Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Side 7

Nýtt kvennablað - 01.12.1952, Side 7
TIL HULDUKAIíLS Vísast einhver vel búinn vill mig fá í staðinn þinn. Lifðu í friði, lagsi minn! læt af skrifum þetta sinn. Kerling. I kreppu hjartað komið er, klingt er jólabjöllu — en yrkja vísu varð ég þér fyrir vinaljóðin snjöllu. Gríma. Lokasvarið þakka þér. Þá er dapurt mörgum, þegar heiman horfinn er Iludlukarl úr björgum. Grannkona. Huldukarl úr hólnum út hlýtur énn að fara. Kveðinn annars er í kút af yngismeyjaskara. Áljrún. TÖSKULOK Smábckki má búa til úr þessu. Svo kvað hinn alkunni ferðalangur Símon Dala- skáld í fyrsta sinni, er hann sá Fljótin. Miklavatn skiptir' sveitinni í tvennt neðst, og er hún þvi kölluð Vestur- og Austur-Fljót. Flókadalurinn liggur suður af Vestur-Fljótum. Prestssetrið, Barð, stendur rétt fyrir norðan dalsmynnið. Þar er sundlaug og barnaheimili á sumrin. Bíllinn rennur hraðara en hugur manns. Við erum komin fram í mið Fljót óðar en varir. Hér kannast ég við hvern bæ af sögusögn foreldra minna. Hér voru þau alin upp og bjuggu hér fyrstu búskap- nrárin. Skammt fyrir framan enda Miklavatns er Stórholt. f*ar fauk nýbyggð kirkja 1906 og hefur ekki verið byggð aftur. Á næsta bæ fyrir innan Holt á ég bróður og fjöl- skyldu hans. Ég verð að láta mér nægja að senda þeim kveðju í huganum um leið og bíllinn rennur fyrir neðan. Fremst í Fljótunum er hið mikla mannvirki Skeiðs- fossvirkjun, sem veitir Siglufjarðarbæ rafmagn. Þar á að stanza í heimleiðinni. Næst eru hólar, sem skilja Éljótin og Stífluna. Fremst á hólunum var vanalegt að stíga af hestbaki og horfa yfir þennan grösuga, dásamlega fagra dal, sem á fáa jafningja á landinu. Hér stíga allir út úr bílnum. Hér eru mínar bernsku- °g æskustöðvar. Það munu vera 54 ár síðan ég yfir- gaf þær, og margt hefur breytzt síðan sem eðlilegt er, er> þó fátt eins og þessi fagri dalur. Þá voru hér 15 NÝTT KVENNABLAÐ býli, nú eru 8 byggð. Þar sem áður var iðgræn gras- breiða, túns og engja, er komið stöðuvatn, sem tilheyr- ir virkjuninni, fyrir neðan hólana. Bæirnir standa á vatnsbakkanum í ofurlítilli grænni túnskák og minna helzt á öreiga auðkífing, sem finnur sárt til smæðar sinnar. Þannig hefur þessi mikB ljósgjafi rænt þenn- an indæla dal sumarskrauti sínu. Samt er hér fallegt. Fjöllin há, með fagurgræna geira og hvítum fann- skellum, spegla sig í lognsléttum vatnsfletinum, en það getur samt ekki jafnast á við það, sem horfið er. Eftir að teknar hafa verið margar myndir, því margir höfðu með sér myndavélar, var setzt inn í bílinn og lagt af stað fram dalinn. Næsti bær framan við vatnið er æskuheimili mitt, Lundur. Hann heldur öllum sínum gæðum, og tveir aðrir bæir, sem standa framar. Hér var barnsskónum slitið og hér finnst mér ég kannast við hverja laut og hverja þúfu. Bæjarleiðirnar, sem þá fundust talsvert langar, þýt- ur nú þetta hrað?kreiða farartæki á nokkrum mínút- um, löngu áður en augun eru búin að sjá allt það, sem hugurinn þráir, og við erum komin fram að Þrasastöðum, fremsta býlinu í dalnum. Nú tekur Lágheiðin við. Alls staðar er hér fagurt útsýni, jafnvel á afréttinni. Ekki líður á löngu þar til Ólafsfjarðarfjöllin sjást. Víða eru snjóskaflar með- fram veginum, sem sýna hversu lengi veturinn situr hér að völdum. Hér eru allir ferðafélagarnir jafn 5

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.