó í því fólgin að þekkja Guð kærleikans og gera hans vilja. En afstaða mannsins gagnvart Guði birtist einungis í verkunum, hvernig hreitt er við náung- ann. Því eins og stendur skrifað: Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Það er svo margt, sem gerist hér i voru litla landi, sem ekki hefur skógana til að státa af og er því eins og skegglaus unglingur, en er samt stórbrotið í fegurð sinni og tign og ætti það eitt skilið að fóstra einungis göfuga þjóð. Göfgið kemur frá hjartanu, en ekki heila. í hjartanu er uppspretta hins sanna lífs. Það, sem munnurinn mælir hefur ekki mikið gildi, ef verkin vantar, því að þótt tungan tali getur þó hjartað verið kalt og grimmt, og er hvergi vissara en að svo sé. þar sem mest er talað um kristindóm. Auðtrúa sálir láta oft blekkjast af þessu, halda að hér sé um svo vel kristinn mann að ræða, af því hann talar svo mikið og fagurlega. Nei, vel kristinn maður sýnir ávallt trú sína í verkinu. Ég get þó ekki annað en minnst á hinar ágætu ræður, já sönnu ræður, sem haldnar hafa verið undanfarna sunnudaga, vegna prestskostninga hér í Reykjavík. Þar liafa sannarlega verið vel skýrðar, í mæltu máli, tilfinningar hinnar sönnu mann- göfgi, sem er grundvöllur kristninnar, sígildur, og fellst í einu orði, sem er Kœrleikur. Þennan grundvöll birtir svo einstakl- ingurinn með lífi sínu gagnvart meðhræðrum sínum, því að það er fullvíst, að af verkunum einum vcrður maðurinn þekkt- ur, ekki af því, sem syndugum manni getur orðið á, eða yfir- sést með, heldur því, sem hann ástundar með lífi sínu. Kristindómurinn flæðandi fram af vörum, og enda þótt farið sé vikulega í kirkju, og þar með biblían á lofti, bjargar í engu ef verkin vanta, þvi þannig fóru Farísearnir að. Hjartað var þrátt fyrir allt þetta ófrjótt, hart og kalt. Mcr dettur svo oft í hug dæmisagan um miskunnsama Sam- verjann. Er hún ekki sláandi og sígild. Farísear eru ekki síður til í dag en á dögum frumkristninnar. Já! Á ég að gæta hróð- ur míns? Hugsar þú svona, og framkvæmir verknaðinn með því að gera ekkert, eða ef til vill verra en það? — Þessi farí- seaháttur er nú ekki síður ríkjandi hjá þeim, sem halda að þeir séu hetur kristnir en fólk almennt. Ég hygg, að fólk al- mennt sýni meiri bróðurkærleika, en hinir, sem meira tala og þykjast hafa meiri þekkingu. Dæmisagan um misskunnsama Samverjann sannar einmitt þetta. Það var nefnilega Samverji, sem miskunnarverkið vann, en það var álitið að í þeint væri illur andi. Þannig er það með sértrúarflokkana hér, þeir segja heinlínis í kenningu sinni, um þá, sem eru þeim ekki sammála, eða ckki skrifaðir í félagaskrá þeirra, að þeir séu „þjónar Djöfulsins." Þetta er fagur dómur! En sem betur fer er þetta nú ekki úr- slitadómurinn, því að víst er, að margur vinnur Guðsverk í kærleika til meðbróður sins, þó hann sé ekki í sértrúarflokki, og fullvíst er, að aðrir, sem þeim tilheyra, haga sér verr. Eiginkærleikurinn, sem nóg er nú af, leiðir einungis til þess að sýna falska mynd af guðseðlinu, og leiðir manninn til hörku 8 HAUSTMYND 0 jörS, er brann í gliti gulls og víns er gullinjölva og dimmum ro'öa slegin sem máöur glitsaumshjúpur helgilíns um hœSarturna og brekltur lyngs sé dreginn. Hver blómskál ilms, er heitan vordag villt og vœnggyllt skordýr seiddi í glööum leikjum er nú sem goluandar, undur stillt, af opnum kerum veifi fórnarreykjum. En tungliS fullt úr skýjagluggum skín við skuggagrœnan heiðarássins boga og varpar, meðan haustsins dagur dvín, úr dimmum bláma rauðum álfaloga. Hildur úr Illíð. og ósæmileika gagnvart meðbræðrunum. Ég hef fulla ástæðu til þess að ætla það, að mest sé um þennan mismun á meðal fólks í sértrúarflokkunum, eftir þvi sem ég hef kynnst þeim, eða fólki þaðan, og líkast til hvergi siðlausara til en hjá þeim, sem telur sig æðstan allra í kenningu, en stendur fjarstur almennri kirkju í venjum. Það er vel, ef kristindómurinn nær þeim tökum á einstaklingnum, sem til betrunar leiðir, en þegar hann nær ekki hjarta mannsins, en aðeins höfði, verður hann sérgóður farísei. Sértrúarflokkarnir allir, undantekningarlaust, segja hver um sig, að þeir séu með það eina sanna. En við þurfum ekki að leita til neins flokks i þessum efnum, því að hver maður hefur frjálsan aðgang að Guðsbók og getur leitað þar þeirrar fræðslu, sem með þarf, og Guð er allstaðar að finna, og enginn verður hótinu hetri þó hann sé í sértrúar- flokki, en stór hætta er á að fólk hljóti þar óbætanleg sár, eins og dæmin sanna bezt. Má leita mjög vel, meðal fólks almennt, til þess að finna hliðstæðu að jafn siðlausu tillitsleysi og komið hefur fyrir frá einum slíkum flokk, og það í alvarlegu atviki og sem aldrei verða fengnar hætur á. Það virðist koma úr harðri átt, þegar slíkt getur átt sér stað, innan að, frá þeim, sem prédika aðra „Djöfulsins þjóna“ af því að þeir tilheyra þeim ekki. Þetta vita allir, sem hafa hlustað á prédikanir þeirra að nokkru ráði. „Vei yður farísear og hræsnarar“ var sagt, og þetta yrði áreiðanlega ekki síður mælt í dag, á tím- unt sér-elskunnar og hrokans. Það er sannarlega tími til korninn til þess að landslíður al- mennt, fari að skoða afstöðu sína til þessara flokka, sem eru svo alveg ófeimnir að senda út um landsbyggðina líð sinn til þess að smala saman fé manna, til þess að halda sér uppi á, svo nokkrir gæðingar þar fái lifað sem fínir menn, en sem halda að séu að vinna fyrir líðinn. Það verða þó sannarlega fáir af slikum, sem gexa það. Og ekki fremur en þeir, sem tilheyra almennr.i kirkju, þar á meðal er, í sannleika, margt gott folk, því það hirtir kærleika sinn í verki, og eflir samúð og samhug meðal manna, í þvi verkar Guðs andi, og óafvitandi er það leitt af anda Guðs til góðra verka. Guð krefst af manninum skýlausrar hlýðni, hlýðni eins og Kristur sýndi, og Kristur sýndi í verkinu hvernig framkoma, gagnvart vinum og meðbræðrum á að vera. Orðaflaumur, — innantóm orð eru blekking ein, hversu fögur, scm þau virðast vera. Og eins og stendur skrifað: Þótt ég talaði tungum manna og cngla, en hefði ekki kœrleika yrði ég hljómandi málmur og hvellandi bjalla. GuSrún Jónsdóttir. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.