Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Page 3

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Page 3
NÝTT KVENNABLAD 13. árágangur. 8. tbl. desember 1952. Með hverjum deginum sem leið styttist til jólanna. Það var næstum óskiljanlegt seiðmagn, sem þessi há- tíð ljósanna átti í minni fáskrúðugu tilveru. Það fyrsta, sem ég mundi eftir foreldrum mínum, var að þau kenndu mér bænir og sögðu mér um tilkomu jól- anna. Og um leið og grasið sölnaði á jörðinni og laufin féllu af trjánum, flæddi heilög þrá inn í ó- mótaða sál mína, bráðum kæmu jólin með sinn mikla frið. Sem barni og ungling fannst mér oft sem sjálf- Ur Kristur vera mér nær á þeirri miklu hátíð en aðra daga. Ég hrökk upp af hugsunum mínum við hása, hvísl- andi rödd: — Vera, ertu búin að skrifa jólabréfin þín? — Ónei. Ég horfði upp í loftið á ljósrákirnar, sem bárust utan af götunni og inn í stofuna og tylltu sér hviklega ýmist á þil eða loft, eða siluðust áfram hægt og þunglamalega. Agnes hóstaði. Hún ætti ekki að vera að tala, hugsaði ég, hún hefur verið svo slöpp þessa síðustu daga. - Og þú sem hefur alltaf skrifað heim með hverri íerð. Ætlarðu ekki að skrifa núna fyrir jólin? Agnes stundi og ég fann það allt í einu, að með því að tala við mig, var hún að bægja frá sér þeirri nagandi ein- stæðiskennd, sem sótti óvægin að henni í myrkrinu og þögninni. •— Ég sendi bara venjuleg bréf, sagði ég. Það varð oþægileg þögn eins og ég hefði ekki sagt allt, sem máli skipti. ’—■ Þú keyptir kort í fyrra og sendir heim til þín. Ég man alltaf hvað þau voru falleg og vel valin. En nýtt kvennablað núna hef ég engin séð hjá þér. Ég þagði. Svona þurfti það þá að komast upp. — Kannski ég sé ekki að þessu röfli við þig Vera mín. Það var vonleysi og afsökun í lágu, hásu rödd- inni. — Líklega er þér ekki of gott að tala við mig, Agnes. Við sem eigum samleið eigum að ræða saman í einlægni. Við erum báðar veikar, báðar fátækar. Við tökum hverri stund með þakklæti, sem við fáum að lifa og dá það umhverfi, sem er okkur svo kært. — Já, mér duttu bara í hug kortin, þú valdir þau svo vel. Hása röddin hennar Agnesar var hörð og köld. — Nú jæja, hún kærði sig ekki um að tala al- varlega um kringumstæðurnar. — Já, kortin Agnes. Ég get gjarnan sagt þér eins og er með þau. Ég á enga peninga til að kaupa kort fyrir, aðeins aura undir tvö bréf. — Er það ekki óþægilegt fyrir þig? — Ég get_ ekki möglað yfir því, mér leggst eitt- hvað til. Agnes fékk máttlaust hóstakjöltur, en er hún hafði jafnað sig aftur sagði hún: — Því miður á ég enga peninga, Vera mín, ég þarf þeirra heldur ekki með á meðan ég ligg svona. En að vera á fótum alls- laus, get ég ekki skilið hvernig er hægt. — Við skul- um ekki hugsa um það Agnes. Það er aldrei vonlaust að ekki rakni úr fyrir manni. Systirin kom inn og kveikti ljós. Ennþá einu sinni virti ég Agnesi fyrir mér, þar sem hún lá. Stóru, dökku augabrýrnar hennar settu svip á fölt andlitið og blágrá augun sátu mjög vel í þessarri tærðu umgerð. Geislar þeirra leyndu furðu vel þjáningunum. — Ferðin heim fellur ekki 1

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.