Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 4

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 4
fyrr en eftir tvo daga og hver veit nema jólakortin konni á þeim tíma. — Ég vil hafa allt svo áþreifanlegt, sagði Agnes og festi á mig fallegu augun sín. — Ekki von um eitt- hvað, sem er vonlaust um, heldur von með viti. Mér kom ekki á óvart, þegar hás rödd hennar flutti mér þessa túlkun. Við áttum ólík sjónarmið. Áður en ég fletti upp bókinni, sem ég var að lesa, leit ég ennþá einu sinni á Agnesi, hún var þá að skoða á sér hendurnar, fallegar vellagaðar hendur, sem myndu ótvírætt hafa hjálpað henni rnargvíslega með áform sín. Það gæti verið gaman að vita, hvað þessi dauð- veika stúlka var að hugsa um. En ég var of háttvís- til að ympra á nokkru í þá átt, að láta þá ósk mína í ljósi. Ég fann mig skör lægra setta en hana, ég átti enga fegurð og hún efaðist oft um vitsmuni mína. — Við erum nú svona heimskonur, sagði hún. Við viljum annaðhvort lifa eða ekki, fremur hætta á hlut- ina og fórna, en láta allt vérða án tilbreytingar. Agn- es horfði á mig og beið eftir svari. Með tillitinu einu nevddi hún mig til að lala. — Síðan ég komst af óvita aldri hætli ég aldrei á neitt að ástæðulausu, sagði ég varfærin. — Já einmitt, sagði hún og brosti svo spékopparn- ir komu greinilega fram í fölar kinnarnar. Nær er mér að halda, Vera mín, að þú sért óviti ennþá og sættir þig aðeins við það, sem þú getur ekki þreifað á, en forðist hitt. Naumast var hún fékk umræðuefni út af jólakort- unum, hugsaði ég og reyndi að sökkva mér niður í lestur bókarinnar, sem ég var með. En augu Agnesar hvíldu á mér, og af því fegurðarsmekkur minn var næmur, langaði mig að mæta tilliti hennar. En bezt var að segja ekki fleira við hana. Hvað skildi ég þá baráttu, sem hún háði full af þrá til lífsins en vonlítil Um annað líf? Mér varð rórra í skapi, þegar Gunna litla, lialta stúlkan, hafði lokið bæjarlevfi sínu og kom inn. — Kvöldið, sagði hún glaðlega, tyllti sér á rúmið hjá Agnesi og var brátt farin að tjá lienni það markverðasta, sem hún hafði heyrt og séð í bæn- r*' — um. Næsti morgun var heiður og svalur. Ég stóð á ganginum og horfði út um gluggann, annars hugar, og efins um, hvort ég ætti að fara á morgungöngu. Siúklingarnir tíndust út á göngu, fylgdust að eða fóru einir síns liðs eftir geðbótta. Loks, þegar ég var orð- in ein eftir, rólaði ég út, stefnulítil hvert halda skyldi í nepiunni. En eitthvað varð ég að fara. Mér fannst ég vera knúð áfram af þessu fullkomna og óáþreifanlega, það réði göngu minni og ég fór út af aðalgötunni eft- ir gömlum, óruddum götuslóða, sem líktist troðningi búpenings, út i óræktarholtið, þangað, sem engra mannaferða var von. Það var alltof mikið á sig lagt að vera úti í þessum kulda, en þó var þetta rölt óum- flýjanlegt. Vesalings Agnes, ekki myndi henni líka svona útskýring, hún, sem var fyrst og fremst trúr félagi hins raunverulega lífs og vildi og skildi ekki neitt nema áþreifanlegt efnið. Nú lá hún í örmum heljar, aflvana, fjötruð, en hugrökk og djörf á sinn hátt. Eg fann sárt til með henni, án þess hún kærði sig um þá tillitssemi mína. Agnes vissi að líkamsgerfi hennar samsvaraði hinum sanna blóma lífsins, en ég var sem kvistótt grein og það aftraði mér margoft frá að njóla mín. Víst var það satt, að blessuð Agnes átti allt silt svo fagurt frá náttúrunnar hendi. Ef góð- um Guði þóknaðist nú að gera kraftaverk og gefa henni heilbrigði og gleði. Og þarna úti í auðninni, í holtinu, fann ég dásamlega dýpt og snertingu liins hulda, en nálæga lífskrafts. Það var eins og heil- agur friður fyllti umhverfið. Það var lotningarfullur hljómur í golunni eins og kliður ótal klukkna. sem klingdu og lofuðu dýrð Guðs og gjafir hans sérhverri skepnu til handa. Var þetta undirbúningur jólanna? Nálægð vonarinnar? Vissan um lífið? Það var ekki alveg víst, Jjað gat eins verið þetta óájrreifanlega í mannssálinni,- sem menn vildu bliðra sér hjá að skil- greina. Lítt þekkt fyrirheit til þroska og hamingju. — Drottinn blessi þig Agnes, sagði ég upphált. — Agnes! þér mun tilheyra þessi morgunn, fremur en nokkru okkar hinna. Það var undarlegt að hugsa svona, en hún var svo einmana og álti enga von. Á sínum tíma myndi tómleikinn yfirgefa hana og hún myndi komast heim í |>ann fullkomna frið, sem öll lífsbaráttan var háð lil að leita að. Þegar þessi óvenjulega lofgerðarstemning var liðin hjá, varð mér ljóst, að ég liafði brugðið útaf venju minni og setzt á slóran stein. Ég gerði mér grein fvrir því, að þessi nýafstaðni kliður, sem hafði hljómað Jiarna svo djú])ur og algjör, myndi vart tilheyra jól- unum einum, líklega fremur einhverri sál, sem hlaut að Jjreifa á náð Guðs. Ég stóð upp. Kaldir og stirðir limir mínir reyndu að- gera skyldu sína. Sál mín var ennþá snortin af þessum rólega stað, sem hafði hlotið vegsemd eins og kirkja eða annar útvalinn helgidóm- ur, sem heyrði Drottni til. Ég steig fáein skref í átt- ina aftur til baka. Hitinn myndi brátt leita í hendur og fætur við hreyfinguna. Veskið datt á gaddaða jörðina, það var lélegt, innantómt veski, aðeins með einum vasaklút. Átti ég að lofa því að liggja? Það var fjarstæða í hugsuninni, hvers vegna að trassa niður því litla, sem tilheyrði mér? Þegar ég beygði mig niður til að taka upp veskið, kom dálítið í ljós. Rétt 2 NtTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.