Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Side 11

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Side 11
LEYNDARMÁL HALLARINNAR Stultur úrdráttur. Mér fannst eitthvað óhugnanlegt við gömlu höllina. Það voru hlerar fyrir gluggunum, dyrnar læstar og garðurinn í órækt. Mér var sagt, að hún hefði verið eign Merret greifa. Hann var skapbráður og hroka- fullur, en konan hans var blíðlynd, guðhrædd og fríð sýnum. Sambúð þeirra virtist góð í nokkur ár, en einn góðan veðurdag fluttu þau brott úr höllinni og íbúarn- ir í Vendoms sáu þau ekki framar. Merret greifi dó skömmu síðar í París, en greifafrúin bjó einsömul á afskekktu sveitasetri. Hún var orðin hvít fyrir hærum og ekki nema skugginn af sjálfri sér. Þegar ég uppgötvaði, að Rosalie, vinnustúlka á veitingahúsinu, þar sem ég bjó, hafði verið þerna greifafrúarinnar, bað ég hana að segja mér meira um hana. Eftir miklar fortölur lét hún að lokum tilleiðast. Heimilið var mjög kyrrlátt, sagði Rosalie. Merret greifi var fremur drembinn og kröfuharður, en konan hans var ákaflega bljúg og lét eftir honum í öllu. Jafnvel þegar hún veiktist sumar nokkurt, og hann flutti í svefnherbergi uppi á lofti til þess að verða ekki fyrir ónæði, möglaði hún ekki. Ef til vill var hún fegin að hafa stóra svefnherbergið á neðri hæðinni út af fyrir sig. Gluggarnir á því sneru út að skemmtileg- um garði og á fyrir neðan. I öðrum enda herbergisins var arinn og gegnt honum stór skápur, þar sem greifa- frúin geymdi klæði sín. Meðan frúin var veik, sat greifinn á kvöldin í klúbbnum í borginni og spilaði eða ræddi um stjórn- mál. Um þessar mundir var í borginni margt Spán- verja — stríðsfangar, sem Napóleon keisari hafði lát- ið lausa. Rosalie hafði einkum veitt athygli ungum og fríðum spönskum hefðarmanni, sein var oftast einn og fór í langar skemmtigöngur á kvöldin. Einn af hestasveinunum hafði jafnvel séð hann synda í ánni rétt hjá höllinni, eftir að kvöldsett var orðið. Greifinn var vanur að ganga rakleitt til herbergis síns, þegar hann kom heim frá borginni, en kvöld eitt um haustið, þegar hann var seint á ferð skildi hann ljóskerið eftir við stigann og gekk inn ganginn að herbergisdyrum frúarinnar. Þegar hann kom að þeim, heyrðist honum fataskáp frúarinnar vera skellt aftur, en er hann kom inn, stóð hún við arininn. „Þú kemur seint,“ sagði hún rólega. I sama bili kom Rosalie inn. Það hafði þá ekki verið hún sem NtTT KVENNABLAÐ hafði lokað skáphurðinni. Rosalie sá fyrst efa og síðan reiðisvip á andliti greifans. Hún flýtti sér út, en nam staðar fyrir utan og heyrði, að hann sagði ís- köldum rómi: „Frú, það er einhver inni í skápnum.“ „Nei, herra,“ svaraði frúin blátt áfram. Hann gekk að skápnum, en frúin stöðvaði hann og sagði: „Ef þú finnur engan þar, er allt búið á milli okkar.“ Hann leit hvasst á hana: „Jæja, ég skal ekki opna hann. En hlustaðu á, ég~veit að þér er annt um sálu- hjálp þína. Ef þú ert reiðubúin að sverja, að enginn sé í skápnum, mun ég ekki opna hann.“ Hann tók krossinn hennar. Það var einkennilegur spánskur kross úr ebonviði og silfurgreiptur. Án þess að titra lagði greifafrúin höndina á hann og sagði: „Ég sver það.“ „Sendu eftir þernunni þinni,“ skjpaði hann. Þegar Rosalie kom inn, sagði hann við hana: „Farið og sækið Djorenflot, múrarann. Segið honum að koma með múrskeiðina sína, múrsteina og steinlímið, sem er í nýja hesthúsinu.“ Rosalie varð skelkuð og flýtti sér að framkvæma boð hans. Þegar hún kom með múrarann, gaf greifinn honum fyrirskipun tafarlaust: „Múraðu í skyndi fvrir skáphurðina, en hafði ekki orð á því. Gerðu verkið vel, og þá mun ég sjá um, að þig skorti aldrei fé — svo framarlega sem þú gætir þagmælsku. Roasalie, ég set þér sömu ko?ti.“ Hann stóð og horfði á, meðan múrarinn tók til verka. Frúin bað Rosalie að sækja sjal, og ísköld hönd henn- ar greip um fingur stúlkunnar. „Segið Djorenflot að skilja eftir op — með einhverjum ráðum,“ hvíslaði hún, en bætti við upphátt. „Sækið fleiri kerti, svo að múrarir.n sjái betur til.“" . Ekkert rauf þögnina nema urgið í múrskeiðinni. Veggurinn hækkaði. Þegar hann var hálfnaður. sætti Djorenflot færis, þegar greifinn leit við, og braut litla rúðu, sem var efst á skáplnirðinni með múrskeiðinni. Tvö augu, myrk af skelfingu, litu út, en ekkert hljóð heyrðist. Þau hurfu, um leið og greifinn sneri sér við. Þegar dagur rann, var verkinu lokið. Greifinn kall-. aði á þjón sinn og sagði: „Konan mín er veik. Ég fer ekki frá henni. Færið okkur matinn hingað.“ I þrjár vikur hélt greifinn kyrru fyrir í herbergi konunnar sinnar. Aðeins einu sinni heyrðist veikt hljóð ur skápnum. Frúin fölnaði og rak upp óp. En greif- inn stöðvaði hana: „Þú sórst við krossmarkið, að eng- inn væri þarna inni. Það dugir.“ Eftir stundarkorn hættu stunurnar. Ekkert heyrðist nema hljóður grátur greifafrúarinnar (Þýtt). 9

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.