Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 6

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Blaðsíða 6
Gudrún frá Lundi: Það var 10. ágúst 8.1., að iðnfélagar frá Sauðár- króki lögðu af stað í skemmtiferðalag til Olafsfjarð- ar. Kl. 8 áttu allir að vera mættir á Kirkjutorgi. Dagurinn lofaði góðu og efndi það. Glaða sólskin og blæjalogn. Hvert sæti í bílnum var setið, og tveir sátu milli bekkjanna, annar á eldhúskoll, hinn á kjaftastól. Alls 32 farþegar, þar af 10 konur. Farar- stjóri var Adolf Björnsson, rafveitustjóri. Bílstjóri var Gísli Sigurðssonar frá Sléttu-Bjórnsstöðum. Lagt var af stað austur Borgarsanda, yfir vestari Héraðs- vötnin. Þá tekur við Hegranesið. Einkennilegt lands- lag, hamrabelti, mýrar, sund og melar. Samt eru hér dágóðar bújarðir. Hér yzt á nesinu stóð hið forna Hegranesþing, sem útlaginn úr Drangey sótti dulbú- inn til að gera sér glaðan dag og glima við frjálsa menn. Brátt erum við komin yfir eystri vötnin og ný- býli koma í augsýn. Það er beygt norður með firðin- um. Reisulegasta býlið er Sléttu-Björns:taðir. Fjögur íbúðarhús í sama túninu. Hér búa foreldrar og syst- kyni bílstjórans. Mér finnst þessi sveit heldur svip- lítil. Hún heitir Viðvíkursveit. Næst kemur Óslands- hlíðin, þéttbyggð og búsældarleg. Hér eru fáir sögu- staðir, enda allir jafn ókunnugir. Ekki svo mikið um að Miklibær þekkist, þar sem vindbelgurinn, Þórhall- ur, bjó til forna, giftur nornarkonunni Ólöfu Hrol- leifsdóttur. Bæirnir birtast og hverfa eins og ókunnug andlit í margmenni. Næsta sveit er Höfðaströndin. Hún er góðkunningi margra ferðafélaganna. Innsti bærinn á ströndini er Gröf. Þar fæddist Hallgrímur Pétursson, sálmaskáldið mikla. Þaðan er skammt til Hofsóss, sem nú er orðinn þó nokkuð myndarlegur verzlunarrtaður. Hof stendur nokkru utar og ofar. Þar bjuggu margir höfðingjar á söguöldinni. Þar er kirkjustaður. Utarlega á ströndinni er bær, sem heitir MannskaðahóII. Hér var háður bardagi við Englendinga, þegar hér- aðsbúar gátu ekki liðið rán þeirra og yfirgang, sem lauk með ósigri þeirra erlendu. Tveir grjóthryggir eru austan við veginn, sem nefnast dysjar, þar und- ir eiga bein Englendinganna að Hggja. — Yzti bærinn á ströndinni er Höfði. Þar kaus hinn kynsæli landnámsmaður, Höfða-Þórður sér bólfestu. Hann átti nítján ágæt börn, út sem dreifðust víða. Skammt fyrir utan bæinn eru hinir svonefndu Höfða- hólar, eitt af því óteljandi á Islandi. Þar er stigið úr bílnum í fyrsta sinn. Hér er dásamlega fagurt útsýni, engin furða þó landnámsmaðurinn kysi að setjast hér að, þá hefur ströndin verið skógi klædd milli fjalls og fjöru, til þess benda örnefnin, Ennisskógur og Hofsskógur. Skammt frá landi er Þórðarhöfði. Ut í hann má ganga úr landi eftir sandrifi. Þar hefur aldrei verið búið, samt er þar þó nokkur grasnyt. Nokkru utai er Málmey. Hún er Iægri og öll grasi vaxin. Þar hef- ur verið búið, þangað til nú síðustu árin. Þar er viti. Þjóðsögn er til um það, að sandrif hafi legið úr cynni til lands í Sléttuhlíðina, sem er næsta sveit utan við Höfðahóla. Eitt sinn bjó þar í eynni stórfengleg kona, sem Gunna er nefnd. Hún hafði mikla útgerð, átti stóra hjalla fulla af fiski og hákarli. Þá gerðu nágrannarnir í landi henni þann óleik að fara með marga hesta að næturlagi til eyjarinnar, þegar tungl- skin var, og flytja heim með sér það, sem þá listi úr hjöllunum. Slíkt þoldi ekki sú mikla kona og lét því húskarla sína moka sundur sandrifið. Síðan hef- ur ekki verið hægt að komast fram í eyna nema sjó- veg. Eftir stutta áningu er stigið í bílinn, nú tekur Sléttu- hlíðin við. Ég sendi kveðju í huganum heim að fyrsta bænum, sem keyrt er fram hjá. Það eru Tjarnir. Þar er mér heimafólk góðkunnugt. Næst er farið fram hjá kirkjustaðnum, Felli, þar sem galdraklerkurinn Hálf- dán bjó, sem reið á Nástrandar-Grána með bóndann í Málmey fyrir aftan sig alla leið til Hvanndala- bjarga tij að ná konu bóndans úr tröllshöndum. Því ferðalagi lýsir Jón Traufti snilldarlega í hinu stór- karlalega kvæði: Konan í Hvanndalabjörgum. Næsta sveit er Fljótin, grösug og felleg á sumrin en snjóþung á vetrum. Hitna blóð og hjarta fer, hreyfist ljóða gígjan, þegar fljóð í Fljótum mér faðminn bjóða hlýjan. NÝTT KVENNABLAB

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.