Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Side 14

Nýtt kvennablað - 01.11.1952, Side 14
KLEINUHRINGIR * Hanski lækniiinn írú Kristine Nolfi. — lifir eingöngu á nátt- úrlegri, ósoðinni og óhitaðri jurtafæðu á- samt ógerilsneyddri n’''miólk. — Mat- reiðslubók (11. rit Náttúrulækningafél. ísl.) NEIKVÆTT — JÁKVÆTT Hvert það skáldrit, sem dregur lífið víðast livar niður í sora- mennsku og auðvirðileika, vonleysi og tilgangsleysi, sem blæs að mannfyrirlitningu, örvænisstefnu, óvild, öfund og hatri, en ekki skilningi, samúð og drengskap, i einu orði sagt sem leggst ávallt meira á sveif með hinu lægra cðli mannsins en hinu, sem tilheyrir hinum göfugri þáttum þess, það ER NEIKVÆTT í mínum augum. Að mínum dómi er bókin jAKVÆÐ, EF hún hefur að ein- hverju leyti dýpkað skilning minn á lífinu og mikilvægi þess, á markmiðum þess og möguleikum, ef hún hefur aukið sam- úð mína með mönnum og trú á bjart lífstakmark framundan þeim til handa — trúna á tilgang lífsins og tryggðina við skylduverk," ef henni hefur tekist að gera mig örlítið skiln- ingsbetri, sannari, bjartsýnni, öruggari, andlega sterkari og auðugri, vitrari og betri — eitthvað af þessu — eða allt — að einhverjum litlum mun. Úr grein eftir Ingibjörgu Þorgeirsdóttur. 150 gr. sykur 50 gr. smjörl. 400 gr. hveiti 1 dl. mjólk, 2—3 egg l/2 tesk. salt, 1/2 tesk. kanell 1 matsk. lyftiduft. Egg og sykur hrært létt og ljóst. Smjörl. hrært lint og þessu blandað saman. Hveiti, lyftid. og kryddið sáldrað út í, hrært varlega saman við ásamt mjólkinni. Hnoðað, flatt út, mótaðir hringir. Steiktir í vel heitri feiti. Sykri stráð yfir þá volga. AMERÍSKAR SMÁKÖKUR 200 gr. smjörlíki 200 gr. sykur 1 tesk. lyftiduft 4-70 gr. hveiti, 2 egg. Bragðefni: 60 gr. möndlur, 4 matsk. kúrenur, 2 matsk. kakó, 1 tesk. vanilledropar. Smjörl. er hrært, sykur og egg hrært saman við og hrært áfram um stund. Hveiti og lyftid. hrært saman við. Deigið á að vera vel þykkt. Deiginu skift í þrjá jafna parta. Smátt saxaðar möndlur settar saman við einn hlutann, smátt brytjaðar kúrenur saman við ann- an hlutann og kakó og vanille saman við þriðja hlut- ann. Rúllað í sívalninga. Deigið sett á bretti og látið harðna. Síðan skorið í fremur þunnar sneiðar. Sett á smurða plötu og bakað við góðan hita. LOKASVAR OG ÞAKKARÁVARP, TIL HAGMÆLTU MEYJANNA FRÁ HULDUKARLI þjóðfélag á heimtingu á því, að þeir, sem trana sér fram til þess að ráða og skipa málum þess, finni sig ábyrga frammi fyrir Guði og gangi á undan með gott eftirdæmi í hvívetna. En því miður sýnist dæmi leið- toganna oftast beinast í þá átt, að skara eld að sinni köku, og að hreiðra sem bezt og öruggast um sig og sína, meðan hagur þjóðfélagsins í heild er miklu minna metinn. Ég vildi að það væri dómgirni mín, en ekki raun- veruleiki, að valdhafar vorir Ieggi lilla stund á það að sýna að þeir séu kristnir menn, sem meti andlega velferð sína og þegnananna meira en stundlegan mun- að og lítilfjörlegan hagnað, sem oft er varið til hæp- inna framkvæmda. 12 Stend ég hljóSur heims á slóS, hnikars glóSir valda. Þakka góSann ástar óS öllum tróSum falda. Ástarmakk ég ekkert vil, sem aSeins holdiS prísar. Af hreinum kœrleik hugsa til hverrar IjóSadísar. NÝTT KVENNABLAÐ Kostar 15 kr. árgangurinn; gjaldd. í júní. Átta blöö á ári. — Kemur ekki út sumarmánuðina. Ajgreiikla: Fjölnisvegi 7 í Reykjavík. — Sími 2740. Ritslj. og ábm.: GuBrún Stefánsdóttir', Fjölnisvegi 7. ■OICARPRtNT Anna frá Moldrvúpi. NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.