Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Síða 13

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Síða 13
Hvert stefnum við? Tímans straumur œ'ðir í endaleysu geiminn, umbreytinga alda ný yfir svífur heiminn. Þetta sagði Kristján Jónsson á sinni tíð og þetta er einmitt það, sem allir menn segja á öllum tímum. Hver sá, sem fær lifað nokkra ævi hlýtur að sjá tímana breytast og meira að segja mennina með. En það eru ekki nærri allir á sama máli, hvert stefnir með breyt- ingar mannverunnar á hverjum tíma. Þeir eru líklega allt eins margir, sem finnst, að mannskepnan eigi tæpast hægara með að halda í horfinu, þegar mjög ört miðar fram í áttina til velmegunar. Drottinn hefur líka sjálfur sagt. „Gangið inn um þrönga hliðið, því að vítt er hliðið og breiður vegurinn, er liggur til glöt- unarinnar og margir eru þeir, sem ganga inn um það, því að þröngt er hliðið og mjór vegurinn, er liggur til lífsins, og fáir eru þeir, sem finna hann.“ Allir kristn- ir menn vita, að Frelsari heimsins sagði þetta ekki af neinni dómgirni yfir samtíð sinni, heldur af guðlegri þekkingu á eðli mannanna. Hann þekkti ofurvel þrá mannsins eftir sælu og vellíðan. En hann vissi eins vel um skammsýni manneskjunnar og ofmati hennar á þessum tímanlegu og hverfulu gæðum. Hann sá það fyrir sér, að bótt hann hefði komið til jarðar vorrar, til þess að birta mönnunum fagnaðarboðskap Himn- eska föðurins, um eilífðar eðli og uppruna mannsál- arinnar og um æðstu sælu hennar í samræmi oa; sam- hlióðan við bann vilja Guðs, sem hann boðaði. Já, þótt hann hefði lagt líf sitt að veði fyrir þetta mis- lynda mannkyn, þá mvndi það brátt fyrir allt halda áfram að tigna og tilbiðja auðlindir jarðarinnar. Og þótt það með annarri hendinni vildi fegið halda hon- um og hans kærleika, þá myndi það þó löngum falla fram fyrir gullkálfinum og láta heimsandann ginna sig, til bess að afneita krafti trúarinnar. Mennirnir breyta tímunum og tímarnir breyta einn- ig mönnunum. Þó eru mennirnir misjafnlega háðir ólgu tíðarandans, fer það eftir andlegri festu og lund- arfari einstaklinganna. Sumir eru eins og fisið, sem fýkur fyrir hverjum vindblæ, aðrir eru þéttari og þyngri í sér og reyna að þrauka á sinni götu, þótt mis- vindi tízku og tyldurs leitist við að toga til ýmsra hliða. En áreiðanlega alltof margir eru þeir, sem láta eft- irsókn eftir fallvöltum auði og munaði ráða mestu um allt viðhorf sitt til lífsins. Þeir meta heill og ham- NtTT KVENNABLAÐ ingju mest eftir því hve miklu þeim tekst að hrúga saman af fjármunum, til þess eins og þeir hyggja, að skapa sér og sýnum örugga lífsafkomu. Kapphlaupið um vel launaðar stöður er svo hart og óskammfeilið, að einskis er svifist í íllkvittni og undirferli til þess að koma áriTini, sem bezt fyrir. Þá er ekki hægt að sjá, að þetta boðorð: „Þú átt að elska náungann eins og sjálfan þig“, hafi nokkurn tíma borist til eyrna þeirra, sem kapphlaupið heyja. Sjálfsagt er mannkynið sjálfu sér líkt á öllum þeim tímum, sem við höfum sögur af, að minnsta kosti hefur mönnunum ekki munað nokk- uð á leið í góðleik í minni tíð, ef ég ætti að bery sam- an það fólk, sem ég umgekkst í uppvexti mínum heima, austur undir Eyjafjöllum fyrir 20—30 árum. Þá var fólkið glatt og hjartanlega ánægt yfir því, sem nú væri kallað mjög lítið eða ekki neitt af þeim hortugustu, sem aldrei þykjast fá fulla sína hít. Þá átti þessi þjóð líka miklu færri falsspámenn! Þá voru menn og konur ekki komin upp á það lag, að spila á eigingjarnar hvatir meðbræðra sinna til þess að koma sjálfum sér í mjúkinn. Þá hefði það þótt fyrir sögn að nokkur Is- lendingur léti hafa sig í það, að æsa þjóðina upp í óhollustu við land sitt og samfélag. Þá þótti það sómi að vera góður þegn og geta goldið mannlega til allra stétta. Það er að segja það þótti sómi að geta goldið keisaranum það, sem keisarans var, og Guði það, sem Guðs var. Og víst er um það, að við íslendingar, eins fámenn þjóð og við erum, getum ekki búist við að halda hlut okkar, sem sjálfstætt ríki, ef við leitumst ekki, hvert og eitt okkar, við að styðja þjóðfélagsheildina eftir mætti. Ef við gerumst svo léttúðug, að meta meira allskonar óþarfa, tildur og íburð, sem ekki megnar að skapa nokkra varanalega heill, þótt margur virðist trúa að það sé það eina nauðsynlega, ef að dæma má eftir orðum og æði ýmissa samtíðar manna og kvenna. Ég held að það sé einmitt þessi óseðjandi græðgi, sem veldur því, að svo mörg blessuð börn okkar daga hneigjast til óráðvendni. Ég held að börn okkar tíma heyri allt of sjaldan fyrir sér ánægju yfir því, sem Guð gefur til bjargar og blessunar. Heldur miklu fremur, að allt sé of lítið og, að það beri að stefna að því að nálgast meira og meira, svo að hægt sé að bæta við sig einhverjum munaði og nautnum og hafa það ennþá betra en nokkru sinni fyrr En hvað er það, sem veldur öllum þessum ófagnaði, sem að nú virðist steðja að okkar andlegu velmegan. 1 fæstum orðum er það óhollusta við Krist og hans heilnæmu kenningu, en ofmat á veraldlegum gæðum. Allir eiga hér einhverja sök á. En þó fyrst og fremst þeir, sem á undan eiga að ganga. Kristið og. siðað 11

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.