Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Qupperneq 12

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Qupperneq 12
Margrét Jónsdóttir: Hálsbandið FRAMHALDSSAGA Frú Valborg stendur við gluggann í fallegu setu- stofunni sinni og horfir út. Það er afmælisdagurinn hennar í dag, sá þritugasti og níundi í röðinni. Næsta ár verður hún fertug! Hún er enn grönn og spengileg og slétt í andliti, þrátt fyrir árafjöldann . Að hugsa sér! Aðeins eitt ár, og þá verður hún kom- in á fimmtugsaldur! Valborg brosir. Og hver, sem hefði séð þetta bros og verið ofurlítill mannþekkari, hefði ekki getað geng- ið þess dulinn, að eitthvað hlaut að búa undir. Það var ekki barnsleg tilhlökkun yfir fallegum af- mælisgjöfum, sem hún ætti ef til vill í vændum. Ekki var það heldur fögnuður yfir haustfegurðinni. sem blasti við augum hennar í mildum gulbleikum og brúnum litum laufblaðanna á trjánum úti í garðinum og eldrauðum reyniberjaklösunum. Nei, það var eitt- hvað dularfyllra og dýpra og varla eins hreint og gleðin yfir fagurri náttúru veitir. Það var heldur ekki feginsbros móðurinnar yfir börnunum tveim, sem voru í eltingaleik úti í garðinum. Hugur Valborgar dvaldi við eitthvað, sem var fjar- lægt, eftirsóknarvert og þó torvelt að öðlast. Skyldi hann minnast hennar í dag? Vafalaust var honum kunnugt um, að það var afmælið hennar. Von- andi kom hann samt ekki, til þess að óska henni til hamingju. Nei, nei, Agnar var of háttvís til þess. En í aðra röndina þráði hún þó komu hans. Kannski var þetta, sem á milli þeirra hafði farið aðeins meinlaust og hversdagslegt æfintýri. Kannski yrðu þau bæði búin að gleyma því, að ári um þetta leyti! Ó, nei, nei! Slíkt var fjarstæða. Agnari var víst bláköld alvara. En hvernig skyldi þetta eiginlega fara? Skyldi hann ekki bráðum þreytast og gefast upp? Þau höfðu nú þekkst í rúmt ár. Hann hafði stundum komið á heimili hennar og æfinlega hafði hann átt eitthvert erindi við manninn hennar. Það leit út fyrir, að þeir væru góðir kunningjar, og virtist fara einkar vel á með þeim, þó að þeir gætu víst ekki kallast vinir. Agnar hafði meira að segja komið þangað tvisvar eða þrisvar sinnum sem fjórði maður í bridgespil, en í það spil var Gunnar, maðurinn hennar, mjög sólginn. Agnar var skrifstofumaður, en fékkst eitthvað við skáldskap í tómstundum sínum. Kvæði eftir hann liöfðu verið prentuð í blöðum og tímaritum, og höfðu þau vakið talsverða athygli. Þau Valborg og Agnar höfðu fljótt orðið málkunn- ug og talað talsvert saman, sérstaklega um nýútkomn- ar bækur, bíómyndir og sjónleiki. Valborgu hafði brátt getizt að þessum unga manni. Aldursmunur þeirra var allmikill, því að Agnar var tólf árum vngri en hún. Hún taldi sig þess vegna alveg örugga gagnvart honum og ræddi við hann hispurslaust og óþvingað. Valborg hafði verið fremur hamingjusöm í hjóna- bandinu, eftir því sem almennt er álitið. Alltaf hafði hún haft nóg fyrir framan hendur, verið sjálfráð á heimilinu og frjáls allra sinna ferða og gerða. Börn- in hennar tvö voru hraust og efnileg. — En hinn róinantíska draum æsku sinnar liafði hún ekki séð rætast. Gunnar var hversdagsgæfur maður, athafnamaður, sem vildi hafa allt í röð og reglu, mjög svo venju- legur, en ágætur borgari. En Valborg var draumlynd og viðkvæm. Hún þráði að heyra ástar- og aðdáunarorð af vörum mannsins síns, þráði að heyra hann hrósa fegurð sinni og fatn- aði. En Gunnar var heldur spar á slíkt. Hún fékk nægilega peninga, til þess að kaupa sér þau föt er hana lysti, en hann veitti því aldrei alhygli, þótt hún væri í nýjum kjól, er jók á fegurð hennar, eða var þannig sniðinn, að vöxtur hennar naut sín sem bezt. Og ef hún vakti athygli hans á því, þá hló hann bara ofur góðlátlega og sagði, að sín vegna gæti hún ávallt verið í sama kjólnum, hann vissi aldrei, hvernig liturinn væri á fötum kvenfólks. En hann skoraðist ekki undan að greiða reikninga hennar. Og stöku sinnum virtist henni, að hann vera dálítið hreykinn af því, hve margir hrósuðu henni fyrir feg- urð og smekkvísi. Hún þóttist stundum sjá því bregða fyrir í svip hans. En orð hafði hann engin um þær tilfinningar sínar. Oft hafði Valborg orðið fyrir ástleitni ungra manna, eftir að hún giftist — og stundum kvæntra manna. Einkum var það á fyrstu hjónabandsárunum, ef hún fór á dansleiki eða skemmtisamkomur; en ávallt hafði hún verið manni sínum trú. En stundum var hún leið og þreytt á öllum hvers- dagsleikanum og tilbreytingaleysinu. Maður hennar var farinn að vasast mikið í stjórnmálum og opinber- um málum upp á síðkastið — og var því sjaldan heima. Hún átti auðvitað sína kunningja og tók þátt í kaffiboðum og smáveizlum með vinkonum sínum, og stöku sinnum fóru þau hjónin í leikhús og á konserta. Valborgu fannsl líf sitt tómt og einskisvirði. — Framh. 10 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.