Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Blaðsíða 14
Oanski læknirinn frú Kristine Nolfi. lifir eingöngu á nátt- úrlegri, ósoSinni og óhitaðri jurtafæðu á- samt ógerilsneyddri i"miólk. — Mat- reiðslubók (11. rit Náttúruiækningafél. ísl.) NEIKVÆTT — JÁKVÆTT " Hvert það skáldrit, sem dregur lífið víðast hvar niður i sofa- mennsku og auðvirðile^ka, vonleysi og tilgangsleysi, sem blæs að mannfyrirlitningu, örvænisstefnu, óvild, öfund og hatri, en ekki skilningi, samúð og drengskap, i einti orði sagt sem leggst ávailt meira á sveif með hinu lægra eðli mannsins en hinu, sem tilheyrir hinuni göfugri þáttum þess, það ER NEIKVÆTT í mínum augum. Að mínum dómi er bókin JÁKVÆÐ, EF hún hefur að ein- hverju leyti dýpkað skilning minn á b'finu og mikilvægi þess, á markmiðum þess og möguleikum, ef hún hefur aukið sam- úð mína með mönnum og trú á bjart lífstakmark framundan þeim til handa — trúna á tilgang lífsins og tryggðina við skylduverk," ef henni hefur tekist að gera mig örlítið skiln- ingsbetri, sannari, bjartsýnni, öruggari, andlega sterkari og auðugri, vitrari og betri — eitthvað af þessu — eða allt — að einhverjum litlum mun. Or grein eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. þjóðfélag á heimtingu á því, aS þeir, sem trana sér fram til þess að ráða og skipa málum þess, finni sig ábyrga frammi fyrir Guði og gangi á undan með gott eftirdæmi í hvívetna. En því miður sýnist dæmi leið- toganna oftast beinast í þá átt, að skara eld að sinni köku, og að hreiðra sem bezt og öruggast um sig og sína, meðan hagur þjóðfélagsins í heild er miklu minna metinn. Ég vildi að það væri dómgirni mín, en ekki raun- veruleiki, að valdhafar vorir leggi litla stund á það að sýna aS þeir séu kristnir menn, sem meti andlega velferð sína og þegnananna meira en stundlegan mun- að og lítilfjörlegan hagnaS, sem oft er varið til hæp- inna frarnkvewnda, ":¦¦-¦ : Anna frá Moldnúpi. KLEINUHRINGIR 150 gr. sykur 50 gr. smjörl. 400 gr. hveiti 1 dl. mjólk, 2—3 egg 1/2 tesk. salt, l/2 tesk. kanell 1 matsk. lyftiduft. , Egg og sykur hrært létt og ljóst. Smjorl. hrært lint og þessu blandað saman. Hveiti, lyftid. og kryddið sáldrað út í, hrært varlega saman við ásamt mjólkinni. Hnoðað, flatt út, mótaðir hringir. Steiktir í vel heitri feiti. Sykri stráð yfir þá volga. AMERÍSKAR SMÁKÖKUR 200 gr. smjörlíki 200 gr. sykur 1 tesk. lyftiduft 470 gr. hveiti, 2 egg. Bragðefni: 60 gr. möndlur, 4 matsk. kúrenur, 2 matsk. kakó, 1 tesk. vanilledropar. Smjörl. er hrært, sykur og egg hrært saman við og hrært áfram um stund. Hveiti og lyftid. hrært saman við. Deigið á að vera vel þykkt. Deiginu skift í þrjá jafna parta. Smátt saxaðar möndlur settar saman við einn hlutann, smátt brytjaðar kúrenur saman við ann- an hlutann og kakó og vanille saman við þriðja hlut- ann. Rúllað í sívalninga. DeigiS sett á bretti og látið harSna. SíSan skoriS í fremur þunnar sneiSar. Sett á smurSa plötu og bakaS viS góSan hita. LOKASVAR OG ÞAKKARÁVARP, TIL HAGMÆLTU MEYJANNA FRA HULDUKARLI Stend ég hljóSur heims á sló8, hnikars glóðir valda. Þakka góðann ástar óS öllum IróSum jalda. Astarmakk ég ekkert vil, sem afieins holdiS prísar. Af hreinum kœrleik hugsa til hverrar Ijódadísar. NÝTT KVENNABLAÐ Kostar 15 kr. árgangurinn; gjaldd . t júní. Átta blöS á ári. — Kemur ekki út sumarmánub'ina. Afgreibsla. Fjblnisvegi 7 í Reykjavik. — Sími 2740. Ritstj og ábm.: GuSrún Stefánsdóttir', ioiu»r«£»T Fjölnisvegi 7. 1? NYTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.